Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. júlí 1987 Ferðaþjónusta bænda: „Mikil fjölgun íslend- inga sem gista" - segir Erla Gerður Sveinsdóttir sem rekur gistiheimilið að Ytri-Vík Á vegum Ferðaþjónustu bænda eru rekin fjögur gistiheimili í Eyjafirði, að Torfufelli, Syðri- Haga, Pétursborg og Ytri-Vík. Dagur hafði samband við Erlu Gerði Sveinsdóttur sem á og rekur gistiheimilið að Ytri-Vík á Árskógssandi til að forvitnast um það hvernig horfði með sumarið. „Það lítur mjög vel út og mikið er um bókanir alveg út ágúst,“ sagði Erla. Þetta er fimmta sumarið sem gistiheimilið að Ytri-Vík starfar yfir sumartím- ann og sagðist Erla sjá mikla aukningu frá ári til árs. „Sérstak- 'lega er áberandi hvað íslendingar eru farnir að nota sér þessa þjón- ustu í auknum mæli. Fyrsta sumarið voru hér nær eingöngu erlendir ferðamenn en nú eru íslendingar í meirihluta,“ sagði hún. Síðastliðið sumar voru seld- ar 280 gistinætur að Ytri-Vík en rúm eru fyrir 16 manns. Auk gistingar og matar bjóða gistiheimili á vegum ferðaþjón- ustunnar ýmsa aðra þjónustu. Að Ytri-Vík er til að mynda boðið upp á hestaleigu, bátsferðir og seglbretti auk þess sem fjaran nýt- ur mikilla vinsælda. Þá er flesta sunnudaga kaffihlaðborð sem er mikið sótt ET Alþýöubankinn: Haraldur Ingi sýnir Mennigarsamtök Norðlendinga og Alþýðubankinn kynna að þessu sinni myndlistarmanninn Harald Inga Haraldsson: Haraldur er fæddur 12. nóv. 1955, hann lauk stúdentsprófi frá Akureyri 1976. 1978 heldur hann til höfuð- borgarinnar og innritast í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands sama ár, þaðan útskrifaðist hann úr nýlistadeild 1981. 1982 siglir Haraldur til Hol- lands í framhaldsnám. Þar er hann við nám næstu þrjú árin. Að þessu námi loknu flytur hann til Akureyrar og stundar list sína þar. Haraldur hefur kennt við myndlistardeild Myndlistaskól- ans á Akureyri. Helstu sýningar: Rauða húsið á Akureyri 1981. Einkasýning, þar sýndi hann tvisvar, Nýlistasafnið 1983 (sam- sýning ), Bjarg Akureyri 1986 (samsýning),Nýlistasafnið 1987 (einkasýning). Á listkynningunni í Alþýðu- bankanum á Akureyri eru átta verk, unnin í akryl, pastel og blek. Kynningin er í húsakynnum bankans að Skipagötu 14 og stendur hún til 7. ágúst 1987. Sól h.f.: Islenskir gosdrykkir í plastdósum á markaðinn - Hugvit og búnaður frá 11 þjóðlöndum sameinað í framleiðslukerfinu - Golíat í vinnu hjá Davíð Fyrirtækið Sól h.f. hefur nú blandað sér í samkeppnina á gosdrykkjamarkaðnum, því um helgina koma á markaðinn gosdrykkir undir nafninu Sól- gos. Gosdrykkjaframleiðsla Sólar h.f. markar að mörgu leyti tímamót í þessum „bransa“, því uppskriftirnar eru að öllu leyti íslenskar og umbúðavélamar era þær einu sinnar tegundar í heiminum. Að sögn Davíðs Scheving Thorsteinsson framkvæmda- stjóra hefur undirbúningur þess- arar framleiðslu staðið í þrjú ár og alls hefur hann farið 67 sinn- um til útlanda frá því í ársbyrjun 1984 til að undirbúa jarðveginn. Gosið er sett á plastdósir, bún- ar til úr náttúrulegum efnum, þeim sömu og eru í andrúmsloft- inu. Þær eru framleiddar úr tveimur lögum af efninu PET (terelyne) en á milli laga er þunn himna úr nyloni, sem styrkir dósirnar og veitir innihaldinu aukna vemd. Vélarnar sem fram- leiða dósirnar eru ættaðar frá Japan. Fyrst búa vélarnar til flöskur sem síðan er breytt í dósir með því að skera flöskuhálsinn af í þar til gerðri vél. Sól h.f. er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem tekur þessa tækni í þjónustu sína. Umbúðirnar hafa þann eiginleika að þær má brenna að notkun lokinni, án mengunarhættu, en hingað til hefur það verið visst vandamál þegar einnota umbúðir eru annars vegar. Jafnframt er tekin í notkun framleiðslukeðja með vélbúnaði frá samtals 11 löndum og býr íslenskt hugvit að baki samsetn- ingu og vali búnaðar. Löndin eru ísland, Holland, Japan, Frakkland, Spánn, England, Svíþjóð, Bandaríkin, Þýskaland, Venezuela og Sviss. Ein vélin smeygir miðahólki yfir dósirnar en önnur festir mið- ana á með hitablæstri. Þá tekur við áfyllingin, en auk þess að fylla á dósir, getur vélin fyllt á 1,5 lítra plastflöskur. Ein vélin sér um að þvo og þurrka ílátin, önn- ur sér um blöndun sykurs og bragðefna og er blöndunarkerfið byggt á íslenskri hönnun. Því næst tekur við vél sem annast völsun dósaloka. Þá hefst vélrænt eftirlit, þar sem fylgst er með að allt sé með felldu, og dósum sjálf- virkt hafnað ef eitthvað hefur brugðið út af. Loks eru dósirnar þurrkaðar og festar saman, sex og sex í pakkningu. Fjórar slíkar pakkningar fara saman í kassa- botn og enn ein vélin sér um að' pakka plastfilmu utan um. Kass- arnir raðast sjálfvirkt á bretti og þau fara síðan á færibandi og lyftu frá pökkunarsal og niður á neðri hæð hússins. Þar tekur sjálfvirkt sporvélmenni við brett- unum og setur tóm bretti á færi- Hugað að stýribúnaðinuin. Kristján, Olgeir og Hörður dæla lofti í gúminíbát sinn. Ef enginn fyndist reykti silungurinn í Króksvatni var jafnvel á döfinni að athuga hvort graflaxinn biti einhvers staðar á. Mynd: vg Ætlum að,veiða reyktan silung" - Spjallað við glaðbeitta veiðimenn, sem fundu ekki vatnið sem Deir ætluðu aðveiðaí Fyrir utan Esso skálann á Þórshöfn voru á dögunum þrír drengir að bisa við að dæla lofti í gulan gúmmíbát. Þetta voru húsvískir sjómenn, sem voru á leiðinni á silungsveiðar á Krókavatni, en það mun vera á Brekknaheiði, að því er þeir tjáðu blaðamönnum. „Við ætlum að veiða reyktan silung," sögðu þeir glaðbeittir. Höfðu jafnvel hug á að prófa hvort einhvers staðar væri hægt að renna fyrir graflax. Annars heita piltarnir, Kristján, Olgeir (með sólgler- augu) og Hörður. Þeir eru eins og áður sagði húsvískir sjómenn og eru á Snæfara RE 76, Geira Péturs ÞH 344 og Sigþóri ÞH 100. Ekki sögðu þeir ákveðið hvað þeir ætluðu að vera lengi. „Það fer eftir því hvað matarbirgðir okkar endast," sögðu þeir og bættu svo við að þeir hefðu í hyggju að grilla aflann. „Það er ágæt veiði í vatninu. í vetur veiddust 100 silungar þar í gegn- um ís. Við erum bjartsýnir á að veiða vel.“ Þannig að ekki er gott að segja hversu lengi þeir gætu dvalist á heiðinni. Hins vegar voru þeir í sumarfríi og sögðu síður en svo lciðinlegt að fara að veiða þó svo það væri líka þeirra atvinna. „Þetta er sport, en á hin- um veiðunum lifum við,“ sagði Kristján, brosti sætt og dældi af kappi. Það gekk annars dálítið brös- uglega að dæla loftinu í bátinn, en að lokum gekk það og lagt var af stað. Næst er það svo af drengjum þessum að segja að svo sem eins og fjórum tímum síðar sátu þeir í hinum sama Esso skála og áður er nefndur og borðuðu hamborg- ara allir þrír. Og hvers vegna skyldu þeir ekki hafa í makindum setið yfir grilluðum silung upp við Krókavatn? „Við fundum ekki vatnið.“ mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.