Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 21. september 1988 Kostatílboð! Til sölu 3ja tonna trilla með 16 ha. SABB vél, nýjum startara og dýptarmæli. Skrokkurinn í góðu lagi en hressa þyrfti upp á húsið. Einnig til sölu Land-Rover jeppi árgerð 1966 með brotið afturdrif en þrumu góða vél. Hvort tveggja selst ódýrt, möguleikar á afborgunarskilmálum. ÖLUNN HF., Dalvík, sími 96-61275 Ullfrotte nærfatnaðurinn kominn Ullfrotte sokkar á dömur og heira Bamanáttföt St. 100-140. Verð kr. 520.- Hnepptar herrapeysur Verð kt. 1.525,- Joggingbolir og joggingpeysur á börn Ath! Lokað laugardaga. lli EYFJÖRÐ QE Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Óskum eftir manni til útkeyrslustarfa Upplýsingar á staðnum milli kl. 10 og 12. v/Hvannavelli, sími 22080. Barnaskóla Akureyrar vantar starfsmann tii barnagæslu milli kl. 15 og 17 venju- lega skóladaga. Upplýsingar hjá skólastjóra og yfirkennara, sími 24449 eða 24172. Vertu sjálfstæóur Laust er til umsóknar starf umboðs- manns Skeljungs hf. Húsavík. Umboðsmaður er sjálfstæður rekstraraðili. Upplýsingar veitir Ársæll Harðarson í síma 91- 687800 og Sigurður J. Sigurðsson sími 96-22850. stiaii Skeljungur hf. Verkamenn Viljum ráða nú þegar nokkra dugiega verkamenn. Mikil vinna, gott kaup. Hafið samband við verkstjóra á staðnum. K. Jónsson & Co. hf., Niðursuðuverksmiðja. Sauðárkrókur: „Sérðu bóknámshúsið?“ - frá busavígslu hjá F.á S. Um 140 nýnemar voru vígðir til æðri metorðastiga í Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki sl. föstudag í svokallaðri busa- vígslu. Busavígslan fór vel fram þrátt fyrir mótlæti bus- anna í garð heldri nema, þ.e. böðlanna, og að athöfn lokinni voru fyrrverandi busar komnir í tölu eldri nemenda. Eftir að hafa snætt dýrindis graut sem yfirböðull bauð upp á af stakri góðsemi, var busunum smalað saman í hópgöngu í bæinn með forláta lanbúnaðarvél í fararbroddi. Förin endaði á grasbala við Sundlaug Sauðár- króks þar sem busum var dýft ofan í vatnsker, með ýmsum kynjadýrum á botninum. Þegar dýfingu Iauk voru busarnir spurð- ir einnar spurningar af eldri nemum, sem þeir urðu að svara játandi: „Sérðu bóknámshúsið?" Að sjálfsögðu svöruðu allir afar jákvæðir og lauk þar með vígsl- unni, flestum busum til mikils léttis. Um kvöldið var síðan fjöl- mennt busaball í endurbættu Félagsheimilinu Bifröst, en það var málað í síðustu viku og tókst með naumindum að gera það klárt fyrir busaballið. -bjb Busar gæða sér á góðgæti sem yfirböðull hefur upp á að bjóða. Sumir busar reyndust vandlátir og erfiðir viðureignar. Busar dregnir til yfirböðuls.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.