Dagur - 04.12.1987, Síða 4

Dagur - 04.12.1987, Síða 4
4 - DAGUR - 4. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Mogginn og kvótakerfið Frumvarp um fiskveiðistjórnun fram til ársins 1991 verður væntanlega lagt fram á Alþingi í dag. Þetta mál hefur tvímælalaust meiri þýðingu fyrir þjóðina alla en flest önnur, sem Alþingi kemur til með að fjalla um í vetur. Sjórinn er okkar langdýrmætasta auðlind, þótt ýmsir þegnar þessa lands virðist gleyma því á stundum. En auðlindin er takmörkun- um háð og þess vegna verðum við ávallt að sækja í hana af varfærni og fara ekki offari. Fyrir u.þ.b. fjórum árum var tekin upp gerbreytt fiskveiðistefna með tilkomu kvótakerfisins. Hönnuður og hugmyndasmiður þess kerfis er Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Þótt margir yrðu til að lýsa vantrú sinni á þetta kerfi í upphafi, hefur það sannað gildi sitt og orðið til verulegra hagsbóta í sjávarútvegi. Það frumvarp um fiskveiðistjórnun, sem nú er lagt fram á Alþingi er í meginatriðum óbreytt. Því miður hefur ekki tekist fullkomin eining um fyrr- nefnt frumvarp innan ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa fundið því flest til foráttu og hótuðu lengi vel að styðja það alls ekki nema á því yrðu gerðar grundvallarbreytingar. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa fyrirvara á samþykki sínu vegna fjögurra ára gildistíma frumvarpsins, sem þeim finnst of langur. Afstaða stjórnarandstöð- unnar er óljós eins og í flestum þeim málum sem komið hafa til kasta þingsins í haust. í leiðara Morgunblaðsins í gær er fjallað um þetta mál með allsérstökum hætti. Leiðarahöfundur legg- ur sig fram um að snúa út úr og rangtúlka afstöðu sjávarútvegsráðherra og gera hann tortryggilegan í augum lesenda. Þar er fullyrt að það sé ekki vilji sjávarútvegsráðherra að Alþingi hafi lokaorðið um það hvernig frumvarpið hljóði og ráðherrann sé því algerlega mótfallinn að nokkrar breytingar verði gerðar á þeim frumvarpsdrögum sem nú liggja fyrir. Það er greinilegt að Morgunblaðið misskilur afstöðu sjávarútvegsráðherra illilega og víst er að misskilningur er versti skilningur sem hægt er að leggja í mál yfirleitt. Auðvitað kemur Alþingi til með að hafa lokaorðið í þessu máli eins og öðrum sem það tekur til umfjöllunar. Sjávarútvegsráð- herra er sjálfsagt tilbúinn til að gera einhverjar breytingar á frumvarpi sínu, en ekki í grundvallai- atriðum eins og kratar hafa farið fram á. Lái honum hver sem vill. Engum er það ljósara en sjávarút- vegsráðherra að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar allra. Einmitt þess vegná hefur hann leitast við að móta fiskveiðistefnu sem tryggir sem réttlátasta skiptingu þessarar auðlindar út frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Gremja Morgunblaðsins er hins vegar sérkapítuli út af fyrir sig. í leiðurum blaðsins hefur þeirri stefnu löngum verið hampað að sala veiðileyfa sé það sem koma skal í sjávarútvegi. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa hins vegar ekki gert mikið með þá skoðun fram til þessa og það gremst ritstjórum Morgunblaðsins. Einhvern veginn verða mennirnir að fá útrás. BB. Hundur til Skotlands Reynir Antonsson skrifar Þá er aðventan hafin, þessi skemmtilegi tími fagnaðar- blandinnar eftirvæntingar, tími sem þó hefur því miður einnig einkennst af harla hvimleiðu auglýsingaskrumi kaupahéðna. Og á aðventunni fjölgar líka ljósunum, sem ekki veitir nú af í svartasta skammdeginu. Flest eru þessi ljós framleidd með rafmagni, þó svo þeir séu nú að vísu margir sem kjósa frekar hin náttúrulegu Ijós fjögurra kerta í aðventukrönsum sínum, en þetta rafvædda gyðingaljós sem Gunnar Ásgeirsson heild- sali er sagður hafa flutt hingað inn úr Svíaríki og grætt vel á. En rafmagn er til fleiri hluta nytsamlegt en bara til að tendra ljósin á hinum sænsku gyðinga- ljósum, og nýjustu fréttir herma að rafmagn sé víða af skornum skammti og þarafleiðandi eftir- sótt og dýrt samkvæmt öllum viðurkenndum markaðslögmál- um. Pundin Iokka Fyrir allnokkrum árum var skortur á raforku á Norður- landi, og komu þá fram hug- myndir um að leysa þann vanda með lagningu línu frá stórvirkj- ununum á Þjórsársvæðinu norð- ur í land, og gott ef Sigurjón Rist átti ekki einhvern þátt í mótun þessara hugmynda. Mæltust þessar hugmyndir mis- jafnlega fyrir og var í þessu sambandi oft talað í fyrirlitning- artón um „hundinn að sunnan“. Var horfið frá þessu ráði, en bætt við nýrri og umdeildri virkjun í Laxá. Síðar kom þó þessi hugmynd um „hundinn" til framkvæmda, að vísu í dálít- ið breyttri mynd hinna svoköll- uðu „byggðalína" sem nú hring- tengja raforkukerfi landsins. En nú eru á kreiki hugmyndir um „hund“ sem tekur öllum hinum fyrri langt fram hvort sem litið er til lengdar eða flutn- ingsgetu. Einhver breskur náungi sem kvað meðal annars vera í sambandi við kjarnorku- andstæðinga, hefur nefnilega boðist til að kaupa af okkur alla þá raforku sem við getum af hendi látið fyrir mjög hátt verð. Vitanlega kviknaði strax á doll- aramerkjunum í augum mör- landans. Nei annars, þetta eru auðvitað ekki dollaramerki, því að dollarinn er ekkert nema verðlaust pappírsdrasl, og verð- ur það að minnsta kosti meðan hann Rambó hefur lyklavöldin í Hvíta húsinu. Öðru máli gegnir með pundin lokkandi þau eru verðmikil, þrátt fyrir Thatcher. Að vísu urðu ekki allir jafn uppnæmir af hugmyndum þessa Breta, sem reyndar hefur látið eitthvað lítið á sér kræla að undanförnu, til dæmis hann Jóhannes Nordal, en sá maður má nú ekkert vera að því að sinna orkumálum, enda upptek- inn af því starfi að vera mestur verðbólguvaldur í landinu. Álitlegt En þó að fyrrnefndur orkubreti muni nú líkast til ganga úr skaftinu með öll sín girnilegu tilboð, þá er því ekki að neita, að útflutningur á raforku verður án efa mjög álitlegur kostur, jafnvel innan mjög fárra ára, og að mörgu leyti miklu vænlegri en þetta álver sem hann Frissi Sóf var að væla útaf við höfð- ingjana í Bruxelles, eða Brussel eins og Flæmingjar kalla nú staðinn. í fyrsta lagi þá finnst manni nú byggðaröskunin vera ærin fyrir, þó að ekki sé nú ver- ið að troða enn einu álverinu niður í Straumsvíkina, byggða- röskun sem jafnvel Sambandið er farið að taka þátt í af fullum krafti með fulltingi burthlaup- inna Vestfirðinga á herða- blöðunum, og í öðru lagi þá er þetta mikil spurning um umhverfismál, bæði fyrir okkur sem þannig losnum við stór- iðjuna úr okkar viðkvæmu náttúru, og einnig fyrir Breta sem losna við hálfu verri meng- unarvalda í stóriðju sinni svo sem kol, að ekki sé nú talað um hina stórhættulegu kjarnorku. Sagt er að „hundur" frá Aust- fjörðum til Skotlands sé á mörkum hins hagkvæma, en margt bendir til þess að nýjar leiðir muni opnast svo sem hin svokallaða ofurleiðaratækni. Þá kunna svona kaplar einnig að verða hreinlega úreltir innan tíðar, og í staðinn komi flutn- ingur orkunnar með leysi- geislum fyrir tilstilli gervihnatta. En hver sem þróunin verður, þá er víst að hún verður hröð, lík- lega svo hröð að álversvælið hans Frissa mun hreinlega telj- ast af sagnfræðingum allt að því hlægileg skammsýni. Bygging álvers af þeirri stærðargráðu sem talað er um ásamt tilheyr- andi virkjun tekur nefnilega það langan tíma, að allar for- sendur í orkumálum verða orðnar gjörbreyttar. Þessvegna ættu rnenn að bíða átekta um sinn, og hefja þess í stað mark- vissa uppbyggingu sem miðar að því að styrkja og treysta byggðina á Norður- og Austur- landi, þeim landsvæðum sem hýsa munu hinar stóru virkjanir svo að þarna rísi ekki bara ein- hverjar verbúðir með gullgraf- arasniði þegar kallið kemur. Við nöfum nú þegar gert svo mörg mistök sakir skammsýni í orkumálum, að við hreinlega megum ekki við einum til, og sama máli gegnir raunar um öll okkar byggðamál líka. Margt bendir til þess að það sem stundum hefur verið kallað „landsins stærsti draumur", skammstafað LSD í orkumálum geti nú orðið að veruleika, og það ber að grípa gæsina ef hún gefst þó tekið verði fyllsta tillit til náttúruverndarsjónarmiða. En fyrst af öllu verða orku- auðlindirnar miklu sem við eig- um, rétt eins og raunar allar okkar auðlindir, að losna úr höndum hins morkna og spillta ættarveldis og auðveldis sem stjórnar þeim úr skrifstofum sínum í Reykjavík, líkt og léns- menn lendum sínum með eigin skammvinnan stundarhagnað tíðast að leiðarljósi. Inn í þessi mál þarf að koma nýtt fólk á nýjum stöðum með nýjan hugs- unarhátt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.