Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 7
10. júlí 1987- DAGUR-7 Fyrstu dósirnar komnar í gegnum kerfíð. Svo sem nærri má geta taka vélarnar mikið rými og vcrksmiðjunni. Hér sést yfír hluta þeirra. inn eftir aliri bandið í staðinn. Vélmennið fær- ir síðan öðru 15 metra háu vél- menni brettin og risinn, sem hlot- ið hefur nafnið Golíat, kemur þeim fyrir í vörugeymslu. Hann annast einnig afgreiðslu úr vöru- skemmu eftir því sem pantanir berast! Auk ofantaldra nýjunga sér sjálfvirkt, tölvustýrt þvottakerfi um hreinsun framleiðslubrautar- innar kvölds og morgna. Mann- leg hönd snertir því aldrei á dós- unum í gegnum framleiðslukeðj- una - hún er öll tölvustýrð. Alls eru 100 tölvur í verksmiðjunni, 81 stýritölva og 19 forritanlegar tölvur. Starfsmenn verða einung- is fimm talsins. Bragðtegundir Sól-gossins nýja verða fimm : Cola, Límó, App- elsín, Súkkó og Grape, og verða þær allar framleiddar með og án sykurs. Fyrirspurnir hafa borist til Sól- ar h.f. víðsvegar að úr heiminum um verksmiðjuna og margir aðil- ar vilja koma til íslands og fá að skoða. Þá hafa erlendir aðilar sýnt mikinn áhuga á að kaupa íslenskt drykkjarvatn í þessum dósum og hafa þegar verið send sýnishorn til útlanda til frekari athugana. BB. Seiðaeldi reynt í Miklavatni Nú eru að hefjast tilraunir með seiðaeldi í Miklavatni í Fljót- um í samvinnu laxeldisstöðv- anna Miklalax og Fljótalax. Verið er að ganga frá 2 eldis- kvíum sem áformað er að ala laxaseiðin í næstu 12-16 mán- uði þar til þau verða orðin full- vaxnir laxar og komin í heppi- lega sláturstærð. Vísindamenn sem rannsakað hafa Miklavatn telja það mjög heppilegt til laxaeldis, m.a. vegna þess hvað það er mikið blandað sjó. Óleyst eru samt enn ýmis fyrirsjáanleg vandamál. T.d. hvernig koma á fóðri niður í kvíarnar þegar vatnið leggur í haust. Hefur mönnum komið í hug að halda opinni vök, annað hvort með rafstraumi eða heitu vatni. Mesta vandamálið sem leysa þarf er þó talið vera hvernig verja á kvíarnar fyrir ísreki þegar ísa leysir að vori, en menn vonast til að leysa þessi vandamál farsæl- lega. Forráðamenn laxeldisstöðv- anna í Fljótunum líta björtum augum til þessarar tilraunar og segir Reynir Pálsson fram- kvæmdastjóri Miklalax það ljóst að ef þetta heppnast séu gífur- legir möguleikar á laxaeldi í Miklavatni í framtíðinni. -þá Bílaleiga: í vor opnaði Bílaleigan Örninn útibú á Þórshöfn. Þetta eykur stórlega þjónustu af þessu tagi á svæðinu, sérstaklega með til- liti til flugsamgangna. Það er Guðmundur Hólm sem er umboðsmaður bílaleigunnar á Þórshöfn og sagði hann í samtali við Dag að þessi þjónusta hefði Þórshöfn verið orðin tímabær. Til þessa hefur þetta lofað góðu um fram- hald og væru þeir ánægðir með viðtökur. Þannig er að bæði er hægt að skilja eftir hjá þeim bíla sem teknir eru annars staðar og að taka á leigu bíla sem staðsettir eru á Þórshöfn. VG Flugfélag Norðurlands: Grænlandsflug hefur gengið vel Grænlandsflug Flugfélags Norðurlands hefur gengið vel í ár. Flugið er svipað frá ári til árs og margir aðilar þeir sömu. Flugfélagið flytur ýmsa hópa til og frá Grænlandi, ýmist frá Akureyri eða Reykjavík, en Nú eru væntanlegar tvær sima- skrár til viðbótar þeim er þegar hafa komið út. Er annars vegar um að ræða símaskrá knatt- spyrnudeildar KA, en henni verður dreift um helgina, og hins vegar símaskrá Náttúru- lækningafélagsins sem verður dreift um helgina eða í byrjun næstu viku. „Þetta er tilraun hjá okkur til að minnka þetta venjulega auglýs- ingabetl á öðrum vígstöðvum. Við höfum nú ekki sérlega mikið upp úr þessu í ár þar sem við ákváðum að fara af stað með þetta á veglegan hátt til að sanna okkur á markaðnum. En það er reiknað með því að þetta verði árviss viðburður og ég býst við að mestur hluti þessa flugs er innanlandsflug á Grænlandi. „Það er mikill misskilningur hjá fólki að við fljúgum farþega- flug til Grænlands. Við höfum orðið varir við að fólk hringir og ætlar að nota sér þetta flug en þetta geti orðið mikilvæg tekju- lind fyrir okkur í framtíðinni,“ sagði Gestur Jónsson hjá KA. Halldór Hauksson hefur séð um símaskrá Náttúrulækninga- félagsins og sagði hann að söfnun auglýsinga hefði gengið þokka- lega. „Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið vegna byggingarinn- ar í Kjarna. Þetta gefur þó ekki eins miklar tekjur og reiknað hafði verið með þar sem svo margir eru um auglýsingamark- aðinn nú. En það er reiknað með að þetta verði árviss viðburður og ég á ekki von á öðru en þetta eigi eftir að ganga vel þar sem þessi skrá er frábrugðin hinum að því leyti að hún nær yfir allt 96-svæð- ið,“ sagði Halldór. JHB grípur í tómt,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri félagsins í samtali við blaðið. Þeir hópar sem nota flugið mest eru rannsóknarhópar frá Englandi og Danmörku og einnig danskir Landhelgisgæslumenn. Mikið er um flutninga fyrir þessa hópa, má nefna t.d. hundasleða og ýmsan annan búnað. Nýlega kom Twin Otter vél félagsins frá Grænlandi þar sem hún flutti hóp jöklafræðinga upp á Grænlands- jökul. Var vélin útbúin með skíð- um svo hægt væri að lenda á jökl- inum en þessi skíði voru fyrst notuð þegar vélin var í verkefni á Svalbarða í vor. Aðstæður til flugsins á Grænlandi eru erfiðar, allt flug er sjónflug þar sem eng- inn útbúnaður til blindflugs á flugleiðum félagsins á Grænlandi hefur verið settur upp. Einnig eru flugvellir af lakara taginu og oft verða flugmenn að notast við brautir sem þeir hafa sjálfir merkt. Flugmenn félagsins hafa því getið sér gott orð á Græn- landi fyrir hæfni sína. Innanlandsflugið á Grænlandi er allt í samvinnu við Grönlands- fly, sem er eina flugfélagið á Grænlandi, enda getur erlent flugfélag ekki flogið innanlands- flug í öðrum löndum nema í sam- vinnu við þarlend flugfélög. JÓH I vær nyjar sima- skrár væntanlegar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.