Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 2
2-DAGUR-10. júlí 1987
Tágavörurnar komnar.
★ Sófasett. ★ Ruslakörfur. ★ Brauðkörfur.
★ Borð. ★ Stakir stólar. ★ Diskamottur.
★ Bastkistur. ★ Barnastólar. ★ Pottahlífar.
★ Þvottakörfur. ★ Nýjar sendingar: Glervöruhnífapör.
Leirpottar, öskubakkar og vasar.
Litir: Hvítt, svart og grátt.
Ath. opiö 10.00-14.00 laugardaga.
Sienarhekp
íSjaRanum
Hljómsveit Ingimars Eydal
er mætt aftur til leiks og heldur uppi
dúndur stuði í kvöld og laugardagskvöld
Siggi og Golli í diskótekinu.
Matseðill helgarinnar:
Forréttur: Pate - Rækjukokteill.
Aðalréttur: Nautasteik - Lambahryggur.
Deser: ís með ferskum ávöxtum.______
með léttum
Snyrtilegur klæðnaður,
9 Restaurant
Borðapantanir í
síma 22770 og 22970.
Hópurinn við heimkomuna tii Akureyrar eftir Norðurlandaferð.
Mynd: JÓH
Fengu sol i Beraen
Þessi hópur var á dögunum að
koma úr ferð til Danmerkur og
Noregs á vegum Ferðaskrif-
stofu Húsavíkur. Ferðin var
farin í samvinnu við Ferðaféiag
Akureyrar og fóru rúmlega 40
manns í ferðina, bæði frá
Akureyri og Húsavík.
Þann 18. júní var lagt af stað
frá Akureyri og ekið austur á
Seyðisfjörð hvar ferðalangar
stigu á skipsfjöl Norrönu. Hópur-
inn steig á land í Hanstholm í
Danmörku þann 20. júní. Síðan
var ekið um Jótland, tekin ferja
til Gautaborgar í Svíþjóð og það-
an ekið til Oslo. Frá Oslo var
ekið um Guðbrandsdal til
Dombas. Þaðan óku ferðalang-
arnir til Geiranger, Ferde og síð-
an til Bergen. í Bergen eyddi
hópurinn tveim dögum og þó ótrú-
legt megi virðast náði sólin að skína
á Islendingana en í Bergen rignir
að meðaltali 300 daga á ári. Og
að sögn ferðalanganna gekk ferð-
in í alla staði vel, allar áætlanir
stóðust og veður var þurrt nær
allan tímann. JÓH
Flutt í
Lögreglan á Dalvík:
nýtt húsnæði
Arngrímur Baldursson, lögreglumaður á Dalvík, í nýju stöðinni. Mynd: jóh
Lögreglan á Dalvík flutti fyrir
síöustu helgi í nýtt 120 fer-
metra húsnæði á tveimur
hæðum. Efri hæðin er enn
ekki tilbúin til notkunar, en
þar eiga samkvæmt teikning-
um að vera tveir fangaklefar,
snyrting, sturta og geymslur.
Tréverk hf. á Dalvík sá um all-
ar innréttingar og frágang nýju
lögreglustöðvarinnar og skilaði
sínu verki þann 1. aprfl. Lög-
reglustöðin er til húsa í Þjón-
justuhúsi Dalvíkurbæjar.
Lögreglan á Dalvík er ekki alls
kostar ánægð með hönnun hinnar
nýju stöðvar. „Það vantar eina
skrifstofu," sagði Halldór Gunn-
laugsson varðstjóri. „Þegar hér
eru menn t.d. frá rannsóknarlög-
reglu hafa þeir aðstöðu á skrif-
stofu okkar, en við verðum að
sinna okkar stöifum í afgreiðsl-
unni.“
í teikningum af húsinu var gert
ráð fyrir að lögregla færi beint úr
bílskúr inn á fangagang og þaðan
í klefa. Síðar kom upp að engin
hreinlætisaðstaða var útbúin fyrir
fanga, þannig að fangar og starfs-
menn áttu að hafa sameiginlega
snyrtiaðstöðu. „Það gilti það
sama og uppsögn hjá mér,“ sagði
Halldór. Því var teikningum
breytt, þannig að hreinlætisað-
staða var sett upp á fangagangi og
dyrum inn í bílskúr lögreglunnar
var þar með lokað. Eftir þessar
breytingar þurfa lögreglumenn
að fara með fanga í gegnum
afgreiðslu.
„Teikningar hafa verið í eilífri
endurskoðun. Og þeim hefur oft
verið breytt." sagði Ólafur
Ásgeirsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn á Akureyri. „Fangar þurfa
að pissa eins og aðrir og það
verður að vera sér snyrtiaðstaða
fyrir þá og önnur fyrir lögreglu-
menn.“
Ólafur sagði peninga naumt
skammtaða, og því hefði verið
ákveðið að ljúka neðri hæð húss-
ins og láta efri hæðina bfða betri
tíma. Þar er allt óinnréttað og
sagði Ólafur að allt eins kæmi til
greina að koma þar upp skrifstofu-
aðstöðu í stað fangaklefa. mþþ
Fiskiðja Sauðárkróks:
Mikil vinna og hægt
að bæta við fólki
Nú, sem endranær er næg
atvinna hjá Fiskiðju Sauðár-
króks. Þar er mikil vinna og
yfírleitt unnið fram á kvöld og
einstaka sinnum um helgar.
Eftir helgina var verið að vinna
afla úr Hegranesinu, en það
var mestmegnis þorskur sem
togarinn kom með úr síðustu
ferð.
Að sögn Einars Svanssonar hjá
fiskiðjunni, hafa þeir nú ráðið 30
manns í vinnu nýlega, og er það
mest skólafólk. Hann sagði jafn-
framt að hægt væri að bæta við
fólki ef það byðist, en það sem
háir þeim aðeins, er að ekki eru
neinar verbúðir á Sauðárkróki.
Einar sagði að lokum, að tækist
þeim að fá fleira fólk til starfa,
þyrftu þeir aðeins að vinna dag-
vinnu. yQ