Dagur


Dagur - 15.06.1988, Qupperneq 5

Dagur - 15.06.1988, Qupperneq 5
15. júní 1988 - DAGUR - 5 í sjötta lagi hafa framlög ríkis- sjóðs til landbúnaðarmála að meðtöldum niðurgreiðslum farið lækkandi sem hlutfall að þjóðar- framleiðslu. Árið 1983 nam þetta hlutfall 2,5% en á árinu 1987 1,7%.“ Skapa þarf ný störf í sveitum Áætlað er samkvæmt búvöru- lögunum að verja 2800 millj. kr. eingöngu til búháttabreytinga og hagræðingar í landbúnaði. I skýrslunni segir að til að tryggja að óhjákvæmilegur sam- dráttur í landbúnaði yrði ekki óviðráðanlegur fyrir fjárhag bænda ráðstafar Framleiðnisjóð- ur landbúnaðarins af þessu fé um einum milljarði kr. í uppkaup á fullvirðisrétti og verðábyrgð á framleiðslu bænda. Hefði þetta ekki verið gert mundi það hafa þýtt allt að 10% tekjuskerðingu hjá hinum almenna bónda. Stærstur hluti þessara greiðslna fór fram á þremur árum samn- ingstímans, en samkvæmt skýrslu framkvæmdanefndar hefur þetta atriði takmarkað mjög ráðstöfun- arfé sjóðsins til uppbyggingar nýbúgreina. Framleiðnisjóður mun hins vegar ráðstafa 1,2 millj- arði kr. til búháttabreytinga það sem eftir er samningstímans. „Nauðsynlegt er að tryggja með þessum fjármunum að bændum verði skapaðir nýjir framleiðslu- möguleikar í stað hefðbundinnar búvöruframleiðslu, þannig að það jafnvægi haldist sem nást mun á samningstímanum milli framleiðslu og neyslu innanlands á mjólk og kindakjöti. Til þess 1987. Frávik frá 100 millj. Itr. ársneyslu er öll árin undir 5% og talið er að þau megi rekja að stærstum hluta til verðbreytinga á mjólkurfitu. Horfur eru á að mjólkurneysla yfirstandandi verðlagsárs verði með sama áframhaldi um og yfir 102-103 millj. ltr. og er þá heildarneysla mjólkur orðin álíka mikil og hún var í byrjun þessa áratugar. Birgðir mjólkur árin 1984-1987 voru á bilinu 20-24 millj. lítrar. Birgðasöfnunin náði toppi árið 1986, var þá 24 millj. lítra en birgðir voru 21 millj. lítra á síð- asta ári. Áætlað er að hagkvæm birgðastaða sé ár hvert 16-17 millj. lítrar. Nú þegar er ljóst að birgðahald verður komið í það mark tveimur árum fyrr en fors- endur búvörusamninga gerðu ráð fyrir. Fjármagnskostnaður við hverja fimm millj. lítra í birgðum er nú nærri 6 millj. kr. á mánuði, miðað við 30% nafnvexti þannig að hér verður um verulegan sparnað að ræða náist birgða- staða í viðunandi horf. Utflutningur á fullunnum mjólkurvörum svaraði til 7-13 millj. lítra af mjólk á árunum 1984-1987. Nú í ár er áætlað að útflutningur mjólkur innan full-. virðisréttar verði ígildi 2 millj. lítra og jafnframt að á næstu árum verði enginn útflutningur á mjólkurafurðum. Pegar þessir þættir eru skoðað- ir sést að þeim markmiðum sem búvörusamningarnir voru byggð- ir á verður náð mun fyrr en áætl- að var hvað varðar framleiðslu, birgðir og útflutning mjólkur- vara. Framleiðsla mjólkur verð- lagsárið 1987/88 er áætluð 100 eru á að innanlandssala verðlags- ársins 1987/88 verði meiri en árs- ins á undan. Útflutningur á kindakjöti var á árunum 1983-1987 milli 2.300- 4000 tonn á ári. Við gerð búvöru- samninga var gert ráð fyrir að flytja þyrfti út um 1800 tonn af kindakjöti árlega en það fól í sér að birgðir myndu lækka á tíma- bilinu úr 2.400 og í 1.000 tonn síðasta árið. Niðurskurður sauðfjár vegna riðuveiki verður meiri en gert var ráð fyrir og þar sem einnig bætist viö heimiíd til uppkaupa á ónýtt- um fullvirðisrétti má gera ráð fyr- ir að áætlaður útflutningur á kindakjöti verði tæplega helm- ingi minni en áælað var við gerð búvörusamninga eða um 1000 tonn á ári. Sem og í mjólkurframleiðsl- unni miða núgildandi búvöru- samningar að því að draga úr birgðasöfnun í kindakjötsfram- leiðslu. Þannig er áætlað að við lok samningstímans, þ.e. árið 1992, verði birgðir um 1000 tonn sem talið er eðlilegt við lok hvers verðlagsárs. Gert er ráð fyrir að þann 1. september í haust verði birgðir kindakjöts um 2500 tonn. Heildargreiðslur til bænda fyrir innlagt sauðfé í sláturhús hafa lækkað um einn milljarð frá haustinu 1979 til haustsins 1987. Hins vegar hefur kostnaður af- urðastöðvanna ekki lækkað þrátt fyrir minni framleiðslu. í niður- lagi skýrslu framkvæmdanefndar búvörusamninga er vísað til skýrslu sláturhúsanefndarinnar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að sláturhúsum í landinu þurfi að fækka. JÓH Séreignir til sölu! Raðhús við Daisgerði: 130 fm raðhús á tveimur hæðum til sölu. Laust 1. ágúst. Víðilundur: Þriggja herbergja íbúð í skiptum fyrir hæð eða raðhús á Brekkunni. Smárahlið: Þriggja herbergja íbúö í skiptum fyrir hæð, raðhús eða einbýlishús í Glerárhverfi. Vegna líflegrar sölu undanfarið vantar allar gerðir eigna á skrá. Fasteignatorgið _ Geislagötu 12, Sími: 21967 Sölustjóri Bjöm Kristjánsson, heimasími: 21776 Faiteignasala Sala veiðileyfa í Eyjafjarðará hefst 15. júní í versluninni Eyfjörð. VEIÐIFÉLAG EYJAFJARÐARÁR. Verslunin verður lokuð laugardaginn 18. júní. Kindakjötsframleiðslan hér á landi var í hámarki á árunum 1978 og 1979. þarf að byggja upp ný störf í sveitum í stað 228 hefðbundinna búa er svara til 350 ársverka. Nettó tekjumyndun þessara ársverka í hefðbundnum búskap er í það minnsta 270 millj. kr. á ári. Jafnframt þarf að huga að endurskipulagningu á starfsemi mjólkurbúa og sláturhúsa, sem enn ’ hafa ekki aðlagað sig þeim mikla samdrætti er orðinn er hjá bændum," segir ennfremur í skýrslu framkvæmdanefndar búvörusamninga til landbúnaðar- ráðherra. Neysla og framleiðsla mjólkur Fram að þeim tíma er fyrsti búvörusamningurinn var gerður hafði verið stöðug aukning í mjólkurframleiðslunni hér á landi. Framleiðslan náði toppi á árunum 1977-1979 en þá nam hún 118 millj. ltr. á ári. Að með- altali nam mjólkurframleiðslan 110.4 millj. ltr. á ári verðlagsár- in 1977-1985. Neysla mjólkur hér á landi var nokkuð stöðug á árunum 1976- milljónir lítra og er jafnvægi þar með náð þegar miðað er við þarf- ir innlends markaðar og æskilega birgðastöðu. Samdráttur í sölu kindakjöts að stöðvast Kindakjötsframleiðslan hér á landi var í hámarki á árunum 1978 og 1979. Pá nam framleiðsl- an um og yfir 15.000 tonnum á ári en síðan þá hefur samdráttur orðið í framleiðslunni sem sam- svarar tæpum 5000 tonnum. Sam- kvæmt spá um kindakjötsfram- leiðsluna í haust verður hún 10.200 tonn. Sala á kindakjöti var nokkuð stöðug eða um og yfir 10.000 tonn á ári allt fram til ársins 1985. Árið 1986 var mikil breyting á en þá varð verulegur samdráttur í sölu kindakjöts sem telja verður eitt alvarlegasta áfall er íslenskur landbúnaður hefur orðið fyrir hin síðari ár, eins og segir í skýrslu framkvæmdanefndar búvöru- samninga. Margt er talið benda til að tek- ist hafi að stöðva samdrátt í sölu kindakjöts innanlands því líkur ’ 21400 m í Wf /|

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.