Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 15. júní 1988 112. tölublað Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig stúdentarammar og fjölbreytt úrval annarra stúdentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Sláttur hafinn Sláttur hófst á tveimur bæjum í Eyjafírði, Ytri-Grund og Teigi, laugardaginn 11. júní. Heimilisfólkið á Teigi var að slá og hirða af fullum krafti þegar Ijósmyndara bar að garði og voru menn sammála um að sprettan væri mjög góð. Mynd: tlv Alþýðusamband Islands kærir íslensk stjórnvöld - fyrir Alþjóðavinnumálastofnuninni Gamli Björgvin áfram í eigu íslendinga? jslenskir útgerðarmenn hafa sýnt skipinu áhuga“ -segir Friðrik Gunnarsson hjá Vélasölunni hf. Þó svo að skipasmíöastööin í Flekkefjörd í Noregi, hafi tek- ið togarann Björgvin frá Dal- vík upp í kaup ÚD á nýju skipi þaðan, eru nokkrar líkur á því að togarinn verði áfram gerður út frá Islandi. Islenskir útgerð- armenn hafa sýnt skipinu áhuga, en enn hafa þó ekki neinar samningaviðræður um kaup á skipinu átt sér stað. „Það hefur verið spurst fyrir um skipiö, því það er alltaf möguleiki ef menn eru með jafn mörg tonn í ennþá eldra skipi, að senda það úr landi í staðinn fyrir svona gott skip eins og Björgvin,“ sagði Friðrik Gunn- arsson framkvæmdastjóri Véla- sölunnar hf. í Ánanaustum, sem er umboðsaðili hér á landi fyrir norsku skipasmíðastöðina. „Björgvin kom nýr til Dalvíkur árið 1974 og miðað við íslenskan skipastól er hann nýlegt skip í dag, því við erum með elsta skipastól á norðurhveli jarðar. Björgvin er með aðalvcl frá því árið 1981 og hann hefur fengið eitt besta viðhald í íslenska flotanum. Þar sem skipið hefur ekki enn verið afhent nýjum eig- endum hafa engar samningavið- ræður um sölu þess átt sér stað. En menn hafa spurst fyrir um skipið, enda væru þeir litlir útgerðarmenn ef þeir skoðuðu ekki allt sem framhjá nefi þeirra fer,“ sagði Friðrik ennfremur. „Það hefur verið gerður samn- ingur við Orkustofnum um að gera viðnámsmælingar og hefjast þær í byrjun næstu viku. Þessar mælingar fara fram á Hámundarstaðahálsi, þar sem búið er að taka sýni af volgu vatni sem kemur þar upp og inn eftir sveitinni allri, ef vera kynni að heitt vatn væri nálægt aðal notknnarsvæðun- um,“ sagði Sveinn Jónsson oddviti Árskógsstrandar- hrepps aðspurður um hita- Alþýðusamband íslands sendi í gærmorgun aðalfram- kvæmdastjóra Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar bréf sem inniheldur kæru vegna meintra brota íslands á samþykktum stofnunarinnar. ASÍ fer þess á leit að kæran verði tekin fyrir veitumál í hreppnum. „Það kemur í ljós að loknum þessum mælingum hvert fram- haldið verður, hvort það verður borað hér í hreppnum eftir heitu vatni, eða hvort borgar sig frekar fyrir okkur að tengjast hitaveit- unni á Dalvík en það mál er einnig verið að kanna. Það hefur verið rætt við Dalvíkinga og við- brögð þeirra hafa verið mjög jákvæð. En þetta þarf allt að skoða vandlega og kanna vel hvaða leið er hagkvæmust," sagði Sveinn. af nefnd sem fjallar um félags- frelsi og segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ þess full- viss að nefndin og stjórn stofn- unarinnar komist að sömu niðurstöðu og ASÍ. Sú niður- staða eigi að liggja fyrir í nóvember, áður en Alþingi Á annað hundrað hús mundu geta tekið inn hitaveitu í hreppnum, í þorpunum tveimur, Árskógssandi og Hauganesi, hús- in á iðnaðarsvæðinu og þeir sveitabæir sem yrðu næst leiðsl- unni. „Þessar mælingar Orku- stofnunar taka um eina til tvær vikur og í framhaldi af því verður síðan unnið úr niðurstöðunum og þær kynntar seinna í sumar. Þá kemur í ljós hvort ástæða þykir til að fara í könnunarborun í hreppnum.“ -KK samþykkir bráðabirgöalög ríkisstjórnarinnar, en um þau snýst kæran. Á síðustu tíu árum hafa níu sinnum verið sett almenn lög um kjaraskerðingu og skerðingu samningsréttar verkalýðsfélaga og félagasamtaka. f bréfinu til framkvæmdastjórans eru þessar lagasetningar tíundaðar, þar með lögin frá 20. maí þar sem samn- ingsréttur var algjörlega afnum- inn til 10. apríl 1989 auk fleiri aðgerða. „Alþýðusamband íslands lítur svo á, að með endurtekinni beit- ingu löggjafarvalds í því skyni að breyta gerðum kjarasamningum verkalýðsfélögum í óhag og með afnámi samningsréttarins, sé ver- ið að veikja tiltrú launafólks á gildi samningsréttar verkalýðs- félaga," segir m.a. í bréfinu. Aðspurður af hverju þessari aðferð hafi ekki verið beitt vegna setningar bráðabirgðalaga árið 1983, þegar samningsréttur var afnuminn um tíma, sagði Ásmundur að þá hefðu menn viljað láta reyna á aðrar samn- ingsleiðir. Það hefði ekki gengið og þegar sami leikurinn sé endur- tekinn sé mikilvægt að snúa stjórnvöldum „frá þeirri villu að svona lagað sé bara í lagi“. Vinnumálastofnunin hefur ekki vald til refsiaðgerða af neinu tagi ef dómur hennar verður ríkisstjórninni í óhag. Aðgerðir í berhögg við slíka niðurstöðu gætu hins vegar rýrt alþjóðlegt almenningsálit á íslenskum stjórnvöldum. Ásmundur sagðist ekki útiloka frekari aðgerðir af hálfu ASÍ til að mótmæla lagasetningunni en um tímasetningu slíkra aðgerða vildi hann ekkert segja. Alþýðu- samband Vestfjarða hefur hins vegar sent aðildarfélögum sínum skilaboð um að búast til átaka í september. ET Bæjarráð samþykkir áskomn á Flugleiðir Á fundi sem haldinn var í bæjarráði í gær var samþykkt svohljóðandi áskorun til Flug- leiða: Bæjarráð Akureyrar átelur harðlega að deila flugmanna og yfirstjórnar Flugleiða skuli látin bitna á þjónustu félagsins við farþega, ekki síst þegar haft er í huga einkaleyfi félagsins og verð- lag þjónustunnar. Bæjarráð telur að aðgerðir sem þessar leiði óhjákvæmilega til aukins þrýst- ings á að einkaleyfi félagsins á flugleiðinni Akureyri - Reykja- vík verði afnumið. -KK Hitaveitumál í Árskógsstrandarhreppi: Orkustofnun gerir viðnámsmælingar - „Kemur einnig til greina að tengjast hitaveitunni á Dalvík,“ segir Sveinn Jónsson oddviti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.