Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 11
10. júlí 1987- DAGUR- 11 fhóli í l\Zliðfiröi í \siöta.li Banna móttöku mjólkur umfram fullvirðisrétt - Og hvað á framleiðsluráðið að gera, að þínu mati? „Það á hreinlega að banna stöðvunum að taka við mjólk umfram fullvirðisrétt. Bændur fengu að vita á síðasta ári hvað þeir mættu framleiða, í fyrsta skipti fyrirfram. Og þá eiga þeir náttúrlega að miða sfna fram- leiðslu við það að endar nái saman. Ég tel að framleiðsluráð eigi að fylgja þessu eftir með því að banna samlögunum, eða að öðrum kosti að gera þau ábyrg, fyrir þeirri vöru sem þau taka við umfram fullvirðisrétt.“ - Þýðir þetta ekki að bændur þurfi að skera niður kúastofninn hjá sér í stórum stíl? • „Ég er búinn að fækka hjá mér og það er mikið betra að fækka kúnum, því að bóndinn hann græðir ekkert á því þó hann hafi fleiri kýr og framleiði mjólk fyrir ekki neitt. Hann getur sparað sér rekstur með því að láta dæmið ná saman. Við getum ekki gert kröfu á það að samfélagið borgi fyrir mjólk sem samlagið fær fyrir ekki neitt.“ - Hvaða breytingar telur þú þá að sé nauðsynlegt að gera á þessu kerfi eins og það er í dag? „Stjórnin á að vera stjórn og þarna á hún t.d. að grípa inní á þann hátt sem ég sagði áðan, að banna stöðvunum að taka við mjólkinni eða gera þær ábyrgar." - En er einhver leið til að minnka milliliðakostnaðinn? „Það hlýtur að vera. Með svona minnkandi framleiðslu þá verður að taka á vinnslustöðvar- málunum. Við getum ekki verið með stöð eins og t.d. á Hvamms- tanga sem getur unnið á milli sex og sjö milljónir lítra á ári en fær kannski um tvær og hálfa milljón lítra á ári. Svipað dæmi er með mjólkurstöðina í Borgarnesi. Sennilega gæti Borgarnes unnið bæði mjólkina frá Hvammstanga og Búðardal. Á Selfossi er hægt að vinna meira en gert er og rnik- ið meira á Akureyri. Það verð- ur ekki hægt til frambúðar að halda uppi svo háum milliliða- kostnaði að stöðvarnar geti borið sig á þessu magni.“ Hægt að fá meiri hagkvæmni út úr fjárfestingunni - Nú virðist stefna t' það að vinnslustöðvunum verði fækkað. Mun það verða til þess að milli- liðakostnaðurinn minnki? „Það er hægt að fá meiri hag- kvæmni út úr þeirri fjárfestingú sem starfrækt verður." - Hvaða aðilar sitja þá uppi með þær stöðvar sem verða tekn- ar úr rekstri? „Það er ein afleiðing stjórnun- arinnar í landbúnaði og það hlýt- ur t.d. framleiðsluráð og land- búnaðarráðuneytið að þurfa að taka á sig. Þegar farið verður í að fækka stöðvum þá hlýtur að verða að taka þær stöðvar úr notkun sem eru elstar og þær sem gengur verst að markaðssetja sína framleiðslu. Það má ekki einblína á staðsetninguna. Sam- göngukerfið er orðið það gott að það er til dæmis ekkert mál að flytja mjólkina frá Blönduósi til Hvammstanga og jafnvel frá Hvammstanga til Borgarness." - En svo við snúum okkur aðeins að dilkakjötinu. Eru milli- liðirnir þar ekki óþarflega margir? Yrði ekki sá kostnaður minni ef kjötið væri unnið meira hjá viðkomandi sláturhúsi og síð- an sent þaðan beint í búðirnar? „Það á að vinna kjötið meira á staðnum og halda þannig líka vinnunni heima í héruðunum. Mér finnst það voðalegur galli á samvinnuhreyfingunni hvað hún er gjörn á að draga allt suður. Mér finnst það helvíti hart eins og t.d. með mjólkurstöðvarnar, að það er ekki orðið hægt að flokka mjólk og fitumæla hana nema suður í Reykjavík. Við fáum tölvuútskriftir frá einhverri rannsóknarstofu mjólkuriðnað- arins suður í Reykjavík, á því hvernig mjólkin flokkast. Fyrir þetta þurfa samlögin náttúrlega að borga og fjármagnið fer suður, og svona er þetta í allt of mörgum tilfellum. Bókhald kaupfélaganna er sent suður og fyrir þetta aílt er borgað stórfé, svo eru landsbyggðarmenn alltaf að æpa á ríkið og segja að það verði að skaffa aukin atvinnu- tækifæri, þegar við erum búin að senda þau suður. Þetta er alveg eins með fjár- magnið. Ef maður biður um fé þá er yfirleitt greitt með ávísun á banka í Reykjavík, því þau ávaxta sitt fé í gegnum Samband- ið sem nýtir það til fjárfestinga í Reykjavík eða ávaxtar það í Samvinnubankanum í Reykja- vík.“ - Nú tölum við eingöngu um Sambandið, en væri þetta eitt- hvað betur komið í höndum einkaaðila? „Ég er ekki að segja að þetta væri neitt betra í höndum einka- aðila, kerfið er orðið svona. Þetta skapar stóraukið veltufé á suðvesturhorninu og ég tel að þetta væri mikið betur komið úti á landsbyggðinni og þau gætu ávaxtað þetta í bönkunum úti á landi. Ekki skortir nú bankana, en peningarnir eru alltof mikið dregnir suður og einmitt af lands- byggðarmönnum." Ríkisafskipti virka Ietjandi - Er afkoma bænda slík að þeir þurfi að væla svona mikið eins og manni virðist oft að þeir geri? „Afkoma bænda er ákaflega misjöfn og eins og ég sagði veltur afkoman mikið á bóndanum sjálfum, hvað hann stendur sig vel í stykkinu." - Nú sér ntaður þegar maður er á ferð um sveitir landsins að á flestum bæjum er mikið af vélunt og tækjurn og víða eru tveir eða fleiri bílar á heimili. Samt er það svo að það setn oftast heyrist frá bændum á opinberum vettvangi að þetta eða hitt verði að gera fyrir bændur svo þeir komist af. Ér ekki bara búið að venja menn á einhvers konar ríkisforsjá, er staða þeirra ekki talsvert betri en af er látið? „Mjög mikil ríkisafskipti eins og er til dæmis í Rússlandi, leiða til þess að sjálfsbjargarviðleitnin slævist og það er ákaflega athygl- isvert að nú er Gorbatsjov að auka einstaklingsframtakið til þess meðal annars að reyna að lífga við efnahaginn. Þeir eru loksins farnir að sjá það að ríkis- afskiptakerfið, það skapar aldrei þau lífskjör sem hið frjálsa hag- kerfi getur gert.“ - Er það ekki eitthvað svipað sem hefur verið að gerast hér, þ.e. of mikil ríkisforsjá? „Að nokkru-l^yti. Framleiðslu- stjórnun hún drepur niður fram- leiðni í landbúnaði, vegna þess að menn fá ekki að nýta fjárfest- inguna.“ Byggði það sem mér sýndist - Nú ert þú sjálfur með stórt fjós sem ekki er nærri fullnýtt. Viss- irðu ekki að þú værir að byggja of stórt þegar þú reistir fjósið? Er það ekki dæmi um offjárfest- ingu? „Ég spurði náttúrlega kerfið ekkert að því hvað ég mætti byggja og byggði það sem mér sýndist, á mína ábyrgð. Ég tók ekki lán þannig að ég þarf ekki að vera að kvarta yfir kerfinu. Hér var mikið bú með tæp 900 ærgildi í búmarki 1978 á það höf- um við aldrei fengið neina aukn- ingu þó hér færu bændur úr ein- um í tvo. Við fengum ekki fram- leiðsluaukningu á þeim forsend- um að við tókum ekki lán til að byggja hér fjós og hlöðu. Þetta er svolítið sérstakt kerfi. Það miðast við það að menn séu nógu aumir. Ef þeir eru nógu illa staddir, þá fá þeir framleiðsluaukningu, hvort sem þeir eru menn fyrir henni eða ekki. Og þeir fá lán upp á væntanlega framleiðslu- aukningu, þannig að kerfið virk- ar letjandi að því leyti, að menn reyni að standa sig. Það er alltaf verið að bjarga þeim sem minnst- an áhuga hafa á því að bjarga sér sjálfir. Það er verið að reyna að halda þeim í stéttinni. sem ættu ekki að vera í henni.“ - Nú sé ég þegar ég kem hér að Skarfhóli að þú virðist búa vel, að minnsta kosti sé tekin við- miðun af góðu íbúðarhúsi og bíl sem flestir fyrirmenn veraldar myndu telja sig vel sæmda af. Er afkoman svona góð? „Ég þarf í raun og veru ekki að kvarta. Ég er ákaflega lítill kerf- ismaður og ég hef farið mikið mínar eigin leiðir. Ég hugsa ekki eins og margir bændur sem leggja inn í kaupfélagið, taka út í kaup- félaginu og spyrja svo bara hvernig staðan er í árslok. Ég held að það séu allt of margir bændur sem að halda að verslun- arfyrirtækið, hvort sem það er kaupfélagið eða eitthvað annað, hugsi fyrir sig. Bændur verða að hugsa um sinn hag sjálfir og ég hef haft það þannig í mínum rekstri, og ég held það hafi gefist vel, að ég spyr fyrst um verðið og kaupi þar sem varan er ódýrust, í gegnum sem fæsta milliliði." - Fórstu þannig að t.d. þegar þú byggðir húsið? „Já ég lagði á mig töluverða vinnu við það að kaupa efnið þar sem ég fékk það ódýrast. Ég keypti efni frá ýmsum stöðum, eins og Akureyri, Sauðárkróki og Reykjavík og ég tel mig hafa byggt mjög ódýrt og vandað hús og það getur skipt tugum prós- enta í byggingarkostnaði sem menn geta sparað með svona lög- uðu.“ Hvað er brýnast að gera? - Hvað sýnist þér að sé brýnast að gert verði í lanbúnaðarmálun- um í nánustu framtíð? „Ég tel að það þurfi að taka mjög verulega á markaðsmálun- um. Við verðum annað hvort að vinna markað eða að minnka framleiðsluna. Við getum ekki haldið áfram á þessari uppsöfn- unarbraut. Það verður öllum til tjóns og endar með skelfingu, ég er viss um það. Þegar jafnvægi hefur verið náð, þá er mjög mikilvægt að inissa ekki tökin á því eins og mér virðist að geti verið að ske í t.d. svínakjöts- framleiðslu." - Er það þá ekki bænda sjálfra að gæta þess að þetta jafnvægi haldist eftir að því verður náð? Þá á ég við bændasamtökin eða stéttarfélagið ykkar. „Þeir hata bara aldrei tekið á því af neinni festu vegna þess meðal annars kannski, að það eru alltaf svo margir aðilar sem þarf að hygla. Það næst aldrei markviss stjórn með því að vera alltaf að hygla þessuin og hinum.“ - Fengu ekki bændur tækifæri til stjórnunar með tilkomu fram- leiðslugjaldsins á sínum tíma? „Jú, en þeir eyðilögðu það tækifæri vegna þess að það voru svo margir sem var verið að hygla. Þess vegna varð búmarkið allt of stórt og varð að taka upp nýtt nafn og raunverulega nýtt kerfi um fullvirðisrétt. Ég tel að fóðurbætisskatturinn hafi í raun- inni aldrei verið til sem stjórn- tæki, vegna þess að hann hefur verið endurgreiddur t.d. í ali- fugla- og svínarækt, til baka út á framleiðsluna. Þarna er þetta orðin hringrás sem að náttúrlega rýrnar, þannig að þetta er ekki orðið stjórntæki. Ég tel að það hefði verið betra að fella fóður- bætisskattinn niður heldur en að vera að þessu hringsóli með hann." Ekur um á topp bíl - Svona í lokin Jón, ertu ekkert litinn hornauga af nágrönnununt þegar þú ekur um á Mercedes Benz 500 SEL sem aðeins eru til nokkur eintök af? „Ekki hef ég nú orðið var við það.“ - Hvað gerir að þú velur að vera svo vel akandi, ertu bíla- dellukarl? „Ég hef alltaf haft gaman af kraftmiklum bílum og það er allt- af gaman að keyra góðan bíl. Ég fékk mann til að kaupa þennan bíl fyrir mig úti í Þýskalandi og hann kostaði nokkuð á aðra milljón.“ GKr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.