Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 7
21. september 1988 - DAGUR - 7 Barnaskóli Húsavíkur: 80 ár frá vígslu gamla bamaskólahússins DANSSKOU SiUa Síðustu innritunardagar - Störf hafm hjá 323 nemendum og 23 kennurum Frá vígslu gamla barnaskólahússins. í dag hefur gamla barnaskólahúsið verið flutt um set og þjónar sem íbúðar- hús. Kennsla hófst við Barnaskóla Húsavíkur 6. sept. en skólinn var settur 2. sept. Nemendur í vetur eru 323, nokkrum nemendum fleiri en í fyrravet- ur, kennarar eru 23, þar af sex nýir starfskraftar við skólann. „Það hafðist að fá kennara til starfa,“ sagði Halldór Valdi- marsson skólastjóri, aðspurður um hvernig hefði gengið. „Ég er ákaflega ánægður nú þegar við byrjum skóla með mjög gott kennaralið þar sem flest- allir eru réttindamenn. En það er áhyggjuefni að ekki skuli meira sótt um kennarastöður þegar þær eru auglýstar.“ „Vandinn er sá að við þurfum að tvísetja í hverja kennslustofu. Þetta er mjög bagalegt og við get- um eiginlega ekki veitt þá þjón- ustu sem við þurfum og erum með lágmarkskennslu í mörgum greinum," sagði Halldór, aðspurður um húsnæðisvandræði skólans. Á döfinni er að byggja við skólahúsið, teikningar eru til- búnar og sagðist Halldór vona að hafist yrði handa næsta vor. Eftir teikningunum að dæma mun við- byggingin falla sérlega vel að skólahúsinu, á þeim er fyrirhug- að bráðskemmtilegt rými fyrir bókasafn og gert er ráð fyrir að tónlistarskólinn fái aðstöðu, en sambúð skólanna undir sama þaki hefur gefist sérlega vel. Varðandi nýjungar við kennsl- una sagði Halldór að ýmsar hug- myndir væru uppi, unnið hefði verið nýbreytnistarf við skólann sem mikilvægt væri að þróa og halda áfram með. Starfsemin á bókasafninu yrði aukin en hún miðaði að því að börnin lærðu sjálfstæði í vinnubrögðum. Við skólasetninguna minntist Halldór þess að 2. nóv. verða 80 ár liðin frá vígslu gamla barna- skólahússins á Borgarhóli. Vitn- aði hann í fundargerð þar sem sagt er frá vígsludeginum. Þar kvæði sem hann nefndi Borgar- hól. Sigurður Sigfússon, sölu- stjóri las kvæði eftir Jón Stefáns- son frá Vaðbrekku. Forstöðu- maður unglingaskólans, Benedikt Björnsson setti síðan sinn skóla. Athöfninni lauk með því að söngflokkurinn söng þrjú vers af kvæðinu ísland, ísland, ó ættland. Halldór vitnaði í kvæði Ara Jochumssonar í setningarræðu sinni, sígild orð sem eiga jafnt við í dag og fyrir 80 árum. Halldór sagði að fyrirhuguð viðbygging við skólann væri sér ofarlega í huga, menn stæðu á vegamótum nú varðandi húsnæðismálin eins og verið hefði fyrir 80 árum. IM Langar þig að læra að dansa? Nú er tækifærið. Nýr og ferskur dansskóli Kennsla hefst 26. september. Kennslustaður: Gránufélagsgata 49, efri hæð. 10 tíma námskeið í: ★ Barnadönsum ★ Unglingadönsum ★ Samkvæmis- dönsum ★ Gömludönsum ★Rock og tjútt. Námskeið fyrir félagasamtök, hópa og einstaklinga. Innrítun og nánarí upplýsingar í síma 26624 milli kl. 12 og 18. Sigurbjörg D.S.Í. Vinkonurnar og frænkurnar Kristín og Sigríður í frímínútum. kemur m.a. fram að 200 manns, auk barna hafi verið viðstaddir vígsluna. Hreppsnefndaroddvit- inn Jónas Sigurðsson afhenti skólanefndinni húsið og þakkaði iðnaðarmönnum, sérstaklega yfirsmiðnum, Páli Kristjánssyni. Steingrímur Jónsson, sýslumaður flutti ræðu og söngflokkur söng undir stjórn Stefáns Guðjónsen. Formaður skólanefndarinnar, sóknarprestur Jón Arason hélt ræðu sem fjallaði um hvað hug- takið skóli væri, var mál manna að sú ræða hafi smekkleg og vel samin verið, eins og segir í fundargerðarbókinni. Valdimar Valvesson, yfirkennari talaði og Ari Jochumsson flutti sjö erinda Fjör í frímínútum við barnaskólann. Fyrirtæki - Einstaklingar Töl vupappí rsvinnsla er hafin Bjóðum upp á framleiðslu og prentun hvers konar viðskiptaforma á tölvu- pappír. Nýjung! Eigum á lager 60 gr Mikro-rif- gataðan pappír í stærðinni A-4 (21x29.7 cm). Erum að hefja framleiðslu á grænstrik- uðum pappír í ýmsum stærðum. Lítið inn og kynnist þjónustu okkar 24222 Strandgötu 31

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.