Dagur - 13.07.1988, Qupperneq 19
13. júlí 1988-DAGUR - 19
íþróttir
Meistaramót G.S.S. í golfi:
Sigurinn tryggður
í síðasta höggi
- Örn Sölvi setti niður 6 m langt pútt
Meistaramót Golfklúbbs Sauð-
árkróks fór fram á Hlíðarenda-
velli 6.-9. júlí sl. 39 keppendur
í 6 flokkum mættu til leiks.
Blíðskaparveður var fram á
síðasta mótsdag, en þá var
dumbungsveður með rigning-
arúða. Spennandi keppni var í
flestum flokkum, aðallega í 1.
flokki, en þar réðust úrslit á
síðustu brautinni.
Örn Sölvi Halldórsson stóð
uppi sem sigurvegari í 1. flokki,
fór síðustu holuna á einu höggi
undir pari og átti 6 metra pútt í
lokin sem tryggði honum sigur-
inn. Stefán Pedersen átti tvö
Opna Húsa-
víkurmótið
- um helgina
Um næstu helgi fer fram Opna
Húsavíkurmótið í golfi. Mótið
hefst á laugardag og því lýkur á
sunnudag en leiknar verða 36
holur, með og án forgjafar.
Keppt verður í karla-, kvenna-
og unglingaflokki.
Katlavöllur á Húsavík er í
mjög góðu ástandi núna og er
búist við góðri þátttöku í mótinu,
en öllum er að sjálfsögðu heimil
þátttaka. Skráning fer fram í
síma 41000 á Húsavík og lýkur
henni á föstudagskvöld kl. 20.
högg á Örn Sölva fyrir síðustu
holuna en mistókst púttið á flöt-
inni og varð einu höggi á eftir
Erni. 1. flokkur lék 72 holur, 2.,
3. og eldri flokkur unglinga léku
36 holur, kvennaflokkur lék 18
holur og yngri flokkur unglinga
lék 9 holur. Lítum á úrslit
mótsins.
1. flokkur:
1. Örn Sölvi Halldórss. 343 högg
2. Stefán Pedersen 344 högg
3. Steinar Skarphéðinsson 347 högg
2. flokkur:
1. Hjörtur Geirmundsson 183 högg
2. Páll Þorsteinsson 193 högg
3. Kári Valgarðsson 194 högg
3. flokkur:
1. Björn J. Björnsson 223 högg
2. Gunnar B. Sveinsson 228 högg
3. Gunnar Guðjónsson 234 högg
Kvennaflokkur:
1. Málfríður Haraldsdóttir 125 högg
2. Valgerður Sverrisdóttir 143 högg
3. Kristín Snorradóttir 156 högg
Eldri flokkur unglinga:
1. Halldór Halldórsson 234 högg
2. Guðjón Gunnarsson 246 högg
3. Kári Björn Þorsteinsson 279 högg
Yngri flokkur unglinga:
1. Róbert Sverrisson 65 högg
2. Fannar Haraldsson 70 högg
3. Andri Sigurgeirsson 73 högg
-bjb
A lið 6. flokks KA ásamt þjálfara sínum, Þorvaldi Örlygssyni. Þetta er liðið sem keppti á Tommamótinu í Vest-
mannaeyjum á dögunum. Liðið gerði sér síðan lítið fyrir og sigraði í Norðurlandsriðli 6. flokks um helgina. Mynd: gj
Knattspyrna 6. flokkur:
KA sigraði glæsi-
lega í G-riðlinum
KA sigraði glæsilega í Norður-
landsriðli Islandsmótsins í
knattspyrnu 6. flokks. Keppni
í riðlinum fór fram á Akureyri
um síðustu helgi. Leikið var í
tveimur flokkum, A og B, og
sigraði KA í báðum flokkun-
um. KA tryggði sér þar með
sæti í úrslitakeppni þessa ald-
ursflokks en hún fer fram helg-
ina 23.-24. júlí.
í flokki A liða varð Völsungur
í 2. sæti og Tindastóll í 3. sæti.
bæði í flokki A og B liða
Sl. laugardag áttust við á
Ólafsfjarðarvelli lið Leifturs
og Tindastóls í 3., 4. og 5.
flokki. Heimamenn urðu hlut-
skarpari í þeim viðureignum,
unnu tvo leiki en Tindastóll
vann einn.
Leiftur vann 2:1 í 5. flokki.
Fyrir heimamenn skoruðu Steinn
Gunnarsson og Albert Arason og
fyrir Tindastól skoraði Ómar Sig-
marsson, sem er nýhættur að
spila sem markvörður og farinn
að leika úti á vellinum.
Stór sigur vannst hjá 4. flokki
Leifturs á Tindastóli, eða 5:0.
Hetja Leifturs í þeim leik var
Samúel ívar Bergmann, en hann
skoraði 4 mörk. Birnir Björnsson
gerði eitt mark.
Tindastóll náði sigri í síðasta
leiknum í 3. flokki, skoraði tvö
mörk gegn engu marki Leifturs.
Þau komu á fyrstu 15 mínútum
Samúel skoraði 4 mörk
- fyrir Leiftur gegn Tindastóli
leiksins og Orri Hreinsson og
Grétar Karlsson sáu um að skora
þau. -bjb
Knattspyrna
yngri ílokka:
Völsungur
sigraði
UMFS Dalvík
Dalvíkingar áttu ekki mikla
möguleika þegar þeir mættu
Völsungum á Húsavík í
íslandsmóti yngri flokka í
knattspyrnu um síðustu helgi.
Leikið var í þremur flokkum
og lauk öllum leikjunum með
öruggum sigri Völsungs.
3. flokkur Völsungs vann
stærsta sigurinn en þeir unnu 8:0.
Reynir Björnsson, Jónas Grani
Garðarsson og Arnar Bragason
skoruðu allir tvö mörk og þeir
Ásmundur Arnarson og Ingvar
Berg Dagbjartsson skoruðu eitt
mark hver.
í 4. flokki sigraði Völsungur
5:2. Róbert Skarphéðinsson
skoraði þrívegis fyrir Völsung en
þeir Árni Guðmundsson og Rún-
ar Sigmundsson skoruðu einu
sinni hvor. Ekki tókst að afla
neinna upplýsinga um marka-
skorara UMFS Dalvíkur.
í 5. flokki lauk leiknum 6:1.
Guðni Rúnar Helgason skoraði
þrjú mörk fyrir Völsung, Halldór
Stefánsson tvö og Jónas Einars-
son eitt. Ekki er heldur vitað
hver skoraði fyrir UMFS Dalvík í
þessum leik. JHB
Knattspyrna yngri flokka:
KS sigraði
Hvöt 12:0
- í 5. flokki
KS-ingar reyndust sterkari
en Hvöt þegar yngri flokkar fé-
lagsins mættust á Siglufirði á
sunnudag. Leikið var í 4. og 5.
flokki og lauk báðum leikjun-
um með sigri KS.
Leikur 4. flokks var mjög jafn
og spennandi og hefði sigurinn
getað fallið hvoru liðinu sem var í
skaut. Það voru þó Siglfirðingar
sem reyndust sterkari þegar upp
var staðið og náðu þeir að tryggja
sér 1:0 sigur með marki Mikaels
Björnssonar.
í 5. flokki höfðu Siglfirðingar
hins vegar gífurlega yfirburði og
unnu stórsigur, 12:0. Marka-
kóngur þeirra Siglfirðinga, Agn-
ar Þór Sveinsson, var atkvæða-
mikill í þessum leik og skoraði
fimm mörk. Ragnar Hauksson
skoraði fjögur og þeir Kjartan
Sigurjónsson, Guðni Haraldsson
og Davíð Aðalsteinsson skoruðu
eitt mark hver.
Þá hélt 2. flokkur KS suður á
land um helgina og lék tvo leiki.
Báðir töpuðust þeir illa, en KS-
ingar gátu ekki farið með sitt
sterkasta lið þar sem meistara-
flokkur KS var að ieika í
gærkvöld. Fyrst var leikið gegn
UBK og tapaðist sá leikur 7:0.
Daginn eftir var síðan leikið við
ÍR og lauk honum með 15:1 sigri
ÍR. Það var Guðlaugur Birgisson
sem skoraði eina mark KS. JHB
Völsungur varð einni í 2. sæti í
flokki B liða og Þórsarar í 3. sæti.
Úrslit leikja í riðlinum urðu
þessi:
A lið:
UMF Fram-Þór 1:1
UMFS Dalvík-Leiftur 0:1
KA-KS 2:0
Tindastóll-Völsungur 2:2
UMF Fram-UMFS Dalvík 1:3
Leiftur-KA 1:1
KS-Tindastóll 2:5
Þór-Völsungur 1:3
KA-UMF Fram 3:0
Tindastóll-Leiftur 2:1
Völsungur-KS 4:2
UMFS Dalvík-Þór 0:2
UMF Fram-Tindastóll 1:3
UMFS Dalvík-KA 2:5
Leiftur-Völsungur 1:5
Þór-KS 2:2
Völsungur-UMF Fram 3:0
Tindastóll-UMFS Dalvík 3:0
KS-Leiftur 3:3
KA-Þór 4:0
UMF Fram-KS
UMFS Dalvík-Völsungur
KA-Tindastóll
Þór-Leiftur
Leiftur-UMF Fram
KS-UMFS Dalvík
Völsungur-KA
Tindastóll-Þór
B lið:
KS-KA
Þór-Leiftur
Völsungur-Tindastóll
Tindastóll-KS
Völsungur-Þór
KS-Völsungur
Leiftur-KA
KS-Þór
Tindastóll-Leiftur
Þór-KA
Leiftur-Völsungur
Tindastóll-KA
KS-Leiftur
KA-Völsungur
Þór-Tindastóll
B-lið KA ásamt Þorvaldi Örlygssyni þjálfara.
Mynd: GJ
Hin árlega firma-
og félagakeppni KA
fer fram á grasvelli félagsins dagana 25.
og 26. júlí.
Þátttökugjald er þaö sama og í fyrra kr. 7.500 fyrir
eitt lið og kr. 13.000 fyrir tvö.
Liðin skulu vera búin að skrá sig fyrir 20. júlí í síma
23482.
Nánari upplýsingar veitir Þormóöur í sama númeri.