Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 15
15. júní 1988 - DAGUR - 15 Hvað fer í taugamar á karlmönnum? - 10 gullvægar reglur þar að lútandi Hvaða spurningar eða athuga- semdir eru það sem fara mest í taugarnar á karlmönnum? Þetta hefur sálfræðingurinn Ken Druck, prófessor við Simon Fras- er Háskólann í Vancouver í Kan- ada, athugað. Niðurstöðurnar kynnir hann í athyglisverðri bók er hann nefnir: „Leyndarmál karlmanna-ótti, öryggi og efa- semdir" En hvaða setningar eða athugasemdir eru það sem karl- mönnum er verst við. Lítum á nokkur dæmi: Hvernig fínnst þér þetta í rauninni? „Mönnum finnst þessi spurning lýsa vantrausti á þá. Þetta er inn- rás í innstu hugsanir mannsins og þeim finnst vont að kastljósi sé varpað á tilfinningar þeirra," seg- ir Druck og bætir við að flestum finnist þessi spurning mjög óþægileg. Við verðum að tala saman Þetta fær menn ósjálfrátt til að fara í varnarstöðu. Þeir gera ráð fyrir því að konan ætli að kvarta yfir framferði þeirra og líta á þessa athugasemd sem kvörtun. Ef aðeins þú myndir . . . Þessi setning gæti endað þannig - hlusta oftar á mig, - eyða meiri tíma með mér - ekki vera svona eigingjarn. Allarþessar setningar varpa sökinni á annan aðilann þ.e. karlmanninn. Honum finnst ómaklega að sér vegið og bregst því illa við þessari setningu. Þú ert svo hræddur við að skuldbinda þig „Menn gnísta tönnum yfir þessari yfirlýsingu því þeir vita að það er mikið til í henni,“ segir prófessor Druck. „Ástæðan er sú að menn eru hræddir um að geta ekki upp- fyllt allar óskir konunnar, bæði líkamlegar og andlegar." Þessi maður er mjög vel vaxinn „Karlmenn velta því fyrir sér af hverju konan er að tjá sig um annan karlmann að þessu leyti við sig - þetta gerir þá hreinlega afbrýðisama," segir prófessorinn. „Þetta er eins og hefnd konunnar fyrir að fá ekki að líta á karl- manninn sem kynveru í gegnum aldirnar.“ Ef einhver maður myndi gera mér þetta, skyldi hann fá að kenna á því Um þessa setningu segir Druck: „Flestir menn forðast þær konur sem alhæfa um karlmenn. Þessi setning er full að rauð- sokkureiði og almennum við- bjóði á karlkyns hiuta mannkyns.“ Finnst þér ég vera feit Mönnum líkar ekki við konur sem sífellt þurfa að vera minntar á það að þær séu aðlaðandi. Af tóni þínum má ráða að þú sért fullur af heift Sálfræðilegur tónn þessarar setn- ingar er nóg til þess að koma ælunni upp í kok á hverjum manni. Tilfinningin er eins og að vera í tíma hjá sálfræðingi. Þú veldur mér vonbrigðum Gamla kennslukonu eða mömmu tilfinningin kemur upp í mönnum ef þeir heyra þetta. Það er eins og konan sé að reyna að stjórna til- finningum mannsins og rækta í honum sektarkennd. Þú hugsar bara um eitt Þetta er sú setning sem ergir menn allra mest. Það fer óstjórn- lega í taugarnar á mönnum að vera núið um nasir að kynlíf sé það eina sem þeir sjái í konunni. Prófessor Druck segir um þetta: „Menn hafa kvartað yfir því að konurnar séu annaðhvort að saka þá um að hafa bara eitt á heilan- um - eða þá að hafa engan áhuga á því.“ Stelpur, þá hafið þið það á hreinu hvað þessar elskur, karl- mennirnir, eru raunverulega við- kvæmar sálir. Verið því blíðar og góðar við þá og sýnið þá um- hyggju sem þeir eiga skilið. Kaup eða bygging kaupleiguíbúða á þessu ári: Umsóknarfrestur vegna lána er tíl 22. júní nk. - umsóknir vegna fyrir 1. Þann 9. maí síðastliöinn var samþykkt á Alþingi breyting á húsnæðislöggjöfínni sem opn- ar nýjan valkost í húsnæðis- málum landsmanna. Húsnæðis- málastjórn hefur ákveðið að umsóknarfrestur vegna ián- veitinga til kaupa eða bygginga kaupleiguíbúða á þessu ári verði til 22. júní næstkomandi. Umsóknir um lán vegna kaupa eða bygginga kaupleiguíbúða á næsta ári þurfa að berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. ágúst næstkomandi. Þeir sem geta staðið að bygg- ingu eða kaupum á félagslegum kaupleiguíbúðum eru annars vegar sveitarfélög og hins vegar félagasamtök eða þessir aðilar í sameiningu. Með félagasamtök- um er hér átt við almannasamtök sem starfa að húsnæðismálum með það að markmiði að koma á fót húsnæði og sjá um rekstur þess í þágu félagsmanna sinna. Félagasamtök sem hyggjast koma á fót félagslegum kaupleigu- íbúðum þurfa að hafa hlotið stað- festingu félagsmálaráðuneytisins. Þeir sem geta staðið að bygg- ingu eða kaupum á almennum íbúða á næsta ári ágúst kaupleiguíbúðum eru sveitarfé- lög, félagasamtök eða fyrirtæki eða þessir aðilar í sameiningu. Félagasamtökin þurfa að hafa hlotið staðfestingu félagsmála- ráðherra en nánar verður kveðið á í reglugerð um skilyrði fyrir lánum til fyrirtækja og félaga- samtaka. Með umsókn til Húsnæðis- stofnunar ríkisins um lán til kaupleiguíbúða þurfa að fylgja upplýsingar um fjölda, gerð og stærð fyrirhugaðra íbúða, fram- kvæmdatíma og áætlaðan bygg- ingarkostnað. Jafnframt þarf að fylgja greinargerð um stöðu og horfur í byggingarmálum í við- komandi sveitarfélagi. í greinar- gerð skal liggja fyrir áætlun um byggingarþörf næstu þrjú árin og helstu ástæður fyrir þörf á auknu framboði íbúðarhúsnæðis í sveit- arfélaginu. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur sent tilkynningu um umsóknar- frest og kynningarblað um kaup- leiguíbúðir til sveitarstjórna og félagasamtaka, er starfa að hús- næðismálum með það að mark- miði að koma á fót húsnæði og sjá um rekstur þess í þágu félagsmanna sinna. Hluti vcislugesta. Mynd: IM Kísiliðjan tuttugu ára Aðalfundur Kísiliðjunnar hf. var haldinn í Mývatnssveit sl. mánudag. í tengslum við aðal- fund félagsins var þess minnst að 20 ár eru liðin frá upphafí kísilgúrframleiðslu verksmiðj- unnar. Gestir Kísiliðjunnar hf. voru m.a. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra og æðstu yfír- menn Manville Corporation í Evrópu. Um 50 erlendir gestir komu til landsins af þessu tilefni. Á árinu 1987 skilaði Kísiliðjan hf. 12,2 milljón króna rekstrar- hagnaði. Það verður að teljast viðunandi miðað við erfið ytri skilyrði. Mikil samkeppni ríkti á kísilgúrmörkuðum og gengis- þróun var óhagstæð. Efnahags- staða félagsins 31. desember 1987 var góð. Hjá verksmiðjunni störfuðu að meðaltali 63 menn. Framkvæmdastjóri er Róbert B. Agnarsson. Kísiliðjan hf. framleiðir kísil- gúr, sem notaður er til síunar á ýmsum vökvum. Dæmi um slíka vökva eru vatn, bjór, olía og vín. Kísilgúrinn notast einnig sem fylliefni t.a.m. í tannkrem og málningu. Hráefni verksmiðj- unnar eru skeljaleifar kísilþör- ungsins, sem lifir í Mývatni. Jarð- gufa úr Bjarnarflagi er notuð til þurrkunar á kísilgúrnum. Kísiliðjan hf. er sameignar- félag íslenska ríkisins, fjölmargra sveitar- og bæjarfélaga á Norðurlandi og bandaríska fyrir- tækisins Manville Corporation. Sölufélagið Manville hf. á Húsavík sér um sölu á fram- leiðsluvöru Kísiliðjunnar hf. Nær öll framleiðslan er seld á markað í Evrópu. Sölufélagið er í eign Manville Corporation. Fram- kvæmdastjóri er Höskuldur A. Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.