Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 4
4-DAGUR-10. júlí 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari. Athyglisvert erindi Á umliðnum árum hafa augu manna opnast æ betur fyrir þeim skaða sem áfengisneysla veldur. En þrátt fyrir að vís- indamenn hafi lagt fram gögn er sanna skaðsemi áfengis- neyslu er enn til hópur fólks sem ver hana og stuðlar að því með oddi og egg að auðvelda hana. í þeim hópi eru m.a. þeir sem hvetja til þess að sterkur bjór verði leyfður á íslandi og að almenningi verði auðveldað að nálgast áfengi. Fyrir skömmu var haldið á Akureyri 30. norræna bindind- isþingið. Þar voru þessi mál reifuð og óhætt er að fullyrða að þar hafi, í eitt skiptið enn, verið lagðar fram sannanir fyrir því að einn helsti bölvaldur mannkyns sé áfengi í hvaða mynd sem er. Sovétmaðurinn Nickolay S. Tchernykh flutti þar erindi og greindi frá þeim aðgerðum sem stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa tekið upp í baráttunni við áfengisneyslu í því landi. Margt athyglisvert kom fram í erindi Sovétmanns- ins og væri betra ef íslenskir ráðamenn, sem sumir hverjir a.m.k., hafa legið marflatir fyrir öllum rökum þeirra sem vilja áfenga drykki sem víðast, læsu erindi Sovétmannsins sem birt- ist í Degi 30. júní sl. Ræðumaðurinn benti á að nú þegar hafa verið settar umtals- verðar hömlur á sölu áfengis í Sovét. Áfengir drykkir eru ekki lengur seldir fólki undir 21 árs aldri og sá tími dags sem hægt er að fá áfengi keypt hefur ver- ið takmarkaður. Framleiðsla á áfengi hefur verið dregin sam- an og verksmiðjur sem áður framleiddu vín hafa nú snúið sér að annarri og nytsamari framleiðslu. Sjáist fólk drukkið á almannafæri má það búast við áminningu eða sekt. Refs- ingar við ölvunarakstri hafa verið hertar - og það sem meira er — þeir sem stuðla að slíku athæfi eiga einnig á hættu að verða refsað. Þá er lögð ábyrgð á hendur þeim sem koma ung- lingum til að drekka. Áður voru þeir dæmir í eins árs fangelsis- vist eða betrunarvinnu, stund- um var þó sekt látin duga, ef ekki var um alvarleg brot að ræða. Nú hefur sektarupphæð verið þrefölduð og fangelsisvist getur orðið allt að þremur árum. Rannsókn á sjúkrasögu alkó- hólista og stórdrykkjumanna í Sovétríkjunum leiðir í ljós að 90% þeirra hafa vanist áfengi á barnsaldri eða á unglingsárum. Það þarf í sjálfu sér ekki mikla skarpskyggni til að sjá fyrir næsta skref þarlendra í barátt- unni við Bakkus. Það verður að kenna börnum bindindissemi. Samkvæmt frásögn Nickolay er ætlunin að stórauka áróður gegn áfengisneyslu, að auð- velda - jafnvel skylda — fólk til að fara í meðferð. Hann fullyrti að hert stefna yfirvalda hefði þegar skilað árangri, en sagði jafnframt að enn væri langt í land að takmarkinu yrði náð. íslensk heilbrigðisyfirvöld munu eflaust fylgjast náið með gangi mála í Sovétríkjunum Ekki er hvatt til þess hér og nú að íslendingar gerist refsiglað- ir, en hins vegar ættu þeir hiklaust að verja mun meira fé til forvarnastarfs og hjálpa þeim sem hafa orðið illa úti í viðureigninni við áfengið. Það að rýmka um hömlur, að gera fólki auðveldara að verða sér úti um vín eða kaupa sterkan bjór er ekki spurning um frelsi. Það er spurning um að hneppa enn fleiri einstaklinga í fjötra Bakkusar með þeim afleiðing- um sem því fylgir. ÁÞ. Kristín G. Gunnlaugs- dóttir sýnir í Café Torgi Kristín G. Gunnlaugsdóttir opn- aði í gær sýningu í Kaffi-Torgi. Þar sýnir Kristín 13 mónóþrykk og eitt málverk. Mónóþrykk er einföld grafíkaðferð sem felst í því að einungis er til eitt eintak af hverri mynd. Kristín er 24 ára gamall Akur- eyringur og útskrifaðist hún frá Myndlista- og handíðaskóla íslands nú í vor. Kristín hefur áður tekið þátt í nokkrum mynd- listarsýningum. Allar myndir Kristínar á sýningunni eru til sölu og verður sýningin opin næstu daga. mþþ Steingrímur Ingason og Hafþór Hermannsson með grindina af „draumabíln- um“ á milli sín. Á þessu stigi voru mörg handtök eftir . . . bogason höfðu farið um hann höndum, var lítið eftir af upp- runalega bílnum. Hann var nán- ast rifinn niður í frumeindir sínar og síðan var skipt urh sum stykki, önnur endursmíðuð o.s.frv., allt eftir því sem andinn blés hverju sinni. Hafþór á heiðurinn af endursmíðinni en Bragi af bílvél- inni, en hana smíðaði hann Steingrímur gerir bíl sinn út frá Akureyri. Hann segir að svona útgerð kosti álíka mikið og rekst- ur meðal íþróttafélags. Hópur þjónustumanna fylgir keppnisbíl- unum eftir allan tímann og er til taks ef á þarf að halda, t.d. ef eitthvað bilar ellegar dekk springur. „Þetta hefðist aldrei nema með dyggum stuðningi ýmissa fyrirtækja," segir Stein- grímur og ber forráðamönnum fyrirtækja á Akureyri vel söguna. Þeir félagar urðu í öðru sæti í Skagarallinu sem fram fór fyrir skömmu, en sigurvegarar urðu feðgarnir Jón R. Ragnarsson og Rúnar Jónsson. Næsta stór-rall hér heima er svo hið þjóðkunna Húsavíkurrall sem haldið verður dagana 24.-25. júlí nk. Það er 10. rallið sem þeir Húsvíkingar gang- ast fyrir. „Við ætlum okkur að sigur þar að þessu sinni, enda eiginlega á heimavelli. Við lentum í 2. sæti í fyrra og leiðin liggur vonandi upp á við núna,“ sagði Steingrímur Ingasonrallkappiaðlokum. BB. „Ætlum okkur sisur í Húsavíkurrallinu" - segir Steingrímur Ingason rallkappi Bflaíþróttir njóta sívaxandi vinsælda hér á landi, þó svo leitun sé að „sporti“ sem er álíka kostnaðarsamt. Ein teg- und bílaíþrótta er svokallað rall eða „rally“ eins og það nefnist á frummálinu. Fjöl- margar rallkeppnir eru haldnar á hverju sumri hérlendis en íslenskir rallkappar hafa einnig þreifað fyrir sér í keppnum á erlendri grund, þótt enn hafi þeim ekki tekist að ná umtals- verðum árangri. Þar eru frændur okkar Finnar og Svíar efstir á blaði. Steingrímur Ingason heitir einn þeirra „bíladellukarla" sem tekið hafa miklu ástfóstri við rallið. Aðstoðarökumaður hans er Ægir Ármannsson og keppa þeir á sérútbúnum Datsun-bíl, sem fróðir menn segja að nefnist Datsun 510 eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á honum. í upphafi var þetta ósköp venju- legur bíll, en eftir að Hafþór Hermannsson og Bragi Finn- Steingrímur Ingason og Ægir Ármannsson aðstoðarökumaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.