Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, föstudagur 10. júlí 1987 Geoff Capes stendur best að vígi eftir fyrri keppnisdag á Yikingaleikunum á landsmótinu á Húsavík. Mynd: kk Landsmót á Húsavík: Capes stigahæstur á Víkmgaleikunum Eyjafjarðarsvæðið: Frjósamar refalæður Ef það er rétt sem kom fram í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld að sunnlenskar refalæður hafi gotið að meðaltali 2 hvolpum í ár þá er útlit fyrir að eyfirskar refalæður séu allt að þrisvar sinnum frjósamari en stöllur þeirra á Suðurlandinu. Enn Iiggja ekki fyrir endanlegar töl- ur fyrir svæðið en Ævarr Hjart- arson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar áætlar að meðal- talið sé milli 5 og 6 hvolpar á hverja læðu. „Ef þetta er komið yfir 6 hvolpa á hverja læðu getur mað- ur talað um mjög góðan árangur. í fyrra var meðaltalið 6,5 hvolpar en þetta er trúlega eitthvað slak- ara í ár. Sennilega eru fleiri fædd- ir hvolpar nú en í fyrra en van- höld hafa verið heldur meiri þannig að ég býst við að það verði heldur færri hvolpar til nytja þegar upp verður staðið,“ sagði Ævarr. Reiknaði hann þó með að þetta væri með því besta sem gerðist á landinu. Muninn á svæðunum virðist mega rekja til fóðursins en það er eini sameiginlegi þátturinn yfir svæði hverrar fóðurstöðvar. Fóðrið hér um slóðir kemur frá Fóðurstöðinni á Dalvík og nær svæði hennar yfir Eyjafjarðar- svæðið, austur í Fnjóskadal og út í Ólafsfjörð. Sagði Ævarr stöðina hafa skilað mjög góðu og stöðugu fóðri. Aðspurður um hinn óvenju- mikla hvolpadauða sagði Ævarr erfitt að segja af hverju hann stafaði. Þó væri hugsanlegt að enn vantaði eitthvað í fóðrið auk þess sem nokkur vanhöld hefðu orðið eftir hina miklu hita í maí. JHB Hjá Slippstöðinni hf. á Akur- eyri er nú á lokastigi hönnun tveggja skuttogara. Að sögn Gunnars Ragnars forstjóra stöðvarinnar er um að ræða skuttogara sem verða að öllum líkindum útbúnir sem fjöl- veiðiskip. Skipin verða um 35 metra löng og rúmlcga 200 tonn að stærð. Ef af smíði skipanna verður mun hún hefj- ast með haustinu og taka um 8 mánuði. „Það er ljóst að nú er hafin talsverð endurnýjun á þessari stærð skipa. Það er líka alveg ljóst að það er ekki hægt að reka fyrirtæki af þessari stærð öðruvísi en að vera með einhverjar ný- smíðar. Þetta hefur margsinnis Það var glaðasólskin og nær tuttugu stiga hiti um miðjan daginn í gær þegar keppendur og gestir landsmótsins fóru að streyma til Húsavíkur. Umferð verið sagt og hefur ekkert breyst,“ sagði Gunnar. Léleg lánafyrirgreiðsla hefur verið eitt þeirra atriða sem standa innlendum skipasmíða- iðnaði fyrir þrifum og sagði Gunnar að verið væri að athuga möguleika á betri lausn þeirra mála. Hvað hugsanlega kaupendur varðar sagði Gunnar að ekkert væri fastbundið með það en rætt hefði verið við nokkra innlenda aðila. Eins og áður segir er um að ræða aðila sem huga að endurnýjun skipa sinna enda fæst ekki kvóti fyrir ný skip. Ekki er ljóst hvert verð skipanna verður en það ræðst að miklu leyti af því hvaða tækjum þau verða búin. minni og stærri bifreiða til bæjarins jókst eftir hádegið og um fjögurleytið kom fyrsta af fimm farþegavélum Flugleiða, fjórar vélanna komu frá „Þetta er allt saman mjög óljóst en svo smellur þetta kannski allt saman einn góðan veðurdag," sagði Gunnar. Síðustu nýsmíðaverkefni Slippstöðvarinnar voru rað- smíðaskipin svokölluðu en því síðasta var skilað um mánaða- mótin febrúar-mars. Síðan þá hefur stöðin eingöngu fengist við breytingar og viðhaldsverkefni og eru breytingarnar á Sléttbak þungamiðjan í starfseminni sem stendur. Að sögn Gunnars er verkefna- staðan hjá fyrirtækinu nokkuð góð fram á haustið en gert er ráð fyrir að breytingum á Sléttbak ljúki í ágúst. Þá þarf eitthvað annað að koma í staðinn. ET Reykjavík en ein frá ísafirði. Marglit tjöld spruttu upp eins og blóm úr grasinu á tjaldstæð- unum og eftirvæntingin lá í loftinu enda margt á dagskrá um helgina. Útvarp Húsavík, sérstakt stað- arútvarp vegna landsmótsins hóf útsendingar um hádegið, en mótsdagana verður útvarpað frá kl. 8.00 á morgnana til 20.00 á kvöldin. Sagt verður frá úrslitum mótsins, hvað er að gerast á hverjum tíma, leikin er tónlist og lesnar tilkynningar. Síðdegis í gær hófst keppni í körfuknattleik, skák og bridds og keppt var í fjórum greinum af sjö á Víkingaleikunum. Jón Páll Sig- marsson gat ekki tekið þátt í leikunum en í stað hans mætti Magnús Ver Magnússon til keppni. Leikar fóru þannig að Capes hlaut 22 stig, Hjalti og Higgins 12 stig hvor og Magnús 6 stig. Mótið verður formlega sett í kvöld kl. 20.00. Margt er á dagskrá landsmótsins í dag, um hádegi lýkur Víkingaleikunum. Starfsíþróttir hefjast kl. 9.00 með dráttarvélarakstri og í dag verða einnig hestadómar og línubeiting á dagskrá. Á morgun kl. 14.00 verður keppt í spjótkasti karla og þar munu m.a. leiða saman hesta sína Einar Vilhjálmsson frá ÚÍA og Dalvíkingurinn Sigurður Mattíasson sem keppir fyrir UMSE. Einar setti nýtt íslands- met á dögunum og er til alls lík- legur á Húsavík. KK/IM Slippstöðin hf.: Stefnt að smíði tveggja skuttogara með haustinu - „ekki hægt að reka fyrirtæki af þessari stærð án nýsmíða“ segir Gunnar Ragnars forstjóri 128. tölublaS llú á að útrýma tsetse- flugunni 8-9 Bóndinn er atvinnu- rekandi og bissnes- maður 10-11 heimsókn í reiðskóla 14-15 Mjög erfitt að vinna Capes - segir Jón Páll á línunni 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.