Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 8
8-DAGUR-1D. júlí 1987 af erlendum vettvangi. Lagt til baráttu við eina skæðustu plágu Aíríku: vötn, aðrar þola miklu þurrara umhverfi, t.d. savannasvæðin. En öllum er þeim það samcigin- legt, að það verður að vera ein- hver gróður og skuggi, þar sem þær búa. Fæðir af sér eina lirfu í hvert skipti Flestar flugur, eins og t.d. hús- flugur og fiskiflugur, verpa þús- undum eggja. En tsetse-flugan fæðir aðeins eina lirfu í hvert skipti, og hún hefur gengið í gegnum öll sín þróunarstig í einskonar móðurlífi, þar sem kirtlavökvi hefur séð henni fyrir næringu. Lirfan fæðist í þennan heim á skuggsælum stað, og hún grefur sig samstundis í jörðu og púpar sig og breytist á einum mánuði í fullvaxna tsetse-flugu. Flugan lifir í nokkra mánuði, og á æviskeiði sínu elur kvenflug- an af sér mest fjögur afkvæmi. Pað sem veldur því, að stofninn helst við þó að afkoman sé ekki meiri, er að flugurnar skilja ekki lirfur sínar eftir við óviss kjör meðan þær eru í bernsku, heldur lifa lirfurnar vel varðar inni í móðurinni. Hinsvegar er aldrei um að ræða urmul af tsetse- flugum, og það er ein ástæðan til þess, að raunhæft er að tala um að útrýma þeim á ákveðnum svæðum. Sú þekking, sem menn öðluð- ust á tengslum tsetse-flugunnar við skóga og kjarr, leiddi til þess að menn lögðu veiðirifflana frá sér en tóku í staðinn axir og sagir og ruddu einfaldlega trjám og runnum burtu frá þeim stöðum, þar sem flugurnar héldu sig. Aðferðin er áhrifarík, en jafnvel ennþá hrottafengnari en skot- hríðin. Pví að nú voru ekki ein- asta lífsskilyrði flugnanna eyðilögð, heldur og lífsskilyrði ótal annarra dýrategunda. Svo að ekki sé minnst á þann skaða, sem jarðvegurinn varð fyrir eða þau vandamál vegna þurrka, sem geta fylgt í kjölfar þess að skógurinn er ruddur. Þessi aðferð hefur því verið takmörkuð svo sem hægt hefur verið, en enn er þó trjám og runnum rutt burtu á ákveðnum beltum, sem eiga að verða til varnar og draga úr hætt- unni á að sjúkdómurinn berist til svæða þar sem honum hefur verið útrýmt. Fyrir rúmlega 40 árum hófst nýtt tímabil í baráttunni við skordýrin. Þá kom DDT, fyrsta tilbúna eiturefnið á markaðinn. Nú höfðu menn í höndunum ódýrt efni, sem gat með góðum árangri unnið á tsetse-flugunum án þess að grípa þyrfti til skot- vopna, skógarhöggs eða elds, og virtist ekki valda miklum skaða á umhverfinu. Stórir vinnuflokkar með sprautukúta á baki réðust einfald- lega að dvalarstöðvuin flugnanna með eitri, og árangurinn var víða góður, m.a. í Nigeriu, Uganda og Kenya. Eftir því sem íbúum fjölg- Ætlunin er að vinna í eitt skipti fyrir öll á þeim blóðsugum, sem dreifa sjúkdómum um Afríku. Umfangsmikil alþjóðleg áætlun miðar að því að losa stór landsvæði í Afríku við tsetse-fluguna, sem ber dauðann með sér. í baráttunni nota líffræðingar bæði eitur og vitneskju um lifnaðarhætti flugnanna. Nú stendur til að útrýma tsetse-flugunni í Afríku, og hefur mikil efnahagsaðstoð fengist í því skyni, m.a. frá löndum Evrópu- bandalagsins. Tsetse-flugan er alvarlegasta vandamál Afríku ásamt hungursneyð og þurrkum. Þekktar eru tuttugu mismun- andi tegundir af tsetse-flugum. Heimkynni þeirra allra eru í Afríku og þær teljast til bitflugu- ættar, sem heitir Glossina. Fljótt á litið líkist tsetse-flugan grárri húsflugu, en hún nærist á blóði. Og í staðinn fyrir mjúkan rana húsflugunnar hefur hún hvassan, hornkenndan, svartan stungu- rana, sem stendur fram úr höfð- inu eins og rýtingur. Tsetse-flugurnar eru plága vegna þess að þær geta borið með sér einfrumunga, svonefnda trypánosoma, er lifa sem sníkju- dýr í blóði manna og sumra ann- arra hryggdýra með heitu blóði. Trypanosomarnir eru viðsjár- verðir, og þeir geta valdið tveim- ur mjög alvarlegum sjúkdómum: afrískri svefnsýki hjá mönnum og nagana-veiki í hrossum og naut- gripum. Sjúkdómarnir koma til af því, að sníkjudýrin berast inn í mið- taugakerfið, þar sem þau geta valdið heilabólgu og henni fylgir doði, deyfð og megrun. Þetta ástand getur reynst hættulegt. Ef tsetse-fluga stingur rana sín- um í húðina á manni, sem er með trypanosoma í blóðinu, sýgur hún eitthvað af þeim til sín með blóðinu. Þeim fjölgar ört í þörm- um flugunnar og eftir nokkrar vikur leggja þeir leið sína upp í munnvatnskirtla hennar, og eftir það getur flugan spýtt þeim í esta fórnardýr sitt. Eins og rg önnur skordýr, sem sjúga ð, spýtir tsetse-flugan í sárið á a tíma og hún sýgur blóðið til Það geta auðveldlega borist 000 trypanosomar með einni ; nspýtingu frá flugu. Eftir bitið finnst fyrir litlum, aumum þrymli í holdinu, þar sem trypanosom- arnir fjölga sér. Út frá þessum þrymli berast þeir smátt og smátt inn í blóð- og sogæðakerfi líkamans. Sjúkdóminn má í flestum tilfellum lækna, ef menn komast undir læknishendur meðan hann er á byrjunarstigi. En lækningin er ekkert mildileg. Stundum verður meðferðin ein mönnum að fjörtjóni, og talið er, að um það bil 10 prósent þeirra, sem sýkjast af þessum sjúkdómi, látist. , Trypanosomar finnast í blóði jarðsvína, vatnahesta, antilópa, villinauta og fleiri dýra, sem lifa villt á þeim landsvæðum, þar sem tsetse-flugan flýgur um. En þau hafa áunnið sér náttúrulegt mót- stöðuafl og veikjast ekki af völd- um sníklanna. Það fer allt á annan veg, þegar sníklarnir ber- ast í búpeninginn. Tömdu dýrin þrífast þá illa og sjúkdómurinn veldur dauða þeirra í stórum stíl. Það er hægt að svelta tsetse-fluguna í hel Það var á árinu 1901, sem mönn- um varð ljóst, að það eru tsetse- flugurnar, sem bera trypanosom- ana milli manna og dýra. Síðan hefur höfuðáhersla verið lögð á að útrýma sjúkdómnum með því að berjast gegn flugunum. Mikl- um tíma og fjármunum hefur verið varið til að kanna lifnaðar- hætti þeirra og leita ráða, sem dygðu í baráttunni gegn þeim. Fyrsta aðferðin varð mönnum þó ljós fyrir hreina tilviljun. í upphafi þessarar aldar herjaði nautapest í Afríku og drap bókstaflega sagt allan búpening og villidýr á stórum svæðum. Þá kom það í Ijós, að um leið og þessi dýr voru dauð, hurfu tsetse- flugurnar líka. Þær höfðu einfald- lega ekkert til að lifa á. Þegar villidýrastofninn fór aftur að komast á legg, komu flugurnar líka, og mönnum varð ljóst, að villidýrin höfðu aðdráttarafl fyrir flugurnar. Afleiðingarnar urðu fjöldamorð á villidýrum í stórum hlutum Afríku. Aðferðin er árangursrík á marg- an hátt. Með henni gerist hvort- tveggja í senn, að fjarlægðar eru þær birgðir trypanosoma, sem villidýrin hafa í blóði sínu, og fæðubirgðir tsetse-flugunnar. Þessum hörkulegu drápsherferð- um hefur þó verið hætt, en aðferðinni er þó sífellt beitt á útjöðrum svæða, sem laus eru við tsetse-flugur, til að forðast smit- un frá sýktum svæðum. Nú er villidýraherferðin heldur ekki eins harðsvíruð, því að það hefur komið í ljós, að tsetse-flug- ur eru býsna matvandar. Ef menn þekkja, hverjir eru uppáhaldsréttir þeirra, geta þeir látið nægja að skjóta einmitt þær tegundir, sem sjá tsetse-flugun- um fyrir fæðu á því landsvæði. Það hefur einnig komið í Ijós, að hinar mismunandi tegundir tsetse-flugna gera ólíkar kröfur til umhverfisins. Sumar lifa í þéttum skógunt í nánd við ár og Nú á að^útryma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.