Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 20
M6UIÍ
Opnunartími
á Bauta ■ sumar
verður firá kl. 9.00-23.30.
Útvegsmannafélag Norðurlands:
Fundur með sjávar-
útvegsráðherra
Á þriðjudaginn mun Útvegs-
mannafclag Norðurlands
standa fyrir fundi á Hótel
KEA þar sem rætt verður um
sjávarútvegsmál. Á fundinn
mun koma Halldór Ásgríms-
son sjávarútvegsráðherra og
einnig Kristján Ragnarsson
framkvæmdastjóri Lands-
sambands íslenskra útvegs-
rnanna.
Á fundinum verður rætt um
sjávarútvegsmál vítt og breitt en
búast má við að endurskoðun
fiskveiðistefnunnar og nýútkom-
- á þriðjudaginn
in skýrsla Hafrannsóknarstofn-
unar verði þar efst á baugi ásamt
málefnum útgerðar almennt. Af
öðrum málum sem líklegt er að
komið verði inn á má nefna nýjar
reglur um stærðarmælingar
skipa.
Útvegsmannafélag Norður-
lands spannar svæðið vestan frá
Skagaströnd og allt austur á Þórs-
höfn þannig að búast má við
miklum fjölda útgerðarmanna
sem vilja hlýða á og ræða við
sjávarútvegsráðherra. Fundurinn
hefst klukkan 15.30. ET
Hitaveita Akureyrar:
10 þúsund kr.
lækkun á meðalhús
Samkvæmt samningsdrögum
sem stjórn veitustofnana á
Akureyri hefur borist, undir-
rituðum af Þorsteini Pálssyni
meðan hann var fjármálaráð-
herra, getur kostnaður við að
kynda meðalhús á Akureyri
lækkað um tíu þúsund krónur
á ársgrundvelli. Gert er ráð
fyrir að ríkissjóður yíirtaki 100
milljónir kr. af skuldum Hita-
veitu Akureyrar á þessu ári, og
var þetta eitt af þeim atriðum
sem fjallað var um í stjórnar-
myndunarviðræðunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Franz Árnasyni, hitaveitustjóra,
kostar hvert tonn af heitu vatni
sextíu og átta krónur og fimmtán
aura frá 1. júlí sl. Ef samningur-
inn verður samþykktur í bæjar-
Bílaþjófur-
inn gómaður
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri hefur upplýst bflaþjófnað-
ina á Dalvík sem áttu sér stað
um síðustu helgi.
Rúmlega tvítugur Akureyring-
ur hefur viðurkennt að hafa stol-
ið og skemmt bifreiðarnar þrjár
sem um var að ræða. Piltur þessi
mun vera góðkunningi lögregl-
unnar og hafa verið að skemmta
sér á Dalvík umrædda nótt. VG
stjórn er gert ráð fyrir að tonnið
kosti fimmtíu og sex krónur, og
er þá miðað við næstu mánaða-
mót eða 1. september, eftir því
sem ákveðið verður. Kostnaður
við að hita upp „meðalhús" - en
það er ákveðin stærð sem notuð
er í reiknilíkönum hitaveitunnar
- er sem stendur kr. 57.288 á ári
en eftir lækkunina mun upphit-
unarkostnaður verða kr. 47.680
miðað við tólf mánuði. Hér er
því um verulega lækkun að ræða.
Franz Árnason sagði að þessar
hundrað milljónir króna yrðu
notaðar til að greiða niður hluta
af láni í japönskum yenum, en
sem stendur er það lán að upp-
hæð fimm hundruð og tuttugu
milljónir króna. Lánið verður
lækkað í fjögur hundruð og
tuttugu milljónir og sparast með
því vextir að upphæð níu milljón-
um króna á ári.
Hvað rafhitamarkaðinn varð-
aði þá væri markmiðið að kynda
sem flest hús með hitaveituvatni.
Fjöldi rafhitaðra húsa á Akureyri
truflaði oft rennsli til hinna sem
nota hitaveitu með þeim
afleiðingum að vatnið verður
kaldara. Ýmsar hugmyndir væru
uppi um hvernig mætti takast að
yfirtaka rafhitamarkaðinn m.a.
hagstæð lán til þeirra sem vilja
skipa yfir í hitaveitu, auk þess
sem rofin daghitun á kaldasta
tíma ársins hvetti fólk til að hætta
að kynda með rafmagni. EHB
Eins og fram hefur komiö í blaðinu eru félagar í Fornbílaklúbbi fslands nú á hringferð um landið á gömlum bilum.
Ferðin er farin til styrktar Krísuvíkursamtökunum. Lestin kom til Akureyrar í gær og á myndinni sést hvar félagar
í Bílaklúbbi Akureyrar taka á móti henni við Laugaland. Bílarnir verða til sýnis við Dynheima í allan dag. Mynd: áþ
Fjórhjól bönnuð á Akureyri?
- engin ákvörðun tekin enn segir Sigurður J. Sigurðsson
„Þetta hefur verið rætt manna
á meðal en engin ákvörðun
verið tekin ennþá í bæjar-
stjórninni,“ sagði Sigurður J.
Sigurðsson bæjarfulltrúi á
Akureyri, en undanfarið hefur
talsvert verið rætt um það
hvort banna ætti notkun fjór-
hjóla í bæjarlandi Akureyrar.
Að sögn Sigurðar hafa bæjar-
fulltrúar velt þessu máli fyrir sér
undanfarið en ekkert verið gert
ennþá af hálfu bæjarins.
„Menn hafa af þessu nokkrar
áhyggjur, það verður að segjast
eins og er. Mörg sveitarfélög hafa
þegar bannað umferð fjórhjóla.
Eftir því sem fleiri sveitarfélög
banna fjórhjólin þeim mun lík-
legra finnst mér að þau verði
einnig bönnuð hér. Ég hef ekki
gert upp hug minn í þessu sam-
Iðnsýning á Akureyri:
Mikil þátttaka fyrirtækja
LJndirbúningur fyrir iðnsýning-
una sem haldin verður hér á
Akureyri í lok águstmánaðar
er nú í fullum gangi. Mikil
þátttaka er í sýningunni og um
40 fyrirtæki hafa nú skráð sig.
Sýningin verður í íþróttahöll-
inni og er nú verið að kaupa skil-
rúmakerfi til að setja upp í Höll-
inni. Þorleifur Jónsson, starfs-
maður atvinnúmálanefndar sér
um undirbúning fyrir sýninguna
og að sögn hans mun þetta nýja
skilrúmakerfi henta mjög vel til
uppsetningar í heilu lagi eða í
minni einingum, hvort heldur
sem er í íþróttahöllinni eða
íþróttaskémmunni. Auk sýning-
arbása í Höllinni munu einnig
nokkur fyrirtæki sýna framleiðslu
sína úti fyrir henni og má þar
nefna gangstéttarhellur, veggja-
einingar, Ijósastaura, minigolf og
fleira. „Það eina sem gæti farið
að verða vandamál er að færri
komist að en vilja,“
ur Jónsson.
sagði Þorleif-
Fyrirtækin sem hafa skráð sig
eru flest frá Akureyri en auk þess
eru nokkur fyrirtæki víðar af
Norðurlandi. Einnig verða heild-
arsamtök í iðnaðinum, Lands-
samband iðnaðarmanna, Iðn-
tæknistofnun og Félag íslenskra
iðnrekenda, með upplýsingabása
á sýningunni og kynna sína ráð-
gjafarstarfsemi. JÓH
bandi en ég held að ekki þýði að
afmarka þessum tækjum sérstak-
an stað, ég held að ekkert ráðist
við slíkt. Sum landsvæði bæjar-
ins, t.d. Glerárdalur, eru viðkvæm
og spurning hvort hægt er að
hleypa þessum „búpeningi“ á
hann, mönnum finnst nú nóg um
hinn,“ sagði Sigurður J. Sigurðs-
son. EHB
Aldrei lægra verð
refaskinnum
a
Þrátt fyrir að metverð hafi
fengist fyrir loðskinn á tímabil-
inu 1986/1987 hefur verð á
refaskinnum hrapað mjög síð-
ustu ár og aldrei verið lægra en
nú. Stafar þetta af gífurlegu
framboði þessara skinna.
Afkoma í minkarækt er hins
vegar geysigóð og að sögn
Sveinbjörns Eyjólfssonar hjá
landbúnaðarráðuneytinu er
uppgangur í henni svipaður og
í refaræktinni fyrir u.þ.b. 5
árum.
„Ef verð á refaskinnum hefði
haldist í hendur við almenna
verðlagsþróun þá væri það senni-
lega einhvers staðar milli 5000 og
6000 kr. í dag. Þess í stað er það
í kringum 2000 kr. og trúlega er
krónutalan lægri en hún var til að
byrja með,“ sagði Sveinbjörn.
Ér hann var spurður hvort eng-
inn uppgangur væri væntanlegur í
sölu á refaskinnum sagði Svein-
björn: „Það mun þá fyrst og
fremst gerast ef bændur tileinka
sér sæðingar og kynbætur, þ.e.
með því að sæða blárefalæður
með silfurrefahögnum. Það má
segja að þetta sé eina ljósið í
myrkrinu núna.“
Refabú á landinu eru nú í
kringum 200. Aðeins þrjár
umsóknir hafa borist til ráðu-
neytisins á þessu ári og var leyfi
veitt í öllum tilvikunum. JFIB
Sólskin á
landsmóti
Samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar ætti ekki að
væsa um landsmótsgesti um
helgina frekar en aðra Norð-
lendinga.
Reiknað er með suðaustan
golu og sólskini. Hiti ætti að
verða á bilinu 10-17 stig. Það er
því eins gott að hafa stuttbuxurn-
ar með í farteskinu ef stefnt er á
ferðalög. JHB