Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 5
10. júlí 1987 - DAGUR - 5 „Mjög erfitt að vinna Capes Jón Páll Sigmarsson á línunni Dags hringdi í Jón Pál Sigmarsson, sterkasta mann heims á þriðjudagskvöld og hann tók því íjúfmannlega að vera á línunni í dag. - Hvernig líst þér á þá umgjörð sem verið er að setja umhverfis landsmótið núna? - Þetta er ein besta umgjörð sem verið hefur í kringum þetta mót. Ég held að það hafi ekki verið nein slík umgjörð í kring- um þessi mót áður og íslending- ar hafi ekki vitað af landsmóti hætti og þeir gera núna. En það eru skiptar skoðanir um umgjörðina, sumir vilja ekki hafa hana. - Hvað finnst þér um undir- búning mótsins, heldurðu að allt sé tilbúið hérna? - Ég hef reyndar aldrei kom- ið til Húsavíkur en það er ekki til betri maður en Guðni Hall- dórsson við að undirbúa mót. Þarna er réttur maður á réttum stað. - / hvaða greinum verður keppt í á Víkingaleikunum? - Það verður keppt í að henda 56 punda lóði yfir rá, þetta er grein sem keppt er í á skosku Hálandaleikunum. Lóð- ið fer býsna hátt, ég geri ráð fyr- ir að það fari vel yfir 17 fet núna. Það er skemmtilegt að horfa á þessa grein og gaman að keppa í henni. Trjástofnum, 40- 50 kg verður kastað eins langt og menn geta og svo er ný grein sem menn kalla Þórshamars- kast, það er búið að gera stóran hamar fyrir norðan og honum á að kasta úr kúluvarpshring. Þetta eru kastgreinarnar á mót- inu. Svo verður hlaupið með fólksbíl í togi 50 inetra vega- lengd, þetta er sígild grein en yfirleitt eru notaðir stærri og þyngri bílar. Nú er bíllinn lcttari en lengri vegalengd. Það verður einnig keppt í því að draga bát eftir höfninni og í því að lyfta síldartunnum á pall og svo munu keppendur sitja og togast á um kefli. - Hver þessara greina finnst þér mest spennandi? - Mér finnst líklega mest spennandi að henda lóðinu y'fir rána, þetta er mjög gömul grein og skemmtileg. Annars finnst mér líka gaman að toga skip að mér, ég hef ekki gert það áður en það þarf krafta í kögglum til að ná góðum tíma í drættinum þeim arna. - Er þetta ekki í fyrsta skipti sem leikarafþessu tagi hafa ver- ið haldnir á íslandi með svona sterkum þátttakendum? - Við kepptum um titilinn Sterkasti maður íslands 1985, það mót var með svipuðu sniði og Víkingaleikarnir eru líkir mótinu sem haldið var á Akur- eyri um helgina en þetta er að vísu fyrsta mótið með erlendum þátttakendum. Stórt mót, Capes er besti kúluvarpari fyrr og síðar. - Viltu spá um úrslit? - Það er dálítið erfitt að spá um úrslit. Það er mjög erfitt að vinna Capes, hann sækir sig með aldrinum og hefur aldrei verið betri en í dag. Hann talar um þetta sem síðasta árið sitt í kraftaíþróttum sem keppandi en ætlar að snúa sér að því að halda mótin sjálfur og sjá um þá hlið mála sem framkvæmdaaðili. En hann ætlar að hætta með stæl og verður erfiður. Bretinn sem er með honum, Mark Higgins er mjög skæður, maður númer tvö á eftir Capes en þó hafa Bretar margar milljónirnar til að velja úr.“ - Nú ert þú meiddur, mun það ekki há þér í keppninni? - Það kemur ekki í ljós fyrr en ég kem á staðinn hvort ég get yfir höfuð tekið á svo við verð- um bara að bíða og sjá. Ég fer í meðferð á hverjum degi og ísa hófinn yfir nóttina. - Væru það ekki mikil von- brígði að þurfa að hætta við að taka þátt í svona keppni sem búið er að undirbúa í marga mánuði? - Þetta er nokkuð sem maður verður alltaf að vera með í huga, þetta skeður allt í einu og gerir ekki boð á undan sér. Síð- ustu ár hefur yfirleitt eitthvað verið að einhvers staðar í kroppnum rétt fyrir mót. Þegar ég keppti um titilinn Sterkasti maður í heimi þá var ég meidd- ur í baki og meiddur í brjóst- vöðva, mér fannst eins og bakið væri að slitna í sundur og brjóst- vöðvinn væri að gefa sig en ég komst í gegnum mótið. Þetta er tilkomið vegna þess að ég er alltaf að taka á og alltaf að keppa erlendis við þessa stóru karla og fæ ekki nógu mikinn tíma til að hvíla mig á milli. - Er gaman að vera svona sterkur? - Þú getur nú rétt ímyndað þér, það er ákaflega skemmti- legt og ákaflega þægilegt. Mað- ur þarf ekki að kalla á nágrann- ana til að hjálpa sér við að færa þvottavélina ef hún bilar, á ekki í erfiðleikum með að ýta bílnum í gang og hoppa svo uppí eða að kasta bílnum til í snjó ef bíllinn er af viðráðanlegri stærð. - Hvað er framundan hjá þér eftir landsmótið? - Ég fer út 18. júlí og tek þátt í Hálandaleikunum, síðan tek ég þátt í þriggja manna móti um titilinn Sterkasti maður sem uppi hefur verið, þar keppum við Capes og Bandaríkjamaður sem heitir Bill Kazmaier, hann er sterkasti kraftlyftingamaður sem uppi hefur verið, hann hef- ur tekið 1100 kg í þremur lyftum að samanlögðu, bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu. Hann hefur unnið titilinn Sterk- asti maður í heimi þrisvar sinn- um og er ungur að aldri, 32 ára. - Ætlar þú að dvelja lengi á landsmótinu og gera eitthvað fleira en að keppa í Víkinga- leikunum? - Ég ætla bara að spóka mig um með bros á vör. Ég kem á fimmtudaginn og fer aftur heim á föstudagskvöld, hef ekki tíma til að vera á öllu mótinu. Ég þarf að halda áfram í meðferðinni vegna meiðslanna og að æfa mig eins mikið og ég get. Síðan ég byrjaði að æfa á fullu hef ég til dæmis aldrei farið í sumarfrí, einu fríin sem ég fæ er tíminn sem það tekur að komast á mót erlendis og síðan aftur heim að keppni lokinni, það er afslöpp- unartíminn. Mér skilst að það séu mjög miklar líkur fyrir sól á mótinu en mjög litlar líkur á rigningu. Ég vil hvetja fólk til að koma og sjá vel skipulagða leika, skemmtilega keppni og góða sýningu. - Pakka þér fyrir spjallið Jón Páll, gangi þér vel og vertu blessaður. - Sömuleiðis, blessuð. IM Útvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar að Hótel KEA þriðjudaginn 14. júlí kl. 15.30. Fundarefni: Málefni útgerðar. Fiskveiðistefnan. Sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson og for- maður LÍÚ Kristján Ragnarsson koma á fundinn. Stjórnin. Til söhi húseignin Hafinarbraut 23, I>alvík 180 fm, einbýlishús á tveimur hæðum. Stór lóð. Tilboð óskast fyrir 15./8. ‘87 merkt „SÓLGARÐ- AR“ box 1045 121 Reykjavík. Nýtt tímabil hefst hjá 1. verðlauna stóðhestinum Vin 953 frá Kotlaugum sunnudaginn 12. júlí. Hesturinn verður sem fyrr í hólfi í Hvassafelli í Eyja- firði og Sigmundur Sigurjónsson tekur við skráning- um og veitir allar upplýsingar, sími 31258. Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga. Hrossaræktarfélag Akureyrar og nágrennis. Súlnaberg opið frá kl. 8.00-22.00. Heitur matur allan daginn. Höfðaberg veitingasalur annarri hæð. Opið frá kl. 7.30-23.30. Ath. kvöldverður afgreiddur frá kl. 18.00-22.00. * KRISTJÁN GUÐMUNDSSON leikur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld. ★ Laugardaginn 11. júlí Dansleikur hinir frábæru MIÐALDAMENN frá Siglufirði leika fyrir dansi til kl. 3.00. Borðapantanir hjá veitingastjóra í síma 22200.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.