Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 7
15. iúní 1988 - DAGUR - 7 þarf ekki að teygja sig til að setja fiskinn í allt að fjóra bakka. Eg myndi ekki vilja skipta aftur og ég held að enginn vilji það. Mér finnst fólkið almennt vera jafn ánægt með þetta og það kveið fyrir þessu í upphafi," sagði Aslaug. Hún sagðist telja að fólk hafi verið hrætt við það að vinna í einum hóp. Allir vinna að sama markmiði Auk stórkostlegra breytinga á vinnuskipulagi og vinnuaðstöðu hefur hið nýja kerfi óhjákvæmi- lega í för með sér nýtt launakerfi. Undanfarin ár hefur svokallað einstaklingsbónuskerfi verið við lýði í öllum fiskvinnslufyrirtækj- um. Allt sem fer til og frá hverj- um starfsmanni er vegið og metið og hver og einn keppist við að skila sem mestri og bestri vöru. Þessar skráningar allar gerast ekki af sjálfu sér heldur útheimta talsverðan fjölda starfsmanna, allt eftir því hve margir starfs- menn eru. „Þessi sífelldi eltinga- leikur við nýtingu og samsetn- ingu hjá hverri konu var genginn út í öfgar,“ segir Finnbogi. í flæðilínukerfinu er ekki hægt að notast við þetta fyrirkomulag enda vinna starfsmenn nú allir að sama markmiði í einni samfellu. Ekki aðeins á þetta við um starfs- menn í snyrtingu og pökkun heldur alla þá sem koma nálægt fiskinum, frá móttöku þar til pakkningarnar eru komnar í frystigeymslu. Hópbónus hefur leyst einstakl- ingsbónusinn af hólmi og fækkað þjónustustörfunum við skrán- ingu. Segja má að þessi breyting hafi komið á heppilegum tíma því um svipað leyti var einmitt verið að taka hópbónuskerfi upp víðar um landið t.d. á Vestfjörð- um. Nýtt launakerfi hefur leitt til þess að bónusinn hefur hækkað. „Við komumst áður hæst upp í 159 krónur en nú höfum við farið í 169 krónur á tímann í bónus. Og þennan bónus fá allir starfs- mennirnir auk um 212 kr. fast kaup á klst.,“ sagði Áslaug. Eitt svarið við erfiðleikum fískvinnslunnar Við uppsetningu flæðilínukerf- anna hefur þeirri reglu verið fylgt að starfsfólki er vandlega gerð grein fyrir þeim breytingum sem vænta má á vinnutilhögun með tilkomu þeirra. Á fundum sem haldnir voru með starfsfólki frystihúss KEA í Hrísey var m.a. spurt hvaða væntingar fólk bæri til „flæðilínuvæðingarinnar“. Yfirleitt virtist fólkið gera sér grein fyrir því hvers mætti vænta því flest af því sem upp kom hef- ur staðist. Hærra kaup, þægilegri vinnutilhögun og betri nýting var meðal þess sem nefnt var. Fram kom sú fullyrðing að gamla kerf- ið væri „gengið sér til húðar og allt væri betra en það“. Endurnýjun vinnslukerfis hafði staðið fyrir dyrum í Hrísey um nokkurt skeið þegar ákveðið var að fjárfesta í þessu nýja kerfi. „Ég held að þetta geti verið eitt svarið við þeim erfiðleikum sem steðja að fiskvinnslunni," segir Sigmar Halldórsson verkstjóri í frystihúsinu. Að sögn Sigmars hefur hið nýja kerfi gert alla verkstjórn auðveldari þar sem vinnslurásin er styttri. Þá er nú mun auðveld- ara að skipta um fisktegund í vinnslu og einnig að breyta um vinnsluaðferð. „Það sem mér finnst vera einn stærsti kosturinn við þetta er að fólk segir ekki lengur: Mér kem- ur þetta ekki við því ég er að vinna við hitt. Nú eru allir að vinna að sama marki og fá sömu greiðsluna og það er ætlast til hins sama af öllum,“ sagði Sigmar. ET Úr móttökunni. Fiskurinn fer eftir færiböndunum tveimur upp í vigtar og þaðan í vélarnar í vinnslusalnum. Ein snyrtilína í stað margra borða áður. Allar hreyfingar eru í lágmarki og allt sem til þarf er innan seilingar. Vélarnar sem taka við fiskinum frá vigtunum. Frá þeim fer fiskurinn nú á færibandi til snyrtingar og niðurskurðar í stað þess að áður var hann fluttur í bökkum. Pökkunarborðin. í baksýn sést eftirlitslínan sem er í beinu framhaldi af snyrtilínunni. Finnbogi Alfreðsson framkvæmda- stjóri Framlciðni. Mynd: GB Sigmar Halldórsson verkstjóri. Hrossaeigendur í Saurbæjarhreppi Sleppa má hrossum á afrétt og ógirt heimalönd eftir 15. júní 1988. Oddvitinn. fLeikja- og íþrótta- námskeið KA Næsta námskeið hefst mánudaginn 20. júní. Bryndís Þorvaldsdóttir, íþróttakennari leiöbeinir. Innritun í KA-heimilinu alla daga í síma 23482. Þátttökugjald fyrir 2ja vikna námskeið aðeins kr. 400,- með grillveislu og allt. Þriðja námskeiðið hefst 4. júlí ef næg þátttaka verður. Knattspyrnudeild KA. Tilkynning til sölu- skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. EYFJÖRÐ Verslið við . fagmenn. Merkið tryggir gæðin. crrr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.