Dagur - 10.07.1987, Blaðsíða 15
Akureyri:
Húnavatnssýslur:
420 fiskar
úr Blöndu
Laxveiöi í Húnavatnssýslum
hófst í flestum ám fyrri hluta
júnímánaðar. Góð veiði hefur
verið í flestum þeirra en þó má
finna ár þar sem veiði hefur
verið nær engin.
Flestir fiskar hafa komið á land
úr Blöndu eða 420. Einnig stefnir
í góða veiði í Svartá en þar veidd-
ust 44 laxar fyrstu 4 dagana. Aft-
ur á móti hefur aðeins fengist 21
lax úi Laxá í Refasveit síðan 20.
júní.
Aðrar ár s.s. Vatnsdalsá, Laxá
í Ásum, Víðidalsá og Miðfjarð-
ará hafa gefið 2-300 laxa hver.
PeerGynt
ullargam
Nýr sky nd i bitastaðu r í Skipagötunni
í dag kl. 11 verður formlega
opnaður nýr skyndibitastaður
að Skipagötu 14 á Akureyri.
Staðurinn heitir Tikk takk og
er í eigu Svartfugls sf.
Að sögn Friðjóns Árnasonar,
framkvæmdastjóra Svartfugls,
verður þarna boðið upp á ýmis-
legt góðgæti. Má þar nefna
Tomma hamborgara, pottrétt
dagsins, súpu og salatbar, grill-
kjúklinga, djúpsteiktan fisk,
bakaðar kartöflur sem sérrétt og
fleira.
Aðspurður hvort hann hrædd-
ist ekki samkeppnina við Crown
chicken, en staðirnir eru hlið við
hlið, sagðist Friðjón ekki gera
það. „Ég tel þvert á móti að þetta
sé mjög heppilegt fyrir báðástað-
ina. Petta eru tveir skyndibita-
staðir með mismunandi áherslur
og þeir munu draga viðskipti á
þetta svæði í félagi. Við eigum í
sameiginlegri samkeppni við aðra
staði, nesti, bensínsjoppur, Baut-
ann o.fl. Ég held að þetta eigi eft-
ir að koma sterkt út og bendi í
því sambandi á Bandaríkin. Þar
gera menn sér far um að hópa
slíkum stöðum á sama blettinn.“
Friðjón sagði einnig að lögð
yrði gífurleg áhersla á hraða
þjónustu en nafn staðarins, sem
sótt er í smiðju Bjarna Hafþórs
Helgasonar, minnir einmitt á tif-
andi sekúnduvísi . „Við stefnum
að því að það myndist aldrei
biðröð. Hamborgararnir munu
taka lengstan tíma, 3-4 mínútur
eftir að við verðum komin í
æfingu, en annað er tilbúið þegar
viðskiptavinurinn kemur inn. Ég
vil svo bara að lokum óska Akur-
eyringum til hamingju með þenn-
an nýja skyndibitastað,“ sagði
Friðjón Árnason. JHB
wHjálpa mér? Nei takk, ég get sko alveg borið hnakkinn jrjs Jijörk Marteinsdóttir komin á bak á Nótt.
Sjálf.“ Myndir: JÓH
Séð yfir reiðskólasvæðið. Börnin að leggja af stað í úýtreiðartúrinn.
AKUREYRARBÆR fm
W
Sumarafleysingar
Starfsfólk vantar í sumarafleysingar á dvalar-
heimili Akureyrarbæjar bæöi í Hlíð og í Skjaldar-
vík.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 23174
eöa 21640.
Sláttuvéla-
þjónusta!
Höfum tekið umboð fyrir:
Flymo, Ginge, Jacobsen og Komatsu (orf).
Vélar og varahlutir fyrirliggjandi í flestar gerðir véla.
Sumartilboð í að yfirfara gömlu vélina.
Ath. Opið laugardaga 10-16. Sækjum og sendum.
Vélaverkstæði Gunnars
Frostagötu 6b • Sími 21263 (sama hús og Hellusteypan).
Okkur vantar bifvélavirkja
til starfa viö bílarafmagn á verkstæöi okkar.
Þarf að geta byrjað sem fyrst.
moufíuósnf
RAFVERKTAKAR
FURUVÖLLUM 13- 600 AKUREYRI
SÍMAR (96)25400 & 25401
Starfskraftur óskast
í veitingasal Hótel Akureyrar.
Upplýsingar veittar í hótelinu ekki í síma milli kl.
17.00 og 19.00.
Óskum að ráða
starfsmann til
skrifstofustarfa
í Skipaafgreiðslu KEA.
Umsækjandi þarf aö geta hafið starf sem fyrst.
Upplýsingar gefur Gunnlaugur Frímannsson í síma
214000.
Kaupfélag Eyfirðinga.