Dagur


Dagur - 23.12.1986, Qupperneq 7

Dagur - 23.12.1986, Qupperneq 7
23. desember 1986 - DAGUR - 7 kjöti frá Sambandinu. í kringum jólatréð lágu látlausir jólapakkar og þrjú bergnuminn börn sátu andspænis trénu og horfðu með lotningu á marglit ljósin. Hátíð- leikinn bylgjaðist um íbúðina og teygði sig fram í eldhús þar sem tveir synir hjónanna önnuðust matseld ásamt eiginkonum sínum. Langlfnusímtal færði frið- sælum hjónunum hugheilar jólaóskir frá dætrum þeirra þremur og börnum þeirra. Fögnuður. Friður. Lotning. Eftirvænting. Kirkjuklukkur boðuðu hátíð frelsarans. Kær- leikurinn hafði sigrað. Hið góða í manninum stóðst átök firringar- innar og helgileiki jólanna sam- einaði fjölskyldur um allan heim þar sem fólk blessaði fæðingu frelsarans. „í allri veröld ljósið skein.." Draumurinn gliðnaði og veru- leikinn braust fram. Sjónvarpið öskraði með öllum sínum sann- færingarmætti. Sigfinnur hrökk í kút og myndirnar á skjánum reyndu að jjröngva sér inn í stof- una. Hann huldi andlitið í greip- um sér og fortíðin dansaði takt- laust við samtíðina í huga hans. Með uppgjöf í hverjum andlits- drætti leit hann upp og stundi: „Af hverju. . .af hverju?" Stefán Þór Kveðja frá Aðaktemi Óskarssyni í tifejm sjötíu ára afmcdis fmns si. suinar Pid sem að senduð mér kveðjur, kort, kassa fulla af ýmsum gjöfum til mín hafa svo vmsir ort eftir nútímans ströngum kröfum. Blómin öll, sem ég fékk þeim frá þau fylltu huga minn unaðsfriði, ótalmargt fleira er að sjá sem er frá vinum og skylduliði. Ég sendi ykkur þennan ástaróð öllum sem viljið mál mitt heyra, gefi svo Drottinn gleðileg jól, og gæfuríkt ár, með ýmsu fleira. Framtíðin ykkur færi í skaut frið og lækning á hverju meini. Guð ykkur leiði á gæfuhraut, með góðri kveðju frá Aðalsteini. A þcssari mynd sést í átt til kirkj- unnar, cn í forgrunni eru fornir borgarmúrar utan um York mið- aldariddaranna. Þannig leit kirkjan út úr lofti, eftir að búið var að slökkva eldana. Brunna álman og miðturninn gætu verið svipuð að flatarmáli og Akur- eyrarkirkja.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.