Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 19

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 19
15. júní 1988 - DAGUR - 19 Jl íþróttir \ Kvennalið 2. flokks Þórs til Kefla- víkur en.... Engúin mótheiji til að spila við - Búið var að draga ÍBK út úr mótinu Undarlegt atvik átti sér stað á laugardag þegar kvennalið 2. flokks Þórs hélt til Keflavíkur. Til stóð að leika gegn ÍBK í íslandsmótinu í knattspyrnu en þegar Þórsstúlkurnar voru mættar kom í ljós að ekkert lið yar til að spila við. Kvennalið ÍBK í 2. flokki hafði verið dregið út úr Islandsmótinu en það hafði láðst að láta Þórsara vita og af þeim sökum varð ferðin til Keflavíkur heldur endaslepp. Dagur hafði samband við Kristján I. Helgason, formann kvennaráðs ÍBK, og sagði hann að liðið hefði verið dregið út úr keppninni fyrir löngu og hefði þeim skilaboðum verið komið strax til KSÍ. Aðspurður um hvenær þetta hefði verið gert sagðist hann ekki muna það nákvæmlega en taldi það hafa verið í mars. Þess má geta að mótaskrá KSÍ var ekki prentuð fyrr en í maí. Á skrifstofu KSÍ varð Gísli Gísiason, starfsmaður móta- nefndar KSÍ, fyrir svörum og hann kom af fjöllum þegar þetta var borið undir hann. „Þetta er afar undarlegt mál og ég er að heyra þetta í fyrsta skipti núna. Við höfum fylgst vel með hverjir hafa dregið sig út úr keppni þannig að hægt sé að láta væntan- lega mótherja þeirra vita áður en farið er af stað. En ég kannast ekki við að hafa heyrt um þetta,“ sagði Gísli. Það er ljóst að kostnaður við ferð sem þessa er umtalsverður og Gísli var spurður hvort Þórs- arar kæmu til með að sitja uppi með hann. „Það þarf auðvitað að komast til botns í því hvað hefur gerst. Ég skal ekki segja um hvað verð- ur gert í framhaldi af því en mótanefnd á væntanlega eftir að taka þetta mál fyrir,“ sagði Gísii Gíslason. JHB Sigþór Júlíusson skoraði fyrir 4. flokk Völsungs gegn Hvöt en það dugði ekki til. Knattspyrna yngri flokka: Stórsigur Völsungs - á Hvöt í 5. flokki Sl. sunnudag léku Völsungur og Hvöt í íslandsmóti 4. og 5. flokks karla á Húsavík. Gest- irnir unnu ágætan sigur í öðr- um leiknum en heimamenn unnu hins vegar stórsigur í hin- um leiknum. Hvöt sigraði í 4. flokki með þremur mörkum gegn einu. Það voru þeir Svavar Pálsson, Bjarni Gaukur Sigurðsson og Ottar Sæmundsen sem skoruðu mörk Hvatar en Sigþór Júlíusson skor- aði mark Völsungs. 5. flokkur Völsungs hefndi síð- an grimmilega fyrir tap félaga sinn í 4. flokki með 12:0 sigri í sínum leik. Guðni Rúnar Helga- son var hættulegur við mark Hvatar í þessum leik og skoraði 6 mörk, Halldór Stefánsson og Arngrímur Arnarson skoruðu 2 mörk hvor og þeir Hreiðar Más- son og Ólafur Þórarinsson 1 mark hvor. JHB Leikja- og íþrótta- námskeið KA Næsta leikja- og íþróttanám- skeið KA hefst mánudaginn 20. júní. Leiðbeinandi verður Bryndís Þorvaldsdóttir íþrótta- kennari. Innritun á námskeiðið fer fram í KA-heimilinu alla daga í síma 23482. Þátttökugjald fyrir 2ja vikna námskeið er kr. 400 og er grillveisla innifalin í því verði. Þriðja námskeiðið hefst 4. júlí ef næg þátttaka verður. ívar Bjarklind skoraöi 2 mörk gegn UMFS Dalvík. Knattspyrna yngri flokka: KA vann í ölium flokkum - á Dalvík á sunnudag KA sigraði í öllum flokkum þegar yngri flokkar félagsins héldu til Dalvíkur á sunnudag og léku þar gegn UMFS Dal- vík í Islandsmóti yngri flokka í knattspyrnu. Leikið var í þrcmur flokkum, 3., 4. og 5. 3. flokkur Úrslit þessa leiks urðu 0:6 fyrir KA. Þorvaldur Þorvaldsson og Jón Egill Gíslason skoruðu 2 mörk hvor fyrir KA en þeir Helgi Níelsson og Karl Karlsson skor- uðu 1 mark hvor. 4. flokkur Þessum leik lauk með stórsigri KA-manna, 1:10. Brynjólfur Sveinsson skoraði 3 mörk fyrir KA, ívar Bjarklind og Valgarður Gíslason skoruðu 2 hvor og Bjarki Bragason, Leó Örn Þor- leifsson og Gísli Guðmundsson I mark hver. Ottó B. Ottósson gerði mark Dalvíkinga. 5. flokkur Úrslit þessa leiks urðu 1:2 fyrir KA. Orri Einarsson og Óli Björn Ólafsson skoruðu mörk KA en Valur Traustason skoraði mark UMFS Dalvíkur. JHB Vormót KRA: KA vann alla leikina - í 6. flokki A dögunum léku A, B og C iið 6. flokks KA og Þórs í Vor- móti KRA á Þórsvellinum. KA sigraði í öllum leikjunum, 1:2, 0:6 og 0:1. í leik A liðanna sigraði KA 2:1. Það voru þau Gunnar Már Sigurðsson og Ingibjörg Ólafs- dóttir sem skoruðu mörk KA en Rúnar Rúnarsson skoraði mark Þórs. B lið KA sigraði 0:6 og þar skoraði Heimir Árnason 3 mörk, Jónas Stefánsson 2 og Jóhann Traustason 1. í leik C liðanna sigraði KA 0:1 og það var Guðmundur Ketilsson sem skoraði mark KA. JHB Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir og félagar unnu Þór í vormótinu. Knattspyrna yngri flokka: Þór sigraði í þremur leikjum gegn Tindastóli - jafntefli varð í einum leik Á sunnudag léku þrír flokkar Þórs og Tindastóls í íslands- mótinu í knattspyrnu á Þórs- vellinum á Akureyri. Alls voru leiknir 4 leikir þar sem tvö lið, A og B, léku í 5. flokki. Þórs- arar unnu þrjá leiki með yfirburðum en jafntefli varð í einum. 3. flokkur Leik þessum lauk með sigri Þórs- ara, 5:0. Jóhann G. Rúnarsson var í miklu stuði og skoraði 3 mörk en félagi hans Rúnar Sig- tryggsson skoraði 2. 4. flokkur Yfirburðir Þórsara voru algerir í 4. flokki og reyndist þetta vera stærsti sigur Þórsara þegar upp var staðið en lokatölurnar urðu 9:0. Jóhann Bessason skoraði 3 mörk fyrir Þór en þeir Guðmund- ur Benediktsson, Birkir Guðna- son, Ómar Kristinsson, Elmar Eiríksson, Jósep Ólafsson og Guðmundur Hákonarson skor- uðu eitt mark hver. 5. flokkur Tveir leikir fóru fram í þessum aldursflokki. A-lið Þórs vann öruggan sigur, 8:0. Þórður Steindórsson skoraði 4 mörk fyrir Þór, Heiðmar Felixson 2 og þeir Bjarni Guðmundsson og Kristján Á föstudag léku Völsungur og KA í 2. flokki karla í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ á Húsavík. Leiknum lauk með sigri KA- manna, 0:1, og þeir mæta því Haukum frá Hafnarfirði á Akureyri 27. júní í 2. umferð. Yfirburðir KA-manna voru meiri en tölurnar gefa til kynna. Þeir náðu strax góðum tökum á leiknum og sóttu mun meira en Húsvíkingarnir sem fengu afar lítið af færum allan leikinn. Það var Þórarinn V. Árnason sem skoraði mark KA-manna snemma í fyrri hálfleik og eftir það sóttu KA-menn stíft allan leikinn en náðu ekki að bæta við mörkum. Óhætt er því að segja Örnólfsson skoruðu 1 mark hvor. Leikur B-liðanna endaði með jafntefli, 2:2. Erlendur Óskarsson og Elmar Steindórsson skoruðu mörk Þórs en þeir Atli Þor- björnsson og Hólmar Sigmarsson skoruðu mörk Tindastóls. JHB að sigurinn hafi verið full lítill miðað við gang leiksins. JHB Pór: Æfing fyrir ungar stúlkur í dag mun Þór halda knatt- spyrnuæfingu fyrir stúlkur, 11 ára og yngri. Æfingin verður haldin á Þórs- vellinum við Glerárskóla og hefst kl. 17.30. Bikarkeppni KSÍ, 2. flokkur: KA áfram eftir sigur á Völsungi - mætir Haukum í 2. umferð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.