Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 20
Kelduhverfi: Tuttugu punda á svarta vofu í Fáir telja mánudaga vera happadaga eða töiuna 13 happatölu og því áttu fæstir von á nokkru góðu mánudag- inn 13. júni. Gústav Axel Guðmundsson, matreiðslu- maður á Húsavík var við veið- ar í Litluá í Kelduhverfi umræddan dag og taldi sig aldeilis ekki óheppinn við veiðarnar er hann dró tæplega 20 punda urriða að landi. Risaurriðann veiddi Gústav á straumflugu, Black Ghost (sem þýðir svarta vofan) no 4 og aðeins liðu sjö mínútur frá því fiskurinn tók fluguna þar til hann var kominn á land. Urriðinn vóg tæp 20 pund, var 87 cm á lengd og 56 cm að ummáli. Gústav fékk tvo aðra urriða sama dag, einn 12 punda sem urriði Litluá mældist 74 cm á lengd og einn 6 punda. Urriðinn stóri er sá stærsti sem veiðst hefur í Litluá og er þetta þriðja árið í röð sem Gústav dregur metfiska úr ánni. Sumarið 1986 fékk Gústav 9 punda urriða sem þá var stærsti fiskur sem þarna hafði veiðst. í fyrra fékk hann 15 punda urriða og nú tæp- lega 20 punda urriða. IM Þjóðhagsstofnun: - Atvinnuvegina vantar 2900 starfsmenn „Enn varir svipað ástand og vorið 1987. Veruleg þensla er á vinnumarkaði og ætla má að í heild séu um 2.900 stöður ófylltar í þeim atvinnugreinum sem könnunin nær til. Þetta eru um 3,2% af heildarmann- afla þessara greina.“ Þessi tíð- indi koma fram í könnun Þjóð- D Auglýsendur athugið Dagur kemur ekki út föstu- daginn 17. júní. Auglýsendum er bent á að skilafrestur augl- ýsinga fyrir fimmtudagsblað er til kl. 11 fyrir hádegi í dag. hagsstofnunar og Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins á atvinnuástandi og atvinnuhorfum. Könnunin nær til flestra atvinnugreina nema landbúnað- ar. fiskveiða og opinberrar þjón-. ustu (þó ekki sjúkrahúsin) og miðað við greidd laun lætur nærri að hún nái til 75% af atvinnu- starfsemi á landinu öllu. Fram kemur að mestur skortur er á verkafólki, eða 1.300 störf, og er fjórðungur þeirra á höfuðborgar- svæðinu. „Áframhaldandi skortur er á starfsfólki í fiskvinnslu á lands- byggðinni. Þar vantar mest verkafólk. Hins vegar hcfur veru- lega dregið úr manneklu í fisk- vinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Mikill skortur er enn á sérhæfðu starfsfólki og ber enn mest á þörf sjúkrahúsanna fyrir hjúkrunar- fólk og annað sérmenntað starfsfólk." í fiskvinnslu vantar 750 manns, eöa 7,9% af heildarfjölda starfsmanna. Þessi skortur er aðeins á landsbyggðinni. í heild vantar 1.400 starfsmenn á höfuð- borgarsvæðinu (2,7%) og 1.500 á landsbyggðinni (3,8%). Þessar tölur eru miðaðar við aprílbyrjun en alls voru 640 manns á atvinnu- leysisskrá í apríl þrátt fyrir þessa eftirspurn. SS Gústav með tæplega 20 punda urriða og annan 12 punda. Forsetakosningarnar: Metþátttaka í utan- kjörfundarkosningu Metþátttaka virðist ætla að verða í kosningu utankjör- fundar á Akureyri í forseta- kosningunum því eftir 12 daga Grímsey: Verið að skipta úr netum yfir í færi „Við erum að skipta af netum yfir á færi. Það hefur verið mjög lítið flskerí í vetur svo núna eru allir hættir með netin. Sumir eru þcgar farnir að veiða með færum og aðrir eru að búa sig undir að hefja veiðar með þeim,“ sagði Þorlákur Sigurðs- son oddviti í Grímsey. Að sögn Þorláks skapast oft eins konar millibilsástand meðan skiptin standa yfir. Það þarf að ganga frá netunum og öllu sem þeim tilheyrir og jafnvel stundum að verka bátana. Smærri bátar staðarins eru yfir- leitt á færum yfir sumartímann en stærsti báturinn er núna á rækju- veiðum. „Það hefur verið lítil veiði ennþá hjá eyjabátunum," sagði Þörlákur. „Eg hef séð nokkra aðkomubáta hérna undanfarið og eftir því sem ég best veit hefur ekki gengið betur hjá þeim.“ Þar sem lítið fiskerí var í vetur telur Þorlákur að talsvert sé eftir af kvóta heimamanna. Hann sagðist þó ekki hafa neina nákvæma tölu yfir það en vissi ekki til þess að hann væri búinn hjá neinum. „Hann var óvenju tregur hérna á færinu í fyrrasumar og núna er sjókuldi meiri en í meðalári, en maður vonar alltaf það besta,“ sagði Þorlákur að lokum. KR voru 242 búnir að greiða atkvæði á skrifstofu bæjar- fógeta en í forsetakosningun- um 1980 voru 113 búnir að kjósa á sama tíma. Þátttakan nú er því yfir 100% meiri en 1980. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðs- dómari sagði að í forsetakosning- unum 1980 hefði verið metþátt- taka í kosningum utankjörfund- ar, hvort sem um væri að ræða forseta-, alþingis-, eða bæjar- stjórnarkosningar. Hann sagði að hin mikla þátttaka nú væri að mörgu leyti óvenjuleg. „Ekki verður maður var við að nein kosningabarátta sé í gangi og því er þessi mikla kjörsókn enn athyglisverðari fyrir vikið. Það hlýtur eitthvað merkilegt að vera að gerast," sagði Ásgeir Pétur. Utankjörfundarkosning hófst 30. maí og stendur fram á kjördag, laugardaginn 25. júní. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma sýnir fólk forsetakosning- unum mikinn áhuga þótt ekki sé mikið fjallað um þær og bjóst Ásgeir Pétur við að nú færi að koma skriður á kjörsókn. Hann sagði að fólk gæti komið á bæjarfógetaskrifstofuna á venjulegum skrifstofutíma og kosið en einnig væri opið kl. 17- 19 og kl. 20-22 á virkum dögum og kl. 13-16 um helgar. SS Á kjörstað. Mynd: GB Veruleg þensla á vinnumarkaði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.