Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 21. september 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Blað brotíð í sögu ÚA. Á stjórnarfundi Útgerðarfélags Akureyringa í gærmorgun var Gunnar Ragnars ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá og með næstu ára- mótum. í frétt um ráðningu Gunnars í blaðinu í dag, seg- ir Sigurður Jóhannesson, einn stjórnarmanna Ú.A. meðal annars: „Það er brotið blað í sögu Útgerðar- félagsins með þessari ráðningu og rofin sú eining sem verið hefur um það að hafa vissa pólitíska breidd í stjórnun fyrirtækisins." Sigurður bendir á að þeir þrír, sem nú verða í forsvari fyrir Útgerðar- félagið, báðir framkvæmdastjórarnir og stjórnar- formaðurinn, hafi allir verið á lista Sjálfstæðis- flokksins til bæjarstjórnarkosninga. Það fer því ekki á milli mála hvaða pólitísku öfl hafa þar töglin og hagldirnar eftir þessa síðustu ráðstöfun. Gísli Konráðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að pólitísk eining gæti áfram ríkt um þetta mikilvæga atvinnufyrirtæki, sem er eitt stærsta og traustasta fyrirtæki landsins. Slíkt yrði best tryggt með því að koma í veg fyrir að eitt stjórnmálaafl öðrum fremur ætti menn í öllum lykil- stöðum fyrirtækisins. Um þetta atriði sagði Gísli Konráðsson meðal annars í grein í Degi sl. þriðju- dag: „Mergurinn málsins er sá, að Ú.A. er eign allra Akureyringa og á að vera það áfram, blómgast og dafna til hagsbóta þessu bæjarfélagi og það má ekki lenda í höndum peningaafla sem eru til alls vís. Um það verða Akureyringar að halda vöku sinni." Ráðning Gunnars Ragnars í stöðu framkvæmda- stjóra Ú.A. er staðfesting þess að meirihluti stjórn- ar fyrirtækisins lét heilræði Gísla sem vind um eyru þjóta. Það er ekki ætlun blaðsins að draga stjórnunar- hæfileika nýráðins framkvæmdastjóra í efa. Hins vegar er hann óneitanlega fulltrúi stjórnmála- flokks, sem hefur þá yfirlýstu stefnu að atvinnu- rekstri sé best komið í höndum einkaaðila og þess vegna eigi ríki og sveitarfélög að draga sig út úr slíkum rekstri hvenær sem þess sé kostur. Draga verður mjög í efa að sá sé vilji Akureyringa þegar Útgerðarfélagið á í hlut. Það hlýtur að teljast afar óheppilegt að einn stjórnmálaflokkur skuli ráða lögum og lofum við daglega stjórn Útgerðarfélags Akureyringa frá og með næstu áramótum. Þá er það síst til að auka bjartsýni Akureyringa á framtíð fyrirtækisins, að nú þegar hefur einn fulltrúi sama flokks í bæjar- stjórn Akureyrar viðrað þá skoðun sína í Morgun- blaðinu, að vel komi til greina að selja hlutabréf bæjarins í Útgerðarfélaginu. BB.. „Húsnæðiskerfið er á miklum tímamótum“ - segir Reynir Ingibjömsson, framkvæmdastjóri Búseta Reynir Ingibjörnsson er fram- kvæmdastjóri húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta. Hann segir að þjóðin standi nú á tímamótum í húsnæðismálum, húsnæðislánakerfið sé ónýtt og búsetufyrirkomulagið sé hag- stæð lausn. Reynir ætlar að segja okkur aðeins frá þessu fyrirkomulagi og ástandinu í húsnæðismálum þjóðarinnar. - Nú hefur verið heldur hljótt um Búseta í nokkur ár, er áhug- inn á félaginu að kvikna á ný? „Já, við höfum verið að baksa í þessu í fimm ár, með misjöfnum árangri, en nú eru gífurlegar breytingar að eiga sér stað. Til marks um það er ég búinn að skrá fimm hundruð nýja félags- menn á nokkrum vikum, rétt eins og hendi hafi verið veifað. Sím- inn stoppar ekki hjá okkur.“ Samstarf við bæjar- og sveitarfélög - Er það rétt að þið hafið verið að kanna áhuga fólks á þessu fyrirkomulagi um allt land? „Já, við skrifuðum öllum bæj- ar- og sveitarfélögum bréf þess efnis að við hefðum áhuga á því að kynna okkar mál og værum til- búnir til samstarfs. Það má segja að þetta sé í tengslum við hin nýju lög um kaupleiguíbúðir, sem við ákváðum að færa okkar umsóknir undir. Okkur sýnist að þetta bjóði upp á samstárf bæjar- félaga, félagasamtaka, eins og Búseta, og fyrirtækja. Við erum einmitt að vinna í því núna að búa til ákveðið form í kringum þetta samstarf. Það eru nokkur bæjarfélög sem hafa haft sam- band við okkur og lýst yfir áhuga sínum. Sem kunnugt er sóttu nokkur bæjarfélög um kaupleiguíbúðir, en hins vegar eru þau ekki öll jafn spennt fyrir því að standa sjálf fyrir byggingu og rekstri og þess vegna höfum við verið að minna á okkur og benda á að stofna hliðstæð félög á stöðun- um. Þau geta síðan, annað hvort ein og sér eða í samvinnu við bæjarfélög og fyrirtæki, myndað sameignarfélag, hlutafélag eða húsnæðissamvinnufélag, sem standi fyrir byggingu og rekstri þessara íbúða. Menn eru að uppgötva það núna að það er til félag sem heitir Búseti og við erum dálítið mont- in af því að hafa hreinlega ekki gefist upp. Við höfum staðið í harðvítugri baráttu fyrir tilveru- rétti okkar, en okkur tókst þó að koma upp húsi í Grafarvoginum og það verður flutt inn í þessar 46 íbúðir í haust. Húsið hefur kom- ið mjög vel út í alla staði og hefur gengið framúrskarandi vel. Það er eins og fslendingar trúi ekki fyrr en þeir taka á, þeir þurfa að þreifa á hlutunum og nú er svo komið, eins og einn sagði sem hrindi til okkar, að það er Búsetaæði í borginni.“ Búseti á Norðurlandi - Hafa sveitarfélög á Norður- landi sýnt Búseta áhuga? „Ef við byrjum á Akureyri þá var stofnað þar félag á sínum tíma, Búseti Akureyri, í ársbyrj- un 1984 og Valur Arnþórsson stýrði stofnfundinum. Þá gengu í félagið hátt í tvö hundruð manns og áhugi mikill á þeim tíma. Síð- an má segja að í öllum þessum þrengingum hefur ekki tekist að halda félaginu á floti, en það er þó til og það sótti reyndar um 12 íbúðir á sínum tíma. Sú umsókn hefur verið endurnýjuð undir kaupleigulögunum og við höfum verið að benda félaginu á að fara í alvarlegar viðræður við bæjar- yfirvöld á Akureyri um samstarf. Á Húsavík var skipuð undir- búningsnefnd á sínum tíma um stofnun Búseta og sömu sögu má segja um Sauðárkrók. Þá urðum við varir við mikinn áhuga á Siglufirði og Blönduósi. Á þess- um óvissutímum hefur verið hljótt um málið en nú er það að breytast. Neskaupstaður hefur haft formlegt samband við okkur, svo og Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar. Þá stefnir í samstarf milli Búseta og Kópa- vogsbæjar og hver veit nema þetta gerist í Reykjavík. Okkur vantar eiginlega bara tíma, það er aðalvandamálið.“ Hvað er búsetuform? - Áður en lengra er haldið, get- urðu lýst þessu búsetuformi? „Já, í fyrsta lagi er þetta félag sem er ölíum opið. Félagið sjálft tekur opinber lán og er hinn formlegi eigandi húsnæðisins, félagsmenn kaupa sér síðan búseturétt, sem við getum kallað vísitölutryggðan eignarhlut. Þessi búseturéttur er ótímabundinn, nánast æviréttur, og kemur eigin- lega í staðinn fyrir afsal. í þessu fyrsta húsnæði okkar kostar búseturétturinn 15% af byggingarkostnaði, félagið fjár- magnar 85%. Félagið afsalar sér síðan umráðaréttinum yfir við- komandi íbúð. Sá sem kaupir búseturéttinn hefur því ráðstöf- unarrétt, en á móti eignast hann ekki stærri hlut en hann leggur fram í upphafi, 15% í þessu til- viki. Síðan greiðir hann mánað- argjald, sem samanstendur af fjármagnskostnaði, húsgjöldum og viðhaldi. Það er greitt til sér- staks búsetufélags, sem er stofn- að um hvert hús og virkar sem sjálfstæð deild í Búseta og ábyrg fyrir rekstri viðkomandi húss. Sem dæmi um þær upphæðir sem um er að ræða í húsinu í Grafar- voginum, þá eru félagsmenn að greiða 550-750 þúsund fyrir búseturéttinn og mánaðargreiðsl- ur verða á bilinu 11-16 þúsund krónur. Það þykir ævintýri líkast fyrir leigjendur hér sem eru að borga tvöfalda eða þrefalda þessa upphæð í húsaleigu á mánuði. Við teljum okkur sjá merki þess að íbúar í slíkum húsum leggi meiri rækt við það sem er sameiginlegt, vegna þess að menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig, sameiginlegir hags- munir eru í húfi. Þetta býður upp á möguleika til að gera umhverf- ið manneskjulegra en tíðkast hef- ur í fjölbýlishúsum." Tímamót í húsnæðismálum - En vilji félagsmaður losna úr íbúðinni, hvað þá? „Þá selur hann búseturéttinn. Hann á vísitölutryggðan eignar- hlut, hann rýrnar ekki, og næsti félagsmaður á listanum hefur forkaupsrétt. Það verður gerð úttekt á íbúðinni og eignarhlutur- inn hækkar eða lækkar eftir ástandi íbúðarinnar. Þetta á að geta gengið mjög fljótt fyrir sig og losar menn undan því að ganga á milli fasteignasala mán- uðum saman." - Að lokum, hvernig metur þú stöðuna í húsnæðismálum þjóð- arinnar? „Okkur sýnist að húsnæðis- kerfið í heild sé á miklum tíma- mótum og sú breyting sem gerð var á húsnæðislánakerfinu virðist ekki ætla að ganga upp. Bæði er biðtíminn langur og síðan er þetta mikil greiðslubyrði og sára- lítil eignamyndun. Sá sem tekur fullt lán á kannski ekki nema helminginn í íbúðinni eftir 30 ár og fólk veltir því fyrir sér hver sé tilgangurinn með þessari greiðslu- byrði. Nú, leigumarkaðurinn virðist fara versnandi með hverju ári. Framboð á leiguhúsnæði minnkar og það sprengir upp verðið. Byggingasamvinnufélög- in sem voru mjög öflug á Reykja- víkursvæðinu eru eiginlega öll dottin upp fyrir. Verkamanna- bústaðirnir eru í miklum sam- drætti og sveitarfélög svissuðu sínuni umsóknum yfir í kaup- leiguna í stórum stíl. Sveitar- félögin hafa ekki áhuga á að standa í þessu sjálf og þá kemur að ákveðnu tómarúmi sem Búseti getur kannski fyllt upp í.“ SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.