Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 12
sr - HU0AG •• i'ui .Or , 12 - DAGUR - 10. júlí 1987 gúmmímottur Rettarhvammi 1 Akureyri Sími 96-26776 Ullarmóttakan á Akureyri verður lokuð vegna sumarleyfa frá 20. júlí til 24. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Iðnaðardeild Sambandsins. Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222. mm Hij Ih i fl I* • - j m Jir' 1 ■v M^flLj % fj|. ■t' ijr JBi Hópurinn sem er á ferð með leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ fyrir framan bflinn, Hómer. Frá vinstri: Harald, Ingi- björg Og Viðar. Mynd: GT Eru tígrisdýr í Kongó? „Ekki vandamálaleikrit eða fræðsluerindi um eyðni" - stutt spjall við leikendur og sýningarstjóra Alþýðuleikhúsið er nú á leik- för um Norðurland með finnska leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ ísland var fyrsta landið utan Finnlands þar sem leikritið var tekið til sýningar og eins og annars staðar hefur það notið mikilla vinsælda. Leikendur eru tveir, Harald G. Haraldsson og Viðar Eggertsson og þeir ásamt Ingi- björgu Björnsdóttur sýningar- stjóra voru teknir tali um leikritið og aðdraganda þess að það varð fyrir vaiinu. Viðar varð fyrstur fyrir svörum. „Okkur barst í hendur þetta leikrit frá Finnlandi, en þar var það frumsýnt í ágúst síðastliðn- um. Það var skrifað sérstaklega fyrir eitt vinsælasta leikhúsið í Helsinki, Lilla Teateren. Þar er starfandi Borgar Garðarsson leikari. Höfundarnir Bengt Ahlfors og Johan Bergum eru báðir þaul- vanir og flinkir leikhúsmenn og þeir voru beðnir að skrifa leikrit um eitthvað sem væri ofarlega á baugi í umræðunni. Afraksturinn varð svo leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ sem síðan hefur gengið fyrir fullu húsi í Helsinki.“ „Þetta er mjög skemmtilegt verk og einhver best skrifaði texti sem ég hef séð. Ólíkt því sem við höfum tekið eftir að margir búast við þá er þetta alveg laust við að vera eitthvert „sænskt vanda- málaleikrit“,“ segir Harald. „Leikritið veltir upp spurning- um en svarar þeim ekki. Spurn- ingum sem fólk verður að eiga við sig sjálft. Þetta er ekki fræðsluerindi um eyðni, eða „eitthvað helv... eyðnikjaftæði" eins fólk hefur sagt,“ segir Ingi- björg. í stuttu máli fjallar leikritið um tvo rithöfunda sem setjast niður með það verkefni að skrifa gamanleikrit um eyðni. Verkið sýnir þá síðan meðan þeir eru að búa leikritið til og tala um það. „Þeir búa til senur og setja sig inn í þær, lifa sig inn í atburðarásina, og plata hvor annan grimmilega í því. Þeir ýta hvor öðrum út á ystu nöf við ýmsar aðstæður sem upp gætu komið og hía svo hvor á annan. Þetta er mjög skemmti- legt og vel skrifað verk og það ásamt því að það tekur á þessu brennandi máli, varð til þess að við völdum það til sýningar,“ seg- ir Viðar. Hvernig er þetta nafn til komið? Svarið kemur frá þeim öllum þremur: „Mergurinn málsins er kannski sá að það eru ekki allir klárir á Sveinn Pálsson. Valdemar Pálsson. Tekst FH að vinna Þór á Akureyri? Þór-FH adidas ^ VÖRf BATASMIÐJA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.