Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 14

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 10. júlí 1987 Helgar- upplyfting Matur /<^ý'si-siír: Myndlist Vín X*l-rkV£'/ Tónlist Opið föstudag 14.00-23.30. Opið laugardag 14.00-23.30. Opið sunnudag 14.00-18.00. Matseðill laugardagskvöld: Forréttir: Hrátt Piparhangikjöt m/melónu. Karryristaður humar f rjómasósu. Villiuxahalasúpa. Fiskréttir: Rækjufylltur marhnútur „Gratin". Ristaður hlýri í cantarellusósu. Pönnusteikt karlloðna að hætti hússins. Rjómasoðinn skötuselur m/perlulauk og vínberjum. Kjötréttir: Gráðostfyllt nauta T-beinsteik. Flamberaðar lambalundir. Sveskjufylltar grlsakótilettur. Eftirréttir: Laxdalsís m/húsfriðunarsósu. Gráfíkjuæði m/rjóma. Mateiðslumeistari: Hermann Huijbens. Hinn passlegi Jazz sem vera átti í Laxdalsgarði sfðasta laugardag (féll niður vegna veðurs) verður nú á laugardaginn (ef veður leyfir) frá kl. 17.30-19.30. Matargestir sitja fyrir borðum og þjónustu meðan á tónleikunum stendur. Upplýsingar og borðapantanir í símum 22644 og 26680. Verið velkomin i Laxdalshús. Hagkvæmara að hel I u- leggja en steypa - ef um er að ræða t.d. bílaplön Nú er sá tími árs sem fólk not- ar til að vinna í görðum sínum og bílaplönum. Gjarnan útbýr fólk stéttir og sólpalla og hefur um þrjá kosti að velja í þeim efnum. Þeir eru að malbika, stcypa eða helluleggja. Nú kýs fólk helst að heliuleggja og blaðið leitaði upplýsinga um hvað á boðstólum er hjá þeim fyrirtækjum sem framleiða hellur hér á Akureyri. Hjá Hellusteypunni eru fram- leiddar 6 gerðir af hellum og auk þess kantsteinar. Að sögn Tryggva Gunnarssonar eiganda fyrirtækisins er algengast að fólk kaupi I-stein og Uni-stein til lagningar á bílaplön og gangstétt- ir. Þessar hellur eru af minni gerðinni og því þola þær meiri þunga en stærri hellurnar. Fer- metrinn af þessum hellum kostar 750 kr. Einnig er algengt að fólk noti sexkanthellur sem kosta 787,50 kr. fermetrinn. Hinar klassísku gangstéttarhellur í 20x20 Krosssteinn stærðunum 40x40 og 20x40 cm. fást einnig og kosta 780 kr. fer- metrinn. Tryggvi sagði að einnig væri hægt að fá hellurnar litaðar og væru þær um 20% dýrari en ef fólk hefði áhuga á að kaupa hvít- ar hellur væru þær um 70-80% dýrari sem lægi í því að til fram- leiðslu þeirra þyrfti hvítt sement sem flutt væri frá Danmörku og því bættist við mikill kostnaður vegna þess. Hjá Möl og sandi hófst í vor framleiðsla á gangstéttarhellum. 10x10 Stubbur 20x20 Hella 10x20 Kubbur Fyrirtækið keypti vél til þessarar framleiðslu en vegna ýmissa óviðráðanlegra orsaka dróst að framleiðslan gæti hafist en nú er allt komið á fullt. Hellurnar hjá Möl og sandi fást í 5 gerðum. Einnig eru þær fáanlegar í mis- munandi þykktum. Sama verð er á þremur þessara tegunda þ.e. krosssteini, kubb, hellu og lauf- steini, kosta 750 kr. fermetrinn þ.e.a.s. ef um er að ræða heilar hellur. Að sögn Sigmundar Ófeigssonar hjá'Möl og sandi er einnig hægt að fá hálfar hellur til að leggja utan með og jafna brúnir og eru þær dýrari. Því fer það eftir því hve stórir fletir eru sem fólk leggur hvert fermetra- verðið er endanlega. Einnig framleiðir fyrirtækið litla stubba, sem þeir kalla svo, og kosta þeir 950 kr. fermetrinn. Þessa stubba getur fólk notað með öðrum gerðum til að gera mismunandi munstur en hægt er að raða þess- um gerðum saman á mismunandi vegu. 20x20 Laufsteinn I-steinn UNI-steinn Kantsteinn 50x20x10 Til samanburðar má geta þess að rúmmetri af steypu kostar 6170 kr. og hann þekur um 5 fer- metra ef um er að ræða venjulegt bílaplan. Þannig getur verð á hvern fermetra orðið rúmlega 1200 kr. og því er hellulögnin hagkvæmari. Undirbygging fyrir bæði hellulögn og steypu er svip- uð og kostnaður því álíka mikill. JÓH Heimsókn í reiðskóla hestamannafélagsins Léttis og Æskulýðsráðs: „Hvað ungur nemur, gamall temur" Mörg börn fá snemma áhuga á hestum en erfítt er fyrir þau sem búa í kaupstöðunum að svala þessum áhuga sínum. Margir kaupstaðarbúar eiga þó hesta og má glöggt sjá merki þess hér á Akureyri hve áhug- inn er mikill þar sem stórt og myndarlegt hesthúsahverfí er fyrir ofan bæinn. En þeir sem ekki hafa aðgang að hestum hafa möguleika á að senda börn sín í reiðskóla þar sem þau fá fræðslu um hestinn og því sem hestamennskunni tengist. Hér í bæ er starfandi reiðskóli sem hestamanna- félagið Léttir sér um í sam- starfí við Æskulýðsráð Akur- eyrar Þessi reiðskóli hefur verið starfandi í hartnær 25 ár. Skólinn hefur verið fram að þessu á flakki hvað varðar aðstöðu. Hann hefur verið í Litla Garði, á Eyjafjarð- arbökkum við hesthús hesta- manna ofan við bæinn og nú síð- ast var hann við Jaðar. Nú í vor var skólinn fluttur að Hamra- borgum við Kjarnaskóg og hafa starfsmenn æskulýðsráðs og bæjarins unnið við að koma aðstöðunni upp. Æskulýðsráð og Akureyrarbær standa að kostn- aði við uppbygginguna. Fluttur var skúr ofan úr Hlíðarfjalli að Hamraborgum og í honum hefur verið útbúin aðstaða fyrir kennara, snyrting og geymsla fyr- ir hnakka og áhöld sem tengjast skólanum. Sett var upp gerði fyr- ir hestana og byrjað að leggja stíga í nágrenni skólans. Það var síðan um miðjan júní sem fyrstu námskeiðin byrjuðu. Aðsókn að skólanum er mjög asta og besta barnahesta. „Þetta verða samt að vera þýðgengir og góðir hestar, það þýðir ekkert að vera með einhverja jálka fyrir börnin," sagði Jón Matthíasson. Hermann Sigtryggson, æsku- lýðsfulltrúi Akureyrarbæjar hef- ur mikið starfað að þessari upp- byggingu. Hann sagði að síðasta tímabil námskeiðanna hefjist í næstu viku og enn væru nokkur pláss laus. Aðsóknin að skólan- um hefur verið mjög góð í sumar og útlit er fyrir að um 110 börn alls komi í reiðskólann. Her- mann sagði að ef peningar fengj- ust væri áhugi fyrir að gera fleiri reiðstíga í kringum skólann og jafnvel í framtíðinni gætu börnin fengið að kynnast fleiri þáttum sem tengjast sveitinni og sveita- störfunum. JÓH Jón Matthíasson leiðbeinir nemanda sínum við að leggja á. mikil og fullbókað hefur verið á námskeiðin hingað til. Börnin eru á aldrinum 8-12 ára en eldri börn hafa komið á námskeiðin jafnvel allt upp í 16 ára. Jón MatthíasSon, sem er kennari á námskeiðunum, sagði í samtali við blaðamann að kennt væri í þremur hópum eftir aldri barn- anna. Þau yngstu fá leiðbeiningar um umgengni við hestinn, læra að kemba og leggja á og síðan er farið með þau í styttri útreiðar- túra. Jón sagði að þau eldri fengju að fara í lengri útreiðar- túra og auk þess fengju þau fræðslu um ganga hestsins. Hvert námskeið stendur í 10 daga og fá börnin tvo tíma í kennslu á dag. Hestarnir eru leigðir frá hesta- mönnum í hestamannafélaginu Létti og reynt er að fá sem róleg- Þinn er miklu feitari en minn Þaö skein áhuginn úr augum yngstu barnanna þegar viö heimsóttum reiðskólann. Börnin tóku hestana, kembdu þá og lögöu á. Flest voru þó svo lág í loftinu að þau áttu í erfíðleikum með að ná upp á bak hestanna til að kemba og því heyrðust þau gjarnan kalla á kennarann til hjálpar. Ög hverjum þykir sinn fugl fagúr segir í máltækinu. Þetta kom upp í huga blaðamanns þeg- ar börnin fóru að metast á um hesta sína. „Þinn er miklu feitari en minn,“ sagði einn guttirin. Og viðmælandi hans var fljótur til svars. „Já, en þinn er með bólur, ekki minn,“ svaraði hann að bragði og þóttist drjúgur. Þegar Jón kennari spennti hnakkinn á hestana stóðu börnin hjá og fylgdust með. Áttu sum í erfiðleikum með að komast á bak en það tókst þó að lokum. Síðan var að hafa rétta lengd í ístaðs- ólunum og mörg gátu stillt hana án hjálpar. Þegar börnin voru öll komin á bak lét kennarinn þau fara nokkra hringi í gerðinu til þess að sjá hvort ekki væri rétt lengd í ólunum og börnin sætu rétt. Þegar þessu var lokið héldu börnin í halarófu í útreiðartúr- inn. íris, yngsta stelpan í hópnum sagði að hún hefði komið áður á svona námskeið og þetta væri mjög gaman. „Þessi hestur heitir Nótt og hún er góð. Ég fór fyrst á hestbak hjá vinkonu minni í Danmörku. Það var stór hestur, stærri en Nótt. Já, ég ætla að fara aftur á námskeið,“ sagð íris og var þar með rokin með hópnum í útreiðartúrinn. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.