Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 3
10. júlí 1987- DAGUR -3 Landgræðslustjóri um upprekstur hrossa í Guðlaugstungur: Smánarblettur á bændum Upprekstrarmál í Skagafjarð- arsýslu eru í nokkuð föstum skorðum og horfa til betrí veg- ar að áliti Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra, sem þó tel- ur það smánarblett á bændum að enn skuli vera rekin hross í Guðlaugstungur á Eyvindarstaðaheiði. Þangað eru rekin 150 hross, en hefur þó fækkað frá því áður var. Guðlaugstungur eru viðkvæm gróðurvin norður undan Hofs- jökli í u.þ.b. 600 metra hæð jjfir sjó. Sveinn segir Eyvindarstaða- heiðina erfiðasta svæðið með til- liti til gróðurvemdar í Skagafirði. Þó hún teljist til A.-Húnavatns- sýslu er hún beitt mest af Skag- firðingum, úr Lýtingsstaðahreppi og Seyluhreppi og einnig af Ból- staðarhlíðarhreppungum í A.- Hún. Markviss stjórnun hefur verið á upprekstri á Eyvindar- staðaheiði undanfarin ár og kvaðst Sveinn þá hjá Land- græðslunni telja að gróðurfar fari Saltfiskframleiðslan: Norðurland í mikilli sókn - framleiðslan á milli áranna Á síðasta ári voru alls 332 salt- fiskframleiðendur innan Sölu- sambands íslenskra fiskfram- leiðenda. Flestir voru fram- leiðendurnir smáir og fram- leiddu minna en 25 tonn af saltfiski á árinu. Verðmæti útflutts saltfisks hefur aukist gífurlega síðustu ár. í ársskýrslu SÍF er sýnd skipt- ing framleiðenda innan sam- bandsins eftir stærð. Þar kemur fram að 134 framleiddu minna en 25 tonn, 77 framleiddu 25-100 tonn, 40 framleiðendur sendu frá sér 100-200 tonn, 32 voru með 200-400 tonn og 38 400-800 tonn. Af þeim 11 framleiðendum sem voru með meira en 800 tonn voru tveir á Norðurlandi, Kaupfélag Eyfirðinga á Dalvík með 1.147 tonn og Útgerðarfélag Akureyr- inga með 870 tonn. Reykjanes er efst á blaði ef lit- ið er á skiptingu framleiðslunnar eftir landssvæðum, með 12.830 tonn. Norðurland fylgir fast á eft- ir með 12.012 tonn og hefur bætt meira við sig en nokkur annar landshluti Á árinu 1985 var salt- fiskframleiðslan norðanlands 8.636 tonn og 6.218 tonn árið 1984. Milli áranna 1984 og 1986 hefur hlutdeild Norðurlands í heildarframleiðslunni aukist úr 15,5% í 22,4% og nær tvöfaldast að magninu til. Heildarfram- leiðslan á landinu hefur á þessum Hjólið af stað með Jóni - breyting á brottfarartíma Á morgun, laugardag, klukkan 13.30 leggur Jón Kristinsson, fyrrverandi forstöðumaður, af stað á hjóli til Reykjavíkur. Tigangur ferðarinnar er að safna fé til byggingar Sels 2, hjúkrunar- deildar aldraðra við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Athygli er vakin á að hér er um að ræða breytingu á brottfarartíma, en upphaflega ætlaði Jón að leggja af stað á sunnudagsmorguninn. Ungir sem aldnir hjólreiðamenn eru hvattir til að fylgja Jóni fyrstu kílómetrana, en Jón byrjar ferð- ina hjá Seli 2. Jón tekur við áheitum á lands- reisu sinni og er sími I bifreið sem honum fylgir 985-23315. þar tvöfaldaðist 1984 og 1986 tíma aukist úr 40.124 tonnum í 53.595 tonn. En þó að mikil aukning hafi orðið á framleiðslunni eða tæp 34%, þá hefur verðmæti útflutn- ingsins aukist enn meira eða úr 2.287 milljónum í 5.784 milljón- ir. Þetta er aukning um 153%! ET heldur batnandi á heiðinni. Þar hjálpi verulega til uppgræðsla á 450 ha. lands sem kostuð er af Landsvirkjun vegna Blönduvirkj- unar. Fé sæki mjög í þetta svæði og létti þar með á öðru gróður- lendi heiðarinnar. Telúr Sveinn að ef bændur hætti hrossaupp- rekstri á Eyvindarstaðaheiði megi segja að upprekstrar- og gróðurverndarmál á Eyvindar- staðaheiði séu komin í góð horf. Heiðin er víða sendin og þar hef- ur átt sér stað mikil gróður- og jarðvegseyðing. Eins og á öðrum viðkvæmum gróðrarsvæðum leit 'þetta illa út fyrir nokkrum dögum en hefur með vætunni síðustu daga tekið stakkaskiptum. í Staðarfjöllum eru upprekstrar- mál í nokkuð góðu lagi og að þeim unnið í samvinnu við gróð- urverndarnefnd Skagafjarðar. Gróðurlendi þar urðu ekki eins illa fyrir barðinu á þurrkunum og mörg önnur, vegna snjóalaga sem hlífðu. Um heiðar í Austur-Húna- vatnssýslu er það að segja að gróður var kyrkingslegur lengi framan af. Víðir og fjalldrapi sprungu þó tiltölulega snemma út, en annar heiðagróður galt þurrkanna. Sveitarstjórnir þar hlíta tilmælum gróðurverndar- nefnda um upprekstrartíma. Samt sem áður telur Landgræðsl- an að upprekstur hafi hafist of snemma, t.d. á Grímstungu- og Haukagilsheiði. -þá Yeiðifélag Ejja- íjarðarár auglýsir Ósótt en pöntuð veiðileyfi óskast tekin fyrir 14. júlí, annars seld öðrum. á ný SIEMENS-heimillstœki. Þau •ru: • Falleg og sparneytin. • Þægileg ínotkun. •Búin fullkomnustu tækni. • Þaulreynd vestur-þýsk gæðavara. HF. Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri ■ Sími27788 SUMAR ’87 stuHUtmaiUL FJÖLHN í FAVAGN AR ÁFRÁRÆRU ■Mxé&I M SlWlt) nam * - L.;., ...... ... U. .. ...-, VERÐI LBF 262 L Tveggja öxla 31 rúmmetra 23 hnífar Hjólbarðar 13x16 kr. 750.000,- Gengi 20.5 '87 VITESSE I DO Tveggja öxla kr. 922.000,- 38 rúmmetra GenB’20 5 '87 33 hnífar, vökvaútsláttur Hjólbarðar 13x16“________ STRAUTMANN fjölhnífavagnarnir eru vestur-þýsk hágæða vara á frábæru verði. Tvær stærðir 31 rúmm. og 38 rúmm., með möturum, völsum og þverbandi, sem losar í báðar áttir. Útsláttur á hverjum hníf. Allur vökva- og rafknúinn og stjórnað úr ökumannshúsi dráttarvélar. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.H.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkúrvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. Og Lofts Iðu S. 99-6840 Globusn okkar heintur snýst um gæði Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.