Dagur


Dagur - 22.05.1987, Qupperneq 20

Dagur - 22.05.1987, Qupperneq 20
DMTO Akureyri, föstudagur 22. maí 1987 Gerið góða kvöldstund enn betri. Leikhústilboð Smiðjunnar. Rjómalöguð humar- og krabbasúpa bragðbætt með koníaki. Glóðarsteiktar lambalundir bornar fram með rjómasoðnum kartöflum. Kaffi og konfekt. Húsavík: Hlutkesti réð ráðn- ingu starfsmanns Hlutkesti réð ráðningu starfs- manns að íþróttamannvirkjum og æskulýðsmiðstöð Húsavík- urbæjar í gær. Tveir umsækj- Akureyri: Samræmd próf í íslensku -ekki óeðlilegar útkomur Nú berast óánægjuraddir frá íslenskukennurum í grunnskól- um á höfuðborgarsvæðinu, varðandi mikið fall í sam- ræmdu prófunum í íslensku. Talað er um allt að 30-50% fall hjá nemendum í þessari grein. Það er í þrem skólum á Akur- eyri, sem próf þessi eru tekin, en þeir eru Gagnfræðaskólinn, Glerárskólinn og Oddeyrar- skólinn. Skólastjóri Gagnfræðaskólans Sverrir Pálsson, vildi ekki tjá sig um þetta mál, þar sem skólaeink- unnir hafa ekki verið færðar og einkunnir verða ekki birtar fyrr en það hefur verið gert. í Glerárskóla fengust þær upp- lýsingar, að meðaleinkunn ís- lenskuprófanna væri eitthvað lægri en þeir hefðu átt von á. Talað var um að prófið hefði verið snúið, nemendum hefði þótt það létt, en gildrur hefðu leynst í því. Indriði Úlfsson, skólastjóri Oddeyrarskóla tjáði blaðamanni, að skólinn hefði komið vel út úr samræmdu prófunum. Meðal- einkunn í íslensku hefði verið örlítið lægri en í fyrra, en skýring væri hugsanleg á því. Nú hefði nefnilega verið aukið vægi mál- fræðinnar á kostnað stafsetn- ingar, og gæti það hugsanlega verið skýring á misvæginu, þar sem málfræðiþátturinn hafi verið dálítið snúinn. VG endur hlutu jafn mörg atkvæði að lokinni kosningu í bæjar- stjórn og því fór sem fór. Alls sóttu 6 manns um tvær stöður. Tillögur komu fram um tvo umsækjendur þegar málið var tekið fyrir í íþróttanefnd og því var það sent til atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að Guðný Stefánsdóttir hlaut sjö atkvæði en Hafliði Jó- steinsson og Sveinn Pálsson hlutu fjögur atkvæði hvor. í reglugerð er ákvæði um að ef atkvæði standi á jöfnu eftir skriflega atkvæðagreiðslu skuli hlutkesti ráða. Forseti bæjarstjórnar bað því bæjarstjóra að kasta upp „tíkalli" til að úrskurða hvor mannanna skyldi ráðinn. Upp komu loðnurnar sem valdar höfðu verið handa Sveini Páls- syni. IM Fyrsta skóflustungan að safnaðarheimili Akureyrarkirkju var tekin við hátíðlega athöfn í gær. Séra Birgir Snæ- björnsson, sóknarprestur, tók fyrstu skóflustunguna í sólskini og hita að viðstöddum hátíðargestum. Byggingamarkaðurinn á Dalvík: Tréverk blandar sér í baráttuna „Við auglýstum upp úr ára- mótum 106 fermetra íbúðir með bflskúr og fólk sýndi þessu vissulega áhuga en enginn var með lánsloforð undir höndum þannig að undirtektir voru frekar dræmar. Við ætlum að fara út í minni íbúðir, 75 fermetra íbúð- ir í raðhúsi. Þetta eru þriggja herbergja íbúðir og við bind- um frekar vonir við að geta selt þær en þessar stóru,“ sagði Bragi Jónsson framkvæmda- stjóri Tréverks hf. á Dalvík. Tréverk fékk tvær lóðir í vetur undir raðhús og Bragi sagðist vilja taka þátt í þessu því honum litist ekkert á það að aðilar úr Reykjavík (Viðar hf.) kæmu til Dalvíkur og byggðu. „Ég er ekki viss um að Akureyringar yrðu - raðhúsaíbúðir í startholunum en mikil hreyfing væri á markað- inum. Hann sagði einnig að stærri íbúðirnar með bílskúrnum væru ekki út úr myndinni, ef fólk ánægðir ef aðilar sunnan úr Reykjavík kæmu þangað og byggðu 100 íbúðir, sem er svipað hlutfall og þessar 10 sem þeir ætla að byggja hér,“ sagði Bragi. Ekki sagðist hann heldur vera ánægður með það að Akur- eyringar (Híbýli) fengju umyrða- laust verkefni á Dalvík s.s. nýbyggingu fyrir Sæplast. „Pað verður að sporna við því að utan- aðkomandi aðilar yfirtaki bygg- ingamarkaðinn hér, það er óþol- andi að svona lagað skuli geta gerst,“ sagði Bragi. Bragi sagði að þeir hjá Tré- verki væru síður en svo hættir við að byggja í sumar. Þeir væru að fara í gang með að auglýsa íbúðir og settu traust sitt á minni íbúð- irnar. Þær hentuðu vel þeim sem væru að kaupa í fyrsta sinn og þær væru líka hentugar til leigu, vildi kaupa þá myndu þeir byggja. Það stefnir því greinilega í mikið byggingasumar á Dalvík. SS Kísiliðjan við Mývatn: Jámiðnaðarmenn gengu út - vegna deilna um verksvið Allir járniðnaðarmenn við Kís- iliðjuna hf. við Mývatn, 10 að tölu, gengu út í gærmorgun. Astæðan er ágreiningur við forráðamenn verksmiðjunnar Norðurlandsumdæmi eystra: Olafur settur fræðslustjóri - fleiri bókanir gerðar en kemur fram í athugasemd Þráins Þórissonar, segir Magnús Stefánsson Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra setti í gær Ólaf Guðmundsson skólastjóra á Egilsstöðum í embætti fræðslustjóra í Norðurlands- umdæmi eystra. Umsækjendur um starfið voru auk Ólafs þeir Sturla Kristjánsson fyrrverandi fræðslustjóri umdæmisins og Guðmundur Ingi Leifsson fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis vestra. „Ég neitaði að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við endur- ráðningu Sturlu I fræðslustjóra- starfið og ítrekaði það í bókun, að ég styddi Ólaf Guðmundsson, þar sem beiðni minni um at- kvæðagreiðslu var ekki sinnt.11 Það er því rangfærsla hjá Þráni að ekki hafi komið fram neinar aðrar bókanir, ályktanir eða til- lögur á fundinum," sagði Magnús Stefánsson frá Fagraskógi í gær, en hann á sæti í Fræðsluráði Norðurlandsumdæmis eystra. í gær birtist grein í Degi eftir Þráinn Þórisson, formann Fræðsluráðs, um fræðslustjóra- málið. Þar segir Þráinn að engin atkvæðagreiðsla hafi farið fram á fundi Fræðsluráðs og tvær bókan- ir gerðar. Þá hafi sex fræðsluráðs- menn skrifað undir og samþykkt ályktun þess efnis að þeir styðji umsókn Sturlu Kristjánssonar um starfið. Með því að nefna þá sex með nafni, sem skrifuðu und- ir ályktunina, upplýsir hann í raun hver sjöundi aðilinn er, því í ráðinu sitja sjö fulltrúar. „Það er rangt, að ekki hafi ver- ið gerðar fleiri bókanir eða born- ar upp fleiri tillögur en kemur fram í grein Þráins. Fundargerðir Fræðsluráðs eru opnberar og hægt er að ganga úr skugga um þetta, hvenær sem er. Hvað varð- ar þagnarbindindið um þessi mál þá koma svo margir við sögu, bæði hér fyrir norðan og suður í ráðuneyti, að fréttir af málum hljóta alltaf að síast út. Það kem- ur mér á óvart á Þráinn segi, að ekki hafi verið gerðar fleiri bókanir en þær, sem hann telur upp í grein sinni. Það er ekki beint hægt að segja að atkvæða- greiðsla hafi farið fram en ég ítrekaði það tvisvar eða þrisvar á fundinum að gengið skyldi til atkvæða. Það var ekki gert því beiðni mín um atkvæðagreiðslu var aldrei tekin fyrir sagði Magn- ús Stefánsson. EHB/ET um verksvið iðnaðarmanna annars vegar og ófaglærðra verkamanna hins vegar. í Kísiliðjunni er nú unnið að viðhaldsstörfum líkt og alltaf er gert vor og haust. Við þessi störf vinna bæði faglærðir og ófaglærð- ir og til þessa hefur ekki komið til deilna um verksvið þessara tveggja hópa. Reynir Sigurðsson trúnaðar- maður járniðnaðarmannanna sagði í samtali við Dag að undan- farin ár hefði þetta smám saman verið að þróast út í það sem nú hefur gerst, að verkamenn séu komnir inn á verksvið iðnaðar- manna. Reynir sagði að málið snerist alls ekki um það að þeir misstu vinnu vegna þessa heldur væri þetta „prinsipmál“. Reynir sagði að þeir myndu mæta nú í dag og sjá til hvort eitthvað hefði breyst. I gær funduðu þeir með sér um málið. Róbert B. Agnarsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar sagð- ist vonast til að þetta mál leystist í rólegheitum en hann eins og Reynir sagði það vera á við- kvæmu stigi. Róbert sagðist myndu ræða við mennina í dag um lausn málsins. ET

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.