Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 10
10-DAGUR- 10. júlí 1987 Jón Jónsson á Skarfhóli í Mið- firði varð landsfrægur þegar það fréttist að hann ætlaði að láta reyna á það hvort hann ætti eða ætti ekki, það kjöt sem hann framleiddi umfram búmark á síðasta ári. Jón er maður með ákveðnar skoðanir á hlutunum og fer sínar eigin leiðir. Dagur tók hús á Jóni fyrir skömmu og varð hann fúslega við þeirri ósk að veita viðtal en tók þó fram að kjöt- málið væri á því stigi að best væri að ræða það ekki mikið. „íslenskt dilkakjöt á að vera hágæðavara t.d. í Evrópu og það hefur aldrei verið nógur vilji fyrir því að selja kjötið sem slíkt. Ég held að það hafi aldrei verið reynt að selja kjötið á réttu plani.“ Þessar eru meðal annars skoðanir Jóns, varðandi sölumál- in. Bóndinn er atvinnurekandi og bissnismaður - Þarf ekki verðið á kjötinu að vera svo hátt að það verður nán- ast ókaupandi t.d. í Evrópu- löndunum. Verður ekki alltaf að borga með því? „Það verður sjálfsagt alltaf að borga eitthvað með því, að minnsta kosti ef allir ættu að fá sitt. Tökum t.d. sláturkostnað- inn, hann er orðinn gífurlegt vandamál. Það fer þriðja hvert lamb í sláturkostnað. Það er ekk- ert tekið á þessu máli, bændur frestuðu sinni hækkun síðastliðið haust en sláturkostnaðurinn fékk að hækka.“ - Þarf framleiðslukostnaður- inn á dilkakjötinu að vera svona mikill? „Ég hugsa að hann þurfi að vera það miðað við núverandi stefnu. Ef bændur eiga að geta lifað af því að hafa jafn lítil bú og kvótakerfið gerir ráð fyrir, þá verður framleiðslukostnaðurinn svona hár.“ - Menn greinir svolítið á um það hvort bændur séu atvinnu- rekendur eða launþegar, hvort eru þeir að þínu mati? „Bóndinn er náttúrlega at- vinnurekandi og bissnismaður, þetta er ákaflega sérstæð stétt að því leyti. Afkoma bóndans veltur náttúrlega á hvað hann er hag- sýnn og klár í sínum rekstri.“ - En nú virðist það vera svo að bændur geti alltað leitað á náðir kerfisins sér til bjargar, ef hag- sýnina skortir í rekstrinum og eitthvað fer að bjáta á? „Já vissulega getur hann það. Það er til dæmis annað og þriðja hvert ár verið að bjarga mönnum með svokölluðum lausaskulda- lánum. Ég held að í mörgum til- fellum hefði verið betra að hjálpa þessum mönnum til að hætta og koma þeim út úr stéttinni. Því það er nefnilega hluti af bændum, eins og í öllum öðrum stéttum, á rangri hillu í lífinu og geta ekki verið í þessari stétt. Þeir væru miklu betur komn- ir í einhverri annarri stétt því að þeir finna sig ekki við þetta og þess vegna gengur þeim svona illa. Mér finnst það ekkert fallega gert við þessa menn að vera alltaf að ýta þeim lengra og lengra út í fenið eins og samfélag- ið er að gera með því að veita þeim alltaf ný og ný verðtryggð lán. Sumir geta aldrei borgað þessi lán.“ - Hvað verður þá um þessi lán, endar samfélagið á að greiða þau? „Það ætla ég ekki að segja, hvað verður um þau, en landbún- aðarforystan hlýtur að geta sagt um það. Það hlýtur að fara út í það, þar sem verð á jörðum er orðið mjög lágt, að stofnlána- Jón Jónsson bóndi á Skarfhóli er maður sem fer sínar eigin leiðir og er ófeiminn við að iáta sínar skoðanir í Ijós. deildin hirði eitthvað af þessum jörðum sem hún er búin að iána út á.“ Mikíl offjárfesting - Væri kannski réttara að hver bóndi fengi að framleiða það sem gæði jarðarinnar leyfðu og seldi' afurðirnar síðan þeim sem byði best?“ „Það gæti nú verið svolítið erf- itt. Kerfið hefur byggst upp á því, eðc' var þannig að minnsta kosti fram til 1985, að þá fékk bóndinn bara afganginn af því sem slátur- húsið gat borgað. Það var mjög slæmt fyrirkomulag og ég tel að það sé undirrótin að þessari offjárfestingu sem komst í milli- liðakerfið. Það voru byggð alltof stór sláturhús og alltof stórar og margar mjólkurstöðvar. Þetta var hægt af því að ef að þeir fengu ekki sitt út í verðlagið þá var það bara tekið af bændum og þeir fengu afganginn. 1985 með nýju búvörulögunum, var þessu breytt og síðan hefur mikið dreg- ið úr þessum fjárfestingum nema náttúrlega Mjólkursamsalan í Reykjavík sem er milljóna fyrir- tæki.“ - Hvernig kemur Mjólkur- samsalan inn í þetta? „Það var sagt í upphafi að t.d. þessi stórbygging þeirra ætti ekki að hækka milliliðakostnaðinn, enda sátu þarna í stjórn háttsettir menn úr bændaforystunni. En nú er svo komið að þetta stenst ekki og nú verða vinnslubúin úti á landi að borga til Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík, í gegnum verðmiðlunarsjóð, líklega á ann- Jón Jónsson á að hundrað milljónir á árinu 1987. Þetta er vegna þess að það sem þeir fá samkvæmt verðinu núna 1. júní, þá kostar átján krónur og 67 aura þegar niður- greiðslan er meðtalin, að koma mjólkinni í gegnum mjólkurstöð, í eins lítra plastpoka og í gegnum afgreiðsluborðið hjá smásalan- um. Þetta dugir ekki fyrir Mjólk- ursamsöluna í Reykjavík, hún þarf að fá um tvær krónur á hvem lítra í viðbót til þess að fyrirtækið beri sig. Þá em þetta orðnar rúmar tuttugu krónur, á sama tíma og bóndinn á að fá 29 krónur og 36 aura. Á sínum tíma var þetta fyrirtæki stofnað til þess að tryggja bændum og neytend- um sem hagkvæmast verð og þjónustu. Og það hefur nú tekist svona vel.“ - Finnst þér þá sem samvinnu- fyrirtækin hafi ekki staðið sig sem skyldi? „Ég tel að staðan hafi algjör- lega snúist við. Samvinnufyrir- tækin vom stofnuð á sínum tíma til að tryggja bændum sem hag- kvæmast verð og þjónustu en nú, eftir hundrað ára starf er þetta algjörlega öfugt. Nú eru það bændurnir sem þjóna hreyfing- unni en hreyfingin ekki þeim. Bændurnir em að framleiða fyrir fyrirtækin svo hringurinn gangi, hvort sem þeir fá nokkuð fyrir það eða ekki. T.d. sagði mjólk- ursamlagsstjórinn á Akureyri á morgunvöku í útvarpinu fyrir skömmu, að hann teldi sjálfsagt að menn létu mjólkina í mjólk- ursamlagið þó þeir fengju ekkert fyrir hana. Þama á framleiðslu- ráð að grípa inní.“ Það er ekki slorlegur bfll sem bóndinn á Skarfhóli ekur, Bens 500 SEL með „öllu“ eins og sagt er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.