Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. júní 1988 Reglur um merkingu neytendaumbúða: Hvað er ávaxtadiykkur? Sigrún Þorstcinsdóttir á fundi með starfsfólki Mjóikursamlags KEA. „Nú eru háværar raddir sem spyrja hvernig standi á þessari fjölmiðlaþögn.“ Mynd: TLV Forsetakosningar: „Ég veit að þessi þjóð getur bmgðist hratt við“ - segir Sigrún Þorsteinsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir forseta- frambjóðandi var á ferð um Norðurland nýverið og hélt m.a. fund í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og heilsaði upp á fólk í Slippstöðinni og Útgerðarfélagi Akureyringa. Aðspurð kvaðst hún ánægð með viðtökurnar og sagði að fólk væri farið að átta sig á því að hér væri um nýstárlegt framboð að ræða, en hins veg- ar var hún ósátt við áhugaleysi fjölmiðla. „Nú eru háværar raddir sem spyrja hvernig standi á þessari fjölmiðlaþögn og þá er fólk sér- staklega að tala um sjónvarp. Fólk veit ekki nógu mikið um þetta framboð og við höfum heyrt að margir eru óánægðir með það að Vigdís skuli ekki vilja mæta mér í sjónvarpsvið- ræðum. Hún fékk sjálf slíkt tæki- færi fyrir átta árum," sagði Sigrún. Hún ítrekaði það að þetta væri ekki framboð gegn Vigdísi Finn- bogadóttur heldur gegn kerfinu, en fyrst og fremst væri þetta framboð með auknu lýðræði. Hún vitnaði í stjórnarskrána máli sínu til stuðnings þar sem segir m.a. að ef forseti samþykkir ekki lagafrumvarp frá Alþingi þá skuli það borið undir þjóðaratkvæði. Hún sagði aö aukiö vald forseta þýddi aukið vald fólksins og þar með virkara lýðræði. Aðspurð um þær raddir sem telja framboð hennar sóun á fjár- munum sagði Sigrún að hún gæ.ti ekki sett samasemmerki milli lýð- ræðis og peninga. Lýðræði væri frekar nátengdara mannslífum en peningum og sem dæmi nefndi hún að þegar fólk væri í sjávar- háska þá væri ekki byrjað á því aö spá í kostnaðinn og reikna út hvort björgun myndi borga sig. Hún sagði að kosningar tilheyrðu lýðræðinu. „Ég vil biðja fólk að athuga það, að hvert atkvæði sem þetta framboð fær er eins og skilaboð til ráðamanna um það að fólk vilji ekki láta ráðskast með sig, að það vilji fá að taka meiri þátt í að móta það þjóðfélag sem við komum til með að hafa hér í framtíðinni, að það uni því ekki að eitt sé sagt fyrir kosningar og annað gert á eftir. Ég veit að þessi þjóð getur brugðist hratt við og ég vil hvetja þá sem hafa áhuga á framboði mínu að draga ekki af sér, heldur fara á milli og tala um þetta, ekki að láta þegja framboðið í hel,“ sagði Sigrún að lokum. SS „Ekki er heimilt að nefna vöruna „ávaxtadrykkur/berja- drykkur“ (s.s. appelsínudrykk- ir) eða „ávaxtaþykkni/berja- þykkni“, nema hlutfall af hreinum safa í tilbúnum drykk sé 10% eða meira.“ Þetta kemur fram í drögum að nýrri reglugerð um merkingu neyt- endaumbúða fyrir matvæli ug aðrar neysluvörur, í þessu til- felli drykkjarvörur. Þar segir ennfremur að ekki sé heimilt að myndskreyta umbúðir með ávöxtum eða berjum nema hlutfall af hreinum safa í tilbún- um drykk sé 10% eða meira og við auglýsingar á drykkjum sem innihalda aldinsafa skal þess gætt að neytendur fái ekki rangar hug- myndir um samsetningu vörunn- ar. í fylgiskjali með þessum drög- um er þó kveðið á um að heimilt sé að nota eftirfarandi heiti fyrir gosdrykki: Appelsín/Appelsín límonaði og Grape/Grape fruit. Önnur sérákvæði fyrir drykkj- arvörur eru m.a. þau að heimilt er að merkja og auglýsa kaffi sem „kaffeinfrítt" eða „kaffeinlaust" ef varan inniheldur innan við 100 mg kaffein í 100 g. Þá er heimilt að merkja gosdrykki sérstaklega og auglýsa þá með tilliti til þess Stjórnkerfisbreytingar hjá Akureyrarbæ eru smátt og smátt að taka á sig mynd og á síðasta fundi bæjarstjórnar voru samþykktar nýjar starfs- lýsingar fyrir bæjarritara, bæjarverkfræðing og félags- málastjóra. Aðrar starfslýsing- ar bíða samþykktar bæjar- stjórnar. Þá voru á síðasta bæjarstjórnar- fundi samþykktar breytingar á starfsháttum bæjarráðs þannig að nú eiga viss mál að fara í gegnum ráðið á leið til bæjarstjórnar í að þeir innihaldi ekki kaffein. Ákvæði þetta á þó einungis við um þær tegundur gosdrykkja sem venjulega innihalda kaffein. SS stað þess að bæjarstjórn vísi þeim til bæjarráðs eins og gjarnan tíðkast. Húsnæðismál bæjarins eru hins vegar í biðstöðu en að sögn Sig- fúsar Jónssonar bæjarstjóra liggja fyrir tillögur frá embættis- mönnum þar að lútandi og hann sagðist jafnvel vonast til að málið yrði afgreitt á næsta bæjarstjórn- arfundi. „Húsnæðismálin eru flókin og það tekur langan tfma að koma þessum breytingum í kring," sagði Sigfús, en þar er m.a. um að ræða tilflutning á stofnunum bæjarins. SS Kvöldkyrrð í Skagafirði. Mynd: bjb Akureyrarbær: Breytingar á starfs- háttum bæjarráðs Atvinnumálanefnd Sauðárkróks: Átaksverkefni í atvinnu- og byggðaþróun kannað Atvinnumálanefnd Sauðár- króks og bæjarstjórn eru þessa dagana að kynna sér átaksverkefni um byggða- þróun á Austurlandi, með það í huga að kanna hvort hægt sé að koma slíku á á Sauðárkróki. Atvinnumála- nefnd hefur notið til þess for- ystu og fulltingis Unnar Kristjánsdóttur iðnráðgjafa á Norðurlandi vestra. Ataks- verkefnið á Austurlandi sem verið er að kynna sér er i gangi á Seyðisfirði og Egils- stöðum. Byggðastofnun styrk- ir það verkefni. Átaksverkefnið byggist fyrst og fremst á því að virkja áhuga og frumkvæði heimamanna, þeir brjóti málin til mergjar og komi á framfæri sínum hug- myndum um atvinnumöguleika á hverjum stað fyrir sig. „Það hefur verið nokkuð jöfn fólksfjölgun á Sauðárkróki síð- ustu tvo áratugi og hún hefur byggst á ákveðinni atvinnuþró- un. Þegar nánar er að gáð kem- ur í ljós að bæjarstjórn Sauðár- króks hefur haft afgerandi for- ystu á hverjum tíma og varið miklum fjármunum til þessarar upþbyggingar. Má þar t.d. nefna Utgerðarfélag Skagfirð- inga, stofnun Fjölbrautaskólans og nú síðast Steinullarverk- smiðjuna. En það er nokkuð víst að ekki verður gengið frek- ar í bæjarkassann, í bili a.m.k.,“ sagði Jón Karlsson for- maður atvinnumálanefndar. Þá benti Jón á að ef vilji manna er til áframhaldandi þróunar þá verði að finna nýjar leiðir. „Við þurfum bara að spyrja okkur: Hvernig viljum við hafa samfélagið hér eftir 10- 20 ár? Viljum við reyna að stuðla að frekari fólksfjölgun, meiri atvinnu, áframhaldandi atvinnuþróun?“ sagði Jón. „Með því að kynna okkur þetta átaksverkefni Austfirð- inga þá erum við að stíga okkar fyrstu skref með að kanna nýjar leiðir. Við höfum átt viðræður við Austfirðinga, en enn hefur ekkert verið ákveðið í þessum málum og ég á ekki von á að það verði fyrr en í haust,“ sagði Jón að lokum. -bjb Bílvelta á Reykjaströnd: Beltin björguðu Síðdegis á laugardag valt bíll á Reykjaströnd í Skagafirði, nálægt bænum Fagranesi. I bðnum voru ökumaður og einn farþegi og sluppu þeir með lítil meiðsl. Bfllinn er gjörónýtur og að sögn lögreglunnar mesta mildi að ekki fór verr, en það voru beltin sem björguðu að þessu sinni. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki var talsverð ölvun á föstu- dagskvöldið, en tveir dansleikir voru þá í sýslunni, í Ketilási og Miðgarði. Eitthvað var um ölv- unarakstur og of hraðan akstur. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af einum ballgesti í Mið- garði sem brá sér til sunds að loknum dansleik í Húseyjarkvísl, fyrir neðan Varmahlíð. Lögregl- unni tókst að ná honum upp úr ánni áður en sundið varð kappan- um ofviða. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.