Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 3
15. júní 1988 - DAGUR - 3 Aðstaðan fyrir sundlaugargesti er hin vistlegasta eftir breytingarnar og húsa- kynnin björt og smekkleg. Mynd: gb Syðra-Laugaland: Sundlaugin opnuð eftir breytingar Sundlaugin að Syðra-Lauga- landi í Óngulsstaðahreppi hef- ur nú verið opnuð eftir gagn- gerar endurbætur. Þar var allt endurbyggt innan dyra og skipt um innréttingar, hreinlætis- og blöndunartæki og er aðstaða fyrir sundfólk hin ákjósanleg- asta. Sundlaugin verður opin fyrir almenning í sumar. Stefán Árnason og Vilberg Jónsson hafa tekið laugina á leigu yfir sumartímann ásamt Hús- mæðraskólanum gamla. Á vet- urna fer þar fram sundkennsla fyrir nemendur Laugalandsskóla en laugin er í eigu Ongulsstaða- hrepps og er hún byggð árið 19<53. í spjalli við Stefán Árnason kom fram að sundlaugin verður opin fyrir almenning í sumar frá klukkan tvö á daginn og fram á kvöld. „Fólk getur líka pantað einkatíma í lauginni og það er til- valið fyrir fjölsky!dur eða vina- hópa að taka sig saman og fá laugina út af fyrir sig,“ sagði Stefán. Aðspurður sagði Stefán að hingað til hefði sundlaugin lítið verið opin fyrir almenning en fólk hefði gjarnan sótt í laugarn- ar að Hrafnagili og Pelamörk enda væri Akureyrarsundlaugin oft troðfull á sumrin. Hann sagð- ist vera bjartsýnn á að fólk myndi flykkjast í sund að Laugalandi þar sem opnunartíminn hefði verið rýmkaður og aðstaðan batnað til muna. Auk þess sem það væri alltaf dálftið spennandi að skreppa út í sveit til að fara í sund og losna við ys og þys bæjar- lífsins. Þeir Stefán og Vilberg hafa líka í hyggju að hasla sér völl í ferðamannaiðnaðinum og bjóða upp á svefnpokapláss og mat í skólanum, en ekki búast þeir við að sú þjónusta komist í gagnið fyrr en næsta sumar. SS Ruslaílátum komið fyrir við hafnir: Meira um að skip komi með ruslið í land Fiski- og flutningaskip koma nú í auknum mæli meö sorpúr- gang, sem til fellur um borö, að landi. Nokkur umræða hef- ur verið um þessi mál að undanförnu enda sjást þess merki víða við strendur lands- ins að mikið af alls konar plast- rusli hefur verið hent frá borði. Siglingamálastofnun hefur sent út bréf til hafnarstjórna þar sem rætt er um að koma upp sorpílát- um við hafnir en nú þegar hefur verið komið upp slíkum ílátum við margar hafnir. Við Dalvíkur- höfn voru settir upp ruslagámar í vor og þetta mál var nýlega rætt í hafnarstjórn Ólafsfjarðar. Hafnarstjórn Ólafsfjarðar samþykkti að beina því til bæjar- stjórnar að hugað verði að þess- um málum um leið og nýtt skipu- lag verður tekið upp varðandi sorphirðu í bænum en nú er Ólafsfjarðarbær í samvinnu við sveitarfélög innan við Múlann að byggja sorpbrennsluþró. Varð- andi þjónustu við skip í Ólafs- fjarðarhöfn er talið að ekki sé brýn nauðsyn nú á að setja upp Flóðin í Eyjafjarðará: Varpland undir vatn Mikiö varpland fór undir vatn í llóðununi í Eyjafjarðará á dögunum. Rúnar Sigmundsson umdæmisstjóri Flugmála- stjórnar á Akureyrarflugvelli telur að mikið hafi flotið upp undan öndum, kríu og mófugli í leysingunum. Flugvallarverðir sáu eitthvað af hálfdauðum ungum og eggjum á floti, en Rúnar veit ekki hvort það hafi verið í miklum mæli. Hins vegar sást á atferli fuglsins að mikið af varplandi fór undir vatn. Flóðin hafa nú sjatnað og telur Rúnar að þeim sé lokið í ár. kjó Sýningarsalurinn opinn alla virka daga og laugardaga frá kl. 11-16. Höldursf. Tryggvabraut 10 • Símar sölumanna: 27015,27385 & 21715

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.