Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 15. júní 1988 Iðnaðarráðuneytið: Gerð verður út- skipaiönaði tekt á Á undanförnum árum og mán- uðum hefur samkeppnisstaða íslensks skipaiðnaðar breyst verulega af margvíslegum ástæð- um, innlendum sem erlend- um. Skipaiðnaður stendur því Veiðitímabilið í Svartá í Bárð- ardal hófst 11. júní síðastliðinn. Að sögn Haraldar I. Haralds- sonar hjá bílaleigunni Erni, sem sér um sölu veiðileyfa í ánni, lofar byrjunin góðu. Fyrstu helgina var mjög góð urriðaveiði og veiddist töluvert af 6 punda fiskum. Haraldur seg- ir þetta mun betri veiði en byrj- unin hefur verið síðustu ár. Svartá hefur fram að þessu verið hálfgerð „hulduá" og aðallega verið nýtt af sænskum fluguveiði- mönnum. Athygli vekur hversu nú frammi fyrir meiri óvissu um verkefni en áður. Af þessum ástæðum hefur Iðn- aðarráðuneytið ákveðió, í sam- ráði við Landssamband iðnaðar- manna og Félag dráttarbrauta og stór fiskurinn er og í sumar verð- ur bryddað upp á nýmæli í ánni. Veiðitíminn verður „opinn“, þ.e. fólki er bent á að að veiða ekki lengur en 10-12 tíma á sólar- hring, en það ræður sjálft hvenær það nýtir þessar stundir. Harald- ur segir þessa tilraun einkum gerða vegna þess að næturveiði- tími í ánni sé sérstaklega skemmtilegur, einnig vonast hann til að þetta geri fólki dvöl- ina við ána ánægjulegri, því náttúrufegurð þar er mjög mikil. kjó skipasmiðja, og með þátttöku nokkurra annarra aðila, að láta gera úttekt á íslenskum skipaiðn- aði í þeim tilgangi að kanna ástæð- ur breyttrar samkeppnisstöðu. Um er að ræða almenna úttekt á iðnaði í heild, stöðu hans og framtíðarhorfum. Til verksins hefur verið fengið breskt ráðgjafafyrirtæki, A&P Appledore. Pess má geta, að í framhaldi af þessari úttekt gefst einstökum fyrirtækjum í skipa- iðnaði kostur á sérúttekt á sínum vegum af sömu aðilum. Markmiðið með verkefninu er að efla samkeppnishæfni inn- lendra skipasmíðastöðva á þeim sviðum sem styrkleiki og sérstaða þessa iðnaðar fær sín best notið til iengri tíma, með hliðsjón af hagsmunum skipaiðnaðar og útgerðar og þróun í alþjóðasam- keppni. Yfirstjórn og eftirlit þessa verkefnis verður í höndum verk- efnisstjórnar sem skipuð verður fulltrúum frá Iðnaðarráðuneyti, Landssambandi iðnaðarmanna, Félagi dráttarbrauta og skipa- smiðja, Iðnlánasjóði, Iðnþróun- arsjóði, Fiskveiðisjóði, Byggða- stofnun og Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Svartá í Bárðardal: Góð veiði fyrstu helgina Fyrir 17. júní FuU búð af nýjum vörum! PSP r*« fc'v u-> Úrval af bómullar- fatnaði, Vj/jMllf; aallabuxum og peysum fra L Ný sendiug frá^ Fatnaður sem bægt er að setja saman á ótal vegu. Gallasmekkbuxur frá. LOIS SÍMt (96) 21^0° Auglýsendur athugið! Ekkert helgarblað kemur út 17. júní. Auglýsendum er bent á fimmtudags- blaðið 16. júní. Skilafrestur auglýsenda er fyrir kl. 11 í dag miðvikudaginn 15. júní. Bæjarstarfsmcnn við gróðursetninguna á reynitrjánum ásamt krökkunum í unglingavinnunni. Sauðárkrókur: 100 reynitriain plantað við Skagfirðingabraut - aspirnar frægu Qarlægðar Nýverið voru gróðursett 100 reynitré við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Voru þau sett í staðinn fyrir aspirnar sem fyrir voru, en þeim hefur ekki tekist að ná þeim þroska sem til var ætlast þegar þær voru gróður- settar fyrir tveimur árum. Eitt- hvert líf er þó í sumum þeirra og verður þeim komið fyrir í Sauðárgili, en þar hefur tals- verðum fjölda af trjám verið plantað að undanförnu. Reynitrén setja myndarlegan svip á innkeyrsluna í bæinn, Skagfirðingabrautina, og er von- andi að þeim takist að dafna með góðri hjálp. Ef vel tekst til með reyninn í sumar, stendur til að planta honum á allan þann kafla sem öspunum var komið fyrir á á sínum tíma, eða um 800 metra kafla. Þá hafa konur í Lionessu- klúbbnum Björk á Sauðárkróki tekið að sér að sjá um reynitrén og þær aspir sem eftir lifa. Þegar blaðamaður Dags átti leið um Skagfirðingabraut á dögunum voru bæjarstarfsmenn að planta reynitrjánum. Verið var að stinga aspirnar upp og grafa holur fyrir reyninn. Þegar einn starfsmaður var að grafa holu kom upp tappi af vínflösku og þá varð öðrum á orði: „Það er ekki furða þó aspirnar hafi ekki dafnað, hér þrífst ekkert nema vínviður!" -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.