Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 3
21. september 1988 - DAGUR - 3 Hjónin á Mýri í Bárðardal: Heimtu útigönguíe - á með tvær gimbrar og voru allar með lömb Það þykir ekki tiltökumál þó að á stóru fjárbúi vanti eina og eina á eftir að smalað hefur verið að hausti. í fyrrahaust vantaði hjónin á Mýri í Bárð- ardal, þau Tryggva Höskulds- son og Guðrúnu Sveinbjörns- dóttur m.a. á með tvær gimbrar. Nú í haust komu þær hins veg- ar í leitarnar og voru þá allar með lömb. Ærin með tvö en gimbr- arnar sitt hvort og því heimtu hjónin á Mýri alls 7 gripi. Þær mæðgur hittu fyrir lambrút frá Birkihlíð í Ljósavatnsskarði sem ráfaði um öræfin og slóst hann í för með þeim. Búið var að leita mikið að ánni í fyrrahaust, bæði gang- andi og á vélsleðum en án árang- urs. Féð kom fram í Illugastaða- rétt, þannig að sennilega hefur það gengið á framdölum Fnjóska- dals. -KK Búseti á Akureyri lognaðist út af - óvíst með framhaldið Húsnæðissamvinnufélagið Bú- seti í Reykjavík hefur kveikt áhuga manna á búsetukerfinu með byggingu fjölbýlishúss í Grafarvogi og hafa bæjarfélög lýst yfir áhuga á samstarfi í kjölfar úthlutunar lána til kaupleiguíbúða. Félagið Bú- seti á Akureyri var stofnað árið 1984 en það mun hafa lognast út af. Gylfi Guðmarsson var formað ur Búseta á Akureyri rneðan félagið var við líði. Hann sagði að félagið hefði ekki verið endur- lífgað en taldi þó líklegt að full þörf væri á því, ef bæjaryfirvöld hefðu hug á samstarfi við slíkt félag um byggingu kaupleigu- íbúða. í ágústmánuði samþykkti Húsnæðismálastjórn að veita lán til 10 almennra kaupleiguíbúða og 5 félagslegra kaupleiguíbúða á Akureyri. Gylfi sagðist hafa ver- ið í sambandi við framkvæmda- stjóra Búseta eftir að lög um kaupleiguíbúðir voru samþykkt og skriður fór að komast á búsetuíbúðir í Reykjavík. Hann hafði síðan samband við fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar og fékk þær upplýsingar að bæjaryfirvöld hefðu ekki ákveðið hvernig stað- ið yrði að byggingu kaupleigu- íbúðanna. „Mér líst vel á hugmyndir um samstarf bæjaryfirvalda og félaga- samtaka á borð við Búseta. Menn bera kannski meiri virð- ingu fyrir eigninni þegar þeir bera sjálfir einhverja ábyrgð á henni. Ég held að slíkt samstarf væri skynsamlegra en að bærinn réðist í þetta upp á eigin spýtur,“ sagði Gylfi. SS Sjúkrahúsið í Neskaupstað: Gífurlegt álag á starfsfólki Mikið álag hefur verið á starfs- fólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað það sem af er þessu ári, en skortur á hjúkr- unarfræðingum hefur verið áberandi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að manna allar stöður sjúkrahúss- ins, en stöðugildin eru 58 og á sjúkrahúsinu eru 40 rúm. Kristinn ívarsson fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins sagði að nokkrar stöður hjúkrunar- fræðinga væru ómannaðar og það ætti einnig við um stöður sjúkra- liða og ófagjærðs starfsfólks. „Þetta er óviðunandi ástand, við höfum mikið reynt að fá fólk, en það ekki skilað árangri," sagði Kristinn, en hann sagðist ekki muna eftir að ástandið hafi áður verið svo slæmt. Starfsfólk væri orðið langþreytt á mikilli vinnu. Skortur á starfsfólki hefði ver- ið leystur með yfirvinnu þeirra sern fyrir eru. Kristinn sagði að fólk væri þó ekki ýkja hrifið af mikilli yfirvinnu eftir að stað- greiðslukerfi skatta var tekið upp. Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað er eina sjúkrahúsið á svæðinu frá Húsavík til Vest- mannaeyja sem býður upp á bráðaþjónustu og þar eru til stað- ar tvær skurðstofur. Ekki væri því hægt að grípa til þess ráðs að , loka deildum og færa fólk á milli. „Hingað er komið með slasaða sjómenn og við verðum því alltaf að vera viðbúin öllu,“ sagði Kristinn. Hann benti á sem lausn á þess- um vanda sem blasir víða við á sjúkrahúsum, að það starfsfólk sem ynni aðhlynningarstörf fengi notið eins konar ívilnana í skatta- kerfinu í líkingu við sjómenn. „Það þarf að gera þessi störf eftirsóknarverð.“ mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.