Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. september 1988 Stjórn Kennarasambands íslands: Mótmælt er hugmyndum um niðurskurð Síðustu daga og vikur hcfur mikið verið rætt um sparnað í ríkis- kerfínu og m.a. munu yfírvöld fræðslumála hafa fengið fyrirmæli um að skera niður kostnað af skólahaldi og þar með rýra þjónustu við nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum. Stjórn Kennarasambands íslands hefur miklar áhyggjur af þeim vanda sem skólastarfi er búinn ef hinar takmörkuðu fjár- veitingar sem þegar eru ætlaðar skólastarfinu verða enn minnkaðar. Eins og jafnan áður þegar niðurskurður er á döfinni er hætt við að þeir sem minnst mega sín og síst geta borið hönd fyrir höfuð sér verði fyrir barðinu á slíkum aðgerðum. Bridds: Norðurlandsmót í tvímenningi Hið árlega Norðurlandsmót í tvímenningi verður haldið á Akureyri laugardaginn 8. okt- óber n.k. og hefst spila- mennska kl. 10.00 í Félags- borg. Spilaðar verða tvær umferðir eftir Mitchell-fyrirkomulagi. Þátttökugjald er kr. 2000 á par. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast Erni Einarssyni, sími 21058 eða Stefáni Ragnars- syni, sími 22175, fyrir 5. október nk. Nú hafa borist fréttir af því að stórlega verði dregið úr því tíma- magni sem ætlað er nemendum með sérkennsluþarfir - og er það þó ærið takmarkað fyrir og full- nægir hvergi nærri þeirri þörf sem sérfræðingar skólakerfisins hafa greint og staðfest. Með grunnskólalögunum frá 1974 og reglugerðum sem við þau hafa verið sett er leitast við að tryggja öllum börnum jafnan rétt til náms, óháð kyni, búsetu, efna- hag og/eða andlegu eða líkam- legu atgervi. Með slíkri lagasetn- ingu hefur samfélagið tekist þá skyldu á hendur að sinna þörf barna og unglinga sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda til þess að þeim nýtist nám og kennsla til fullnustu. Þeim skyldum verður að sinna. Stjórn Kennarasambands ís- lands mótmælir harðlega öllum hugmyndum og áformum um að skerða þjónustu skólanna við nemenur og skorar á stjórnvöld að standa vörð um jafnréttis- ákvæði grunnskólalaga með því að tryggja að virt verði greind og rökstudd þörf þeirra nemenda sem þurfa á sérkennslu að halda. Kristín Aðalsteinsdóttir tekur á móti viðurkenningarskjalinu. Mynd: GB Sérkennari fær viðurkenningu Kristín Aðalsteinsdóttir, sér- kennari, fékk afhent viður- kenningarskjal fyrir skömmu frá British Council, en það er stofnun sem sér um að veita erlendum nemendum styrki til náms við framhaldsskóla í Bretlandi. Kristín Aðalsteinsdóttir vinnur nú að lokaverkefni við háskól- ann í Bristol. Stephen Parris, sendifulltrúi, afhenti henni skjal- ið í skrifstofu breska konsúlsins á Akureyri, Aðalsteins Jónssonar. Sendifulltrúinn gat þess í ræðu sem hann flutti við þetta tækifæri að Kristín hefi sýnt mikinn dugn- að og áhuga í námi og starfi og því væri sér einstök ánægja að afhenda viðurkenningarskjalið sem staðfestingu þess að hún hefði fengið styrk frá British Council. Lokaverkefni Kristínar er mastersritgerð sem fjallar um þjónustu við sérkennslubörn í skólum á Norðurlandi eystra. EHB Fasteignamarkaðurinn: Eftírspurnin mikil og verðið þokast rólega upp Verð á fasteignum á Akureyri hefur verið að þokast rólega upp og hefur frá áramótum hækkað um 10-15%. í sumar hefur gott verð fengist á mark- aðinum og eftirspurnin er mikil. Stærri eignir eru talsvert þungar í sölu, en fara þó með tímanum. Björn Kristjánsson sölumaður hjá Fasteigna-Torginu sagði eftir- spurnina mikla og ekki hefði úr 99 Frístæl- keppni“ í SjaJlanum Frístælkeppnin á Akureyri 1988 verður haldin í Sjallan- um á Akureyri þann 22. október. Hún er haldin á vegum tímaritsins Hárs & fegurðar og hársnyrtifólks á Akureyri. Þetta er opin keppni og getur því hársnyrtifólk alls staðar af landinu tekið þátt. Síðasta keppni á Akureyri var stórglæsileg þar fékk hár- snyrtifólkið að njóta sín á list- rænan máta og komu fram margar skemmtilegar „fanta- síur“. Fólk á Akureyri og Norður- landi má því eiga von á stór- skemmtilegri uppákomu. Frístælkeppnir hjá tímarit- inu og hársnyrtifólki á íslandi hafa vakið gífurlega athygli, ekki bara hér heima heldur einnig úti ý heimi þar sem keppnirnar hafa verið kynnt- ar. henni dregið ennþá. Hann sagði að miklu munaði á framboði og eftirspurn og nokkur skortur væri á minni einbýlishúsum sem og raðhúsum með bílskúr. Húsnæði sem mikið hefði af áhvílandi lán- um færi mjög fljótt. „Verðið var mjög gott í sumar, og enn hefur ekki dregið úr því,“ segir Björn. Hann sagði áberandi að fólk utan Akureyrar væri að spyrjast fyrir um húsnæði hér. Fólk væri í talsverðum mæli að flytja til bæjarins. „Það virðist vera frekar bjart yfir þessu," sagði hann. Pétur Jósepsson sölumaður hjá Fasteigna og skipasölu Norður- lands sagði að hreyfingin væri minni en í fyrra, en verðið orðið stöðugra og hefði það hækkað nokkuð, eða um 10-15% frá ára- mótum. Markaðurinn er mjög háður húsnæðiskerfinu, en það þykir heldur þungt í vöfum og sagði Pétur að fólk gengi um með lánsloforð en gæti ekki fjárfest fyrr en dagsetningar lánanna færðust nær t tímanum. Raðhús af öllum stærðum og gerðum gengju best út, en eldra húsnæði fer hægt. „Það hefur set- ið eftir,“ segir Pétur. Hann sagði að verðfall hefði orðið á eldri eignum og hefði húsnæðiskerfið þar haft mikil áhrif á. Langflestir vildu fjárfesta í nýju húsnæði þegar lánsupphæðin væri á bilinu 2,3-2,5 milljónir króna. Pétur sagði að taka þyrfti pólitíska ákvörðun varðandi þetta mál, þannig að fólk sem vildi kaupa gamalt húsnæði fengi einhverja fyrirgreiðslu svo mætti gera það upp. mþþ Fatahreinsun á Húsavík Nýtt fyrirtæki, Fatahreinsun Húsavíkur, var opnað að Brúnagerði 5 sl. föstudag. Það eru hjónin, Guðmundur Valdi- marsson og Kolbrún Péturs- dóttir sem eru eigendur fata- hreinsunarinnar og starfa við fyrirtækið. Auk véla til að hreinsa fatnað keyptu Guðmundur og Kolbrún þvottavél og þurrkara og geta því þvegið og/eða þurrkað þvott fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Og það er ekki eingöngu fatnaður sem tekið er við til hreinsunar heldur einnig mottur, svefnpokar og fleira þess háttar. Hjónin sögðust ætla að leggja áherslu á fljóta og góða afgreiðslu. Segja má að þau Kolbrún og Guðmundur berist á móti straumnum. Fyrir þrem árum fluttu þau til Reykjavíkur þar sem Kolbrún lagði stund á sjúkraliðanám. Nú er hún komin heim til Húsavíkur, útskrifuð sem sjúkraliði en sér fram á að hafa næg verkefni við fatahreins- unina ásamt Guðmundi og er því að hugsa um að hætta störfum á sjúkrahúsinu. Sl. vetur hætti Kaupfélag Þingeyinga rekstri efnalaugar og síðan hefur ekki verið boðið upp á slíka þjónustu á Húsavík. Um páskana skruppu Kolbrún og Guðmundur í heim- sókn til Húsavíkur og voru þau þá að hugsa um að selja nýlegt einbýlishús sitt þar og búa áfram fyrir sunnan. En þegar þau heyrðu um efnalaugarskortinn í bænum ákváðu þau að flytja aftur í húsið sitt, kaupa vélar til fata- hreinsunar og setja á fót fyrirtæki í bílskúrnum. Guðmundur vann í fatahreins- un fyrir sunnan og Kolbrún kynnti sér einnig starfið, sagði hún það vera eins gott, mikið væri að gera hjá þeim og heilmik- il vinna gæti verið við hverja flík. Aðspurður sagði Guðmundur að ekki þýddi annað en að vera bjartsýnn á framtíðina og rekstur fyrirtækisins. Dýrt væri að koma I nýju hreinsuninni þessu upp en fólk væri jákvætt og | mjög vel tekið. hefði verið IM Guðmundur Valdimarsson og Kolbrún Pétursdóttir í nýju fatahreinsuninni ásamt dóttur sinni. Mynd: im

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.