Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 15.06.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. júní 1988 Myndir: ET Frystihús KEA í Hríscy. Ný „flœðilína “ í frystihúsi KEA í Hrísey: „Við höfiim ftýtt fifrir framþ róuninni “ — segir Finnbogi Alfreðsson framkvœmdastjóri Framleiðni um hreytinguna úr gamla „hakkakerfinu“ Ný fiskvinnslulína í frystihúsi KEA í Hrísey, svokölluð flæði- lína, hefur svo sannarlega ekki valdið mönnum vonbrigðum. Reynslan af þessu nýja kerfi hef- ur verið mjög góð síðan það var tekið í notkun í byrjun febrúar. Þetta er samdóma álit þeirra sem blaðamaður Dags ræddi við þeg- ar hann var á ferðinni þar ytra á dögunum, hvort sem um var að ræða verkstjóra eða annað starfsfólk. Afköstin, nýtingin, vinnuaðstaðan og jafnvel launin eru betri og um hvað er hægt að biðja meira? Flæðilínur hafa nú verið settar upp í þremur frysti- húsum á landinu en fyrirliggjandi eru teikningar af slíku kerfi í átján húsum til viðbótar. Einnig er verið að setja samskonar kerfi upp í tveimur frystihúsum SH. Kerfi þetta virðist því vera það sem koma skal. En við hvað er átt þegar talað er um flæðilínur? Styrkur frá Sjávarafurðadeild SÍS Hugmyndin að þessu nýja kerfi er íslensk. Segja má að hún hafi smám saman mótast hjá starfs- mönnum fyrirtækisins Framleiðni þangað til fyrir tveimur árum að eiginleg þróunarvinna fór af stað í samvinnu við sjávarafurðadeild Sambandsins sem þá var komin af stað með tilraunir með nýja flakapökkunarvél í frystihúsi KASK á Hornafirði. Fjárveiting fékkst til að gera tilraunir með „flæði“ hráefnisins að vélinni. Þessu verkefni lauk í lok síðasta árs og í janúar voru flæðilínur settar upp í tveimur frystihúsum að auki, í frystihúsi KEA í Hrís- ey og í frystihúsi Tanga hf. á Vopnafirði. Framleiðni er í eigu Sam- bandsfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins. Auk styrksins frá Sjávarafurðadeild- inni var leitað eftir styrk frá Þró- unarfélagi íslands en það hafnaði hugmyndinni. „Fetta félag sem hefur það hlutverk að stuðla að aukinni framþróun olli okkur miklum vonbrigðum," segir Finnbogi Alfreðsson fram- kvæmdastjóri Framleiðni. Tildrög þróunarverkefnisins, sem líklega er það viðamesta í þróun á framleiðslutækni íslenskra frystihúsa, voru meðal annars vaxandi áhyggjur manna af auknum hráefnisútflutningi íslendinga. Þá var mönnun frysti- húsa vaxandi vandamál. Sú stað- reynd að frystitogarar voru með allt annað afkastastig en land- vinnslan vakti menn ennfremur til umhugsunar um það að breyt- inga væri þörf. Megin markmiðið að auka afköst í snyrtingu og niðurskurði „Megin markmiðið hjá okkur var að auka afköst í snyrtingu og niðurskurði en sá vinnsluþáttur hefur verið helsti flöskuhálsinn í íslenskum frystihúsum," segir Finnbogi aðspurður um tilgang verkefnisins. „Við höfum skoðað færibandakerfi, eða flæðilínur, í ýmsum iðnaðarfyritækjum svo sem hjá K. Jónssyni á Akureyri, í Sól hf., og í mjólkursamlögum. Þarna fengum við hugmyndir sem nýttust við þróun kerfisins," segir Finnbogi. Helsta breytingin er að breytt er um flutningskerfi á fiskinum, í stað bakka koma færibönd. í núverandi kerfi fer allur flutning- ur á fiskinum, frá flökunarvélun- um til snyrtingar og þaðan til pökkunar, frarn í bökkum. í millitíðinni eru flökin oft geymd í einhverja klukkutíma á flaka- lager og missa þar talsvert magn af vökva auk þess sem hitastig flakanna hækkar. Samfelld vinnslurás bætir nýtinguna í flæðilínunni er um það að ræða að allur flutningur flakanna fer fram á færiböndum. Um leið og flökin renna frá flökunarvélunum áleiðis til eftirlits og pökkunar, fara þau í gegnum hendur snyrt- ingarliðsins sem stendur í röð meðfram bandinu. Þannig er nú í rauninni aðeins um að ræða eina snyrtilínu og vinnslurásin er algjörlega samfelld. I stað þess að áður liðu oft margar klukkustundir frá því fiskurinn var flakaður og þangað til hann var kominn í pakkning- ar, er þessi tími nú kominn allt niður fyrir 10 mínútur! Styttri vinnslutími flakanna, og um leið minni meðhöndlun á hverju flaki, hefur ekki, aðeins í för með sér betri nýtingu á hráefninu heldur er talið að með þessu fáist betri vara en áður og hærra verð. Þá virðist ljóst að sú hagræðing sem fylgir hinu nýja kerfi hefur aukið afköst í snyrtingu og niður- skurði. Afkastaaukningin í vinnslunni allri er talin vera 20- 25%. Þar kemur einnig til breytt vinnuskipulag. Aukin afköst í verðmætustu vinnsluleiðunum hafa aukið heildarverðmæti framleiðslunnar. Minna vökvatap, er ekki eina ástæðan fyrir bættri nýtingu hrá- efnisins. Flökun er talin vandaðri vegna þess að flökunarvélar ganga nú jafnar og hægar en áður. Auk þess virðist afskurður hafa minnkað vegna þess að auð- veldara er að snyrta flök sem ekki hafa legið samanþjöppuð í bakka í einhverja klukkutíma. Flýtt fyrir framþróun Allt þetta leiðir til betri reksturs fyrirtækisins og mun víst ekki af veita á þessum síðustu og verstu tímum. Stjórnvöld hafa boðað að hagræðingar sé þörf en hins vegar er staða margra fyrirtækja svo slæm að þau hafa ekki efni á að hagræða! Finnbogi segist þó geta fullyrt að hér sé um að ræða fjár- festingu sem skilar sér innan tveggja ára. „Við erum ánægðir með árang- urinn af þessari vinnu og teljum að við höfum virkilega flýtt fyrir framþróuninni í þessum iðnaði. Við höfum verið fastir í þessu einstaklingsbónuskerfi í allt of langan tíma og vonandi lærum við af því og festumst ekki í flæðilínunni næstu tíu árin. Við þurfum stöðugt að einbeita okk- ur að þróunarvinnu,“ segir Finn- bogi. Stórbætt vinnuaðstaða og Iéttari vinna - En hvernig snýr þetta nýja kerfi að starfsfólkinu og hvaða breytingar hefur þetta í för með sér fyrir það? „Óhætt er að fullyrða að vinnuaðstaða þeirra sem vinna að snyrtingu og pökkun hafi stór- batnað. Eins og áður segir hafa allar tilfæringar minnkað með hvarfi bakkanna en einnig hefur vinnusvæði hvers starfsmanns minnkað verulega. Vinnan er því léttari en áður. Síðast en ekki síst er nú um að ræða stillanlega og færanlega stóla fyrir konurnar að sitja á við vinnuna. „Eins og áður er algengast að úr hverju flaki komi þrjár afurð- ir, afskurður, blokkarfiskur og loks bestu stykkin sem yfirleitt fara í svokallaðar fimmpunda- pakkningar. í gamla kerfinu fer hver afurð í sinn bakka sem síðan er veginn og metinn áður en hann fer á næsta áfangastað, pökkun- ina. Þetta útheimtir stöðugar beygjur og tilfærslur því bakk- arnir taka talsvert pláss á borðun- um. En nú er öldin önnur. í flæði- línukerfinu er málunum þannig fyrir komið að innan seilingar hvers starfsmanns í snyrtingu eru þrjú hólf, eða op, eitt fyrir hverja „afurð“. Niður um þessi op fer fiskurinn á færibönd og með þeim berst hann á sinn stað. Úr- kastið fer í hakkavél en hinir flokkarnir tveir á sína staði í pökkuninni. „Myndi ekki vilja skipta aftur“ „Mér finnst þessi breyting hafa verið til góðs,“ sagði Aslaug Ólafsdóttir fiskverkakona þegar blaðamaður spurði hana álits. Áslaug kvartaði þó undan aukn- um hávaða í vinnslusalnum, vegna meiri nálægðar við vélarn- ar, auk þess sem trekkurinn og kuldinn hefðu heldur aukist. Þctta mun þó standa til bóta fljótlega. „Kostirnir eru miklu fleiri og þetta er í rauninni allt annað líf. Maður getur setið við vinnuna og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.