Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 8
8-DAGUR-15. júní 1988 Hótel Áning: Nýtt sumar- hótel á Sauðárkróki Þann 2. júní sl. hóf nýtt sumar- hótel á Sauðárkróki, Hótel Aning, starfsemi sína, en það er til húsa í heimavist Fjöl- brautaskólans. Það er hlutafé- lagið Aning - ferðaþjónusta hf., sem rekur hótelið en það er í eigu fimm fjölskyldna á Sauðárkróki og nágrenni. Beðið eftir að kvöldverður hefjist. árkrók og þaðan haldið í Hóla í Hjaltadal. Eftir að mennta- og kirkjusetrið hafði verið skoðað hélt hópurinn upp á Krók og snæddi þar hádegisverð. Um miðjan dag héldu svo eldri borg- ararnir til síns heima, hæst ánægðir eftir vel heppnaða dvöl. Um næstu helgi, eða 17. júní, verður sams konar samkoma á Hótel Áningu. Þá kemur 30 manna hópur Félags eldri borg- ara í Reykjavík sem kemur úr ferð til Færeyja. Einnig er stefnt að því að fá eldri borgara frá Skagaströnd, Hvammstanga, Blönduósi, Siglufirði, Ólafsfirði og síðan eru Skagfirðingar og Sauðárkróksbúar eldri en 60 ára hvattir til að mæta. -bjb Hluti samkomugesta á Hótel Áningu. 140 manna hópur eldri borgara í hehnsókn á Sauðárkróki Alls eru 25 vistleg herbergi í hótelinu og matsalur, sem rúmar um 140 manns í mat. Matreiðslu- meistari er Einar Bragi og yfir- þjónn Kristján Örn. Undir borðhaldi á kvöldin verður lögð áhersla á ýmsar uppá- komur. Þannig verður Jóhann Már Jóhannsson bóndi og söngv- ari í Keflavík, tíður gestur, svo og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari, en hún sér jafn- framt um móttöku hótelsins. í anddyri verður rekin upplýsinga- miðlun fyrir ferðafólk. Þá er í hótelinu góð aðstaða til ýmiss konar afþreyingar, s.s. til að tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarp. Ennfremur er sérstakt barnahorn. í tengslum við hótelið verður ennfremur ýmislegt um að vera utandyra. Þannig er hægt með skömmum fyrirvara að fara f 2ja klukkustunda reiðtúr eftir kvöldmat, veiða í fjörunni, bregða sér í golf, sund eða göngutúr. Ennfremur verður boðið öðru hverju upp á kvöld- ferðir heim að Hólum. Áning ferðaþjónusta rekur auk hótelsins, svefnpokagistingu í Grunnskóla Sauðárkróks. Þar er gist i tveimur kennslustofum sem hafa verið hólfaðar niður í tveggja manna einingar með létt- um skilveggjum. Þar er ennfrem- ur rúmgóð aðstaða til að snæða nesti. Þá sér Áning um rekstur á tjaldsvæði bæjarins, sem er norð- an við sundlaugina. í tengslum við rekstur hótels- ins býður Áning félagasamtökum og starfsmannafélögum upp á svokallaða „sæluviku Áningar“, sem er eins til tveggja sólarhringa dvöl í Skagafirði. Er þar boðið upp á kvöldvöku og leiðsögn um Skagafjörð auk fæðis og gisting- ar. Hafa nú þegar ýmsir hópar notfært sér þetta tilboð. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Áningar eru veittar í síma 95-6717. Þaö var fríður hópur eldri borgara sem staddur var á Sauðárkróki frá föstudegi fram á laugardag. Um var að ræða 140 manna hóp frá Reykjavík, Akureyri og Húsavík. Tilefnið var að 40 manna hópur Félags eldri borgara í Reykjavík hefur verið á hringferð um landið að undanförnu með viðkomu í Færeyjum og ákveðið var að hópurinn gisti síðustu nóttina á Iðja: Ályktunura efiiahagsráðstafanir rðdsstjómarímiar Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi stjórnar og trún- aðarráðs Iðju félags verk- smiðjufólks á Akureyri fimmtudaginn 26. maí og hefur verið send ríkisstjórninni: „Fundur haldinn 26. maí í stjórn og trúnaðarráði Iðju félags verksmiðjufólks á Akureyri, fordæmir harðlega þá aðför að mannréttindum launafólks sem felst í aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Samnings- og verkfallsréttur- inn eru grundvallar mannréttindi og á þeim byggist allt starf stétt- arfélaganna. Með aðgerðum sín- um gerir ríkisstjórnin stéttarfé- lögin að máttlausu vopni í bar- áttunni fyrir bættum kjörum. Árás sem þessari verður að mæta með samstilltu átaki samtaka launafólks. Með aðgerðum sínum skerðir ríkisvaldið kaupmátt launa iðn- verkafóks. Aðgerðir þess afnema vísitöluviðmiðanir gildandi samninga og ákvæði um endur- skoðun. Þetta er gert þrátt fyrir að allir séu sammála um að kaup- máttur launa iðnverkafólks sé ekki sá skaðvaldur sem skapar núverandi ófremdarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. Stjórn og trúnaðarráð Iðju skorar á ríkisstjórnina að afnema bráðabirgðalögin og ganga til viðræðna við heildarsamtök verkafólks um raunhæfar aðgerð- ir í efnahagsmálum." - önnur heimsókn um næstu helgi Sauðárkróki og þangað myndu koma eldri borgarar af Norður- landi til að hittast eina kvöldstund. Samkoman á föstudagskvöldiö á Hótel Aningu var undirbúin og skipulögð af Ferðaþjónustu Aningar í samráði við Félag eldri borgara í Reykjavík. í þessum 140 manna hópi sem mætti til kvöldverðar á Hótel Áningu voru nokkrir eldri borg- arar frá Sauðárkróki. Þá komu 30 manns í rútu beint frá Reykjavík, en sá hópur fór ekki til Færeyja. Dagskrá kvöldvcrðar var fjöl- breytt og stýrði sr. Hjálmar Jóns- son veislunni af sinni alkunnu snilld. Upplestur var í höndum Björns Jónssonar sóknarprests á Akranesi, Jóhann Már Jóhanns- son söng og Herdís og Sólveig Anna Jónsdætur spiluðu á fiðlu og píanó. Að loknum kvöldverði á Hótel Áningu var farið í Félagsheimilið Bifröst, þar sem menn stigu dans við undirleik Geirmundar Valtýssonar á harmoniku. Þar fór einnig fram stutt kynn- ing á starfi eldri borgara í Reykjavík og á Akureyri. For- menn félaganna, þeir Bergsteinn Gíslason í Reykjavík og Erlingur Davíðsson Akureyri, sáu um þá kynningu. Félag eldri borgara í Reykjavík er rúmlega tveggja ára gamait félag og ört vaxandi. Sömu sögu er að segja um eldri borgara á Akureyri, en þeirra félag var stofnað í okt. ’82. Að sögn Bergsteins Gíslasonar er mikill áhugi fyrir því að félög eldri borgara um allt land sam- einist og hittist oftar en gert er. „Það er hægt að gera miklu meira ef menn vinna saman og sam- koman á Sauðárkróki er góð byrjun,“ sagði Bergsteinn. í Bifröst söng kór Félags eldri borgara í Reykjavík nokkur lög við góðar undirtektir. Lét hann ekki þar við sitja því að loknu balli var farið niður á Borgarsand í miðnætursólinni og sungið þar í blankalogni. Fylgst var með þeg- ar miðnætursólin settist við Drangeyna og var þetta góður endir á vel heppnaðri kvöldstund hjá eldri borgurunum. Á laugardag var farið á þrem rútum í skoðunarferð um Sauð- Ferðafélag Akureyrar: Ferð í Vatnsdal um helgina Um nk. helgi þann 18.-19. júní ætlar Ferðafélag Akureyrar að fara í Vatnsdal og fyrir Vatns- nesið. Vatnsdalur í Austur-Húna- vatnssýslu liggur milli Víðidals- fjalls og Vatnsdalsfjalls og er um 25 km langur. Hann er grösugur mjög, búsældarlegur og þykir meðal fegurstu dala landsins. Um dalinn fellur Vatnsdalsá sem er þekkt veiðiá. Mikil og ferleg skriðuhlaup hafa fallið úr Vatns- dalsfjalli og niður um utanverðan Vatnsdal. Vatnsdalshólar er víð- áttumikil og sérkennileg hóla- þyrping yst í Vatnsdal og girðir dalinn þveran. Talið er að hól- arnir hafi myndast af hruni í Vatnsdalsfjalli löngu fyrir íslandsbyggð. Vatnsdalshólar hafa verið taldir meðal þriggja óteljandi náttúrufyrirbæra á Is- landi, hin tvö eru vötnin á Arnar- vatnsheiði og eyjarnar á Breiða- firði. Vatnsdaíur er sögusvið Vatnsdælasögu en þar segir frá Ingimundi gamla landnámsmanni sem nam Vatnsdal og bjó á Hofi. Vatnsnes er skagi sem gengur fram milli Miðfjarðar og Húna- fjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Vatnsnesfjall er fjallgarður sem gengur eftir nesinu endilöngu. Margar klettaborgir og standberg eru í fjalllendi þessu. Undirlendi er lítið en hin eiginlega Vatnsnes- byggð er vestan á nesinu. Síða heitir sveitin austan á nesinu, hún liggur inn með Húnafirði og Sig- ríðarstaðavatni en þá tekur Vest- urhóp við. Margir merkir og fagr- ir staðir eru á leið þessari meðal annarra Hindisvík og Hvítserk- ur‘. Skrifstofa Ferðafélags Akur- eyrar er opin milli kl. 16.00 og 19.00 alla virka daga vikunnar. Þar eru veittar upplýsingar um ferðir og þar fer fram skráning í ferðir Ferðafélags Akureyrar. Sími skrifstofunnar er 22720. x) Tekið upp úr I.andið þill ísland 5. bindi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.