Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 15. júní 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hlutverk Jöfiiunar- sjóðs sveitarfélaga Fjárhagsstaða margra sveitarfélaga er erfið um þessar mundir. Tekjur þeirra hafa nánast staðið í stað að raungildi milli ára, á sama tíma og rekstrargjöld hafa aukist verulega. Þetta á þó ekki við um öll sveitarfélög á landinu. Þannig er staða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu mun betri en hinna og sérstaklega er staða Reykjavíkurborgar sterk. Á þeim bæ er peninga- skortinum ekki fyrir að fara, enda er áætlað að framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar aukist um 63% á þessu ári, meðan framkvæmdir ríkis- ins dragast saman um 15% og fjölmörg sveitar- félög hafa ekki bolmagn til nokkurra fram- kvæmda. Þegar svo árar beinast sjónir manna að þeim tækjum sem tiltæk eru til að jafna tekjur sveitar- félaga. Til er sérstakur sjóður til þeirra nota, þ.e. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Hann er fjórði stærsti tekjustofn sveitarfélaganna en hefur far- ið mjög rýrnandi á undanförnum árum og ekki hækkað í samræmi við almennar verðlagshækk- anir og verðbólgu. Þá hafa stjórnvöld æ ofan í æ beinlínis skert lögboðin framlög til sjóðsins. Sveitarstjórnir geta ekki lengur brugðist við slíkri skerðingu með hækkun útsvarsálagningar, þar sem hún er ein og söm hjá öllum sveitarfé- lögum eftir að staðgreiðslukerfi skatta tók gildi. Gagnvart mörgum sveitarfélögum, sérstaklega á landsbyggðinni, er innheimtuhlutfallið of lágt, með þeim afleiðingum að rekstrartekjur nægja vart fyrir rekstrargjöldum, hvað þá að eitthvað sé eftir til nýframkvæmda. Þau eiga þá ekki ann- ars úrkosta en beita niðurskurði til að mæta sam- drættinum. Stærsti gallinn við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er að hann stendur ekki undir nafni. Reglur sjóðsins eru þess eðlis að hann nær ekki nema að takmörkuðu leyti að gegna því hlutverki að jafna tekjum milli sveitarfélaga. Svonefnd höfðatölu- regla gerir það að verkum að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, með Reykjavík í broddi fylkingar, fá langstærsta framlagið úr sjóðnum. Með hliðsjón af fjárhagsstöðu Reykjavíkur er ljóst að vel mætti skerða framlagið til borgarinn- ar úr Jöfnunarsjóðnum verulega, og láta þau sveitarfélög, sem verst eru sett, njóta þess. Ljóst er að stjórnvöld verða að breyta úthlut- unarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í veiga- miklum atriðum, þannig að minni sveitarfélög og dreifbýlið fái þar aukna hlutdeild um leið og vægi höfðatölureglunnar verði minnkað. Slík breyting er mjög aðkallandi og þyrfti að taka gildi þegar á næsta fjárhagsári. Hlutverk Jöfnunarsjóðs á fyrst og fremst að vera það að verja fé til raun- verulegrar jöfnunar á tekjum sveitarfélaga. Eins og staðan er í dag er sjóðurinn nær því að vera byggðaröskunarsjóður en jöfnunarsjóður. Því verður að breyta. BB. Horfur eru á að útflutningur mjólkur verði óverulegur í lok samningstímans. Jafnvægi milli neyslu og framleiðslu búvara að nást: Birgðastaða er að verða viðunandi Nýverið sendi framkvæmda- nefnd búvörusamninga Jóni Helgasyni landbúnaðarráð- herra skýrslu um framkvæmd og horfur búvörusamning- anna. I inngangi skýrslunnar segir að það hafi verið álit nefndarinnar að nú sé rétt að gera úttekt á því hvernig sú áætlun sem búvörusamingarnir byggðust á í upphafi hafi geng- ið eftir og hvernig til hafi tekist um framkvæmd hinna ýmsu atriða sem samningarnir fela í sér. Fyrsti búvörusamningurinn milli Stéttarsambands bænda og ríkisvaldsins var gerður árið 1985 og náði hann til verðlagsáranna 1985-’86 og 1986-’87. Árið 1986 var síðan gerður samningur um verðlagsárið 1987-’88. Með laga- breytingum á búvörulögum í árs- byrjun 1987 var heimiluð samn- ingsgerð til ársloka 1992 og í marsmánuði á síðastliðnu ári var gerður samningur til næstu fjög- urra ára. Aðgerðir tii að draga úr framleiðslu á mjólk og kjöti í skýrslu framkvæmdanefndar segir: „Við gerð þessara samn- inga var að því stefnt að minnka framleiðslu mjólkur um það sem útflutningi nam eða 5-10 milljón- ir lítra og framleiðslu kindakjöts um 2000-2500 tonn. Til þess að gera þetta mögulegt var ákveðið við samningsgerð fyrir verðlags- árið 1987/’88 að Framleiðnisjóð- ur landbúnaðarins keypti upp eða leigði framleiðslurétt er næmi 3 milljónum lítra mjólkur og 800 tonnum af kindakjöti. Á sama hátt hefur við fram- kvæmd búvörusamninganna ver- ið fallist á af báðum aðilum að ríkissjóður gerði óvirkan til fram- leiðslu eins mikið og unnt er af þeim fullvirðisrétti er ella þýddi framleiðslu til útflutnings. Þetta verður og er gert á tvo vegu. Annars vegar með förgun á riðu- veiku fé til útrýmingar riðuveiki sem aðalmarkmið og hins vegar með árlegum uppkaupum á ónýttum fullvirðisrétti hjá hverj- um einstökum bónda. Horfur eru á að þessar aðgerðir muni leiða til þess að útflutningur mjólkur verði óverulegur í lok samnings- tímans og að útflutningur kinda- kjöts verði aðeins 1000 tonn á ári. Búvörusamningarnir voru mið- aðir við heimild búvörulaganna um greiðslur ríkissjóðs, sem til- tekinn hundraðshluti af heildar- verðmætum búvöruframleiðsl- unnar, til útflutningsbótá. Fjárfesting í hefðbundnum landbún- aði hefur dregist verulega saman. Á árabilinu 1987-1992 heimilar þessi réttur 3100 millj. kr. fjár- framlag til útflutningsbóta. Áætl- að er að af þessari fjárhæð gangi um 2400 millj. kr. til greiðslu útflutningsbóta og ráðstafað verði til uppkaupa á ónotuðum fullvirðisrétti 400 millj. kr. Þann- ig er óráðstafað um 250 millj. kr. af þeim rétti er lögin kveða á um." Innanlandssala kindakjöts árin 1985-1987 hefur nokkuð breytt forsendum búvörusamninga. Á þessu tímabili var salan mun minni en samningar gerðu ráð fyrir sem aftur hefur leitt til tíma- bundins fjárskorts að upphæð 356 millj. kr. í skýrslu fram- kvæmdanefndar segir að sam- kvæmt áætlunum sem nú liggja fyrir muni þetta endurgreiðast af rétti næstu þriggja ára. Jafnvægi framleiðslu og neyslu að nást En hvernig er staðan eftir þann tíma sem liðinn er af búvöru- samningum? Niðurstaða framkvæmda- nefndar búvörusamninga er þessi: „í fyrsta lagi verður því mark- miði náð fyrr en áætlað var við gerð búvörusamninganna og bú- vörulögin kveða á um, að ná við- unandi jafnvægi á milli fram- leiðslu mjólkur og kindakjöts og neyslu innanlands og að koma birgðum þessara afurða niður í hæfilegt magn. í öðru lagi að verulegur hluti samdráttar í framleiðslu á mjólk og kindakjöti er fenginn með því að kaupa tímabundið upp fram- leiðslurétt og með tímabundinni fækkun sauðfjár vegna niður- skurðar gegn riðuveiki. í þriðja lagi, að ekki hefur tek- ist á því tímabili sem liðið er af samningstímanum að ná fram þeirri aukningu í nýbúgreinum sem nauðsynleg er til að mæta áðurnefndum samdrætti í fram- leiðslu á mjólk og kindakjöti. Náist ekki meiri árangur í eflingu nýbúgreina er sá möguleiki fyrir hendi að í lok samningstímans verði á ný fullvirðisréttur virkur er svari til 5 millj. lítra af mjólk og um 1200 tonna af kindakjöti. í fjórða lagi hefur fjárfesting í hefðbundnum landbúnaði dregist verulega saman. Á árunum 1975- 1980 nam fjárfesting vegna rækt- unar, girðinga, bygginga fjósa og fjárhúsa um 1,0 milljarði kr. á ári. Á árinu 1987 var fjárfesting vegna nefndra viðfangsefna tæp- lega 300 millj. kr. eða rúmlega fjórðungur þess sem var á ári á síðari helmingi áttunda áratugar- ins. í fimmta lagi hefur notkun landbúnaðarins á erlendum rekstr- araðföngum dregist verulega saman. Árin fyrir búvörusamn- inga var hlutdeild landbúnaðar- ins 3-3,5% af heildarvöruinn- flutningi, en á árinu 1987 er hún áætluð aðeins 1,5% af heildinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.