Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 13
21. september 1988 - DAGUR - 13 Þeir komu síðast fyrir 63 árum: Stúdentakór Kaupmannahaíhar í heimsókn á fslandi - Tónleikar í Skagafirði annað kvöld og á Akureyri föstudagskvöld Stúdentakór Kaupmannahafnar- háskóla er karlakór sem þessa dagana er í heimsókn hér á landi. A síðustu áratugum hefur kórinn sungið víða, m.a. í Bandaríkjun- um, Vestur-Indíum, ísrael, Frakklandi, Ungverjalandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, á Grænlandi og í Færeyjum. ísland varð fyrir valinu í þess- ari utanlandsferð kórsins, bæði vegna þess að hann vill styrkja norræn sambönd, en ekki síður vegna þess að það er orðið langt síðan kórinn heimsótti ísland, eða 1925. Þá ferðuðust kórfélag- arnir með gufuskipi og ferðin var því nokkuð erfið, en þetta var stórkostleg ferð hjá þeim. Kórinn er búinn að starfa frá 1839 og á því 150 ára afmæli á næsta ári. Hann er jafnframt elsti starfandi kór Danmerkur. Af- mælishátíðin er í fullum undir- búningi, það verður mikið um að vera, nokkrir tónleikar og upp- tökur fyrir útvarp og sjónvarp. Það eru rúmlega 250 félagsmenn í Stúdentakór Kaupmannahafn- arháskóla en virkir söngvarar í kórnum eru u.þ.b. 60 og af þeim koma um 40 með til íslands. Þar sem kórinn hefur starfað þetta lengi eða 149 ár þá hefur hann haft marga stjórnendur. Þekktastir eru án efa Peter Heise ogJ.P.E. Hartmann á síðustu öld og á þessari öld Johan Hye- Knudsen og John Frandsen sem báðir voru hljómsveitarstjórn- endur við Konunglega leikhúsið, Eiffred Eckart-Hansen, sem í mörg ár var tónlistarstjóri Tívolís í Kaupmannahöfn og nú síðast Támas Vetö, sem einnig er hljómsveitarstjóri Konunglega leikhússins. Núna stjórnar kórn- um hinn þrítugi Niels Muus, en hann hefur upp á síðkastið vakið mikla athygli í tónlistarlífi Dana, bæði sem píanóleikari og stjórn- andi. Efnisskrá kórsins hefur alla jafna verið fjölbreytt, allt frá rómantískri tónlist frá síðustu öld til nútímaverka, sem hafa verið skrifuð sérstaklega fyrir kórinn. Þegar kórinn ferðast erlendis, leggur hann mesta áherslu á að kynna danska kórtónlist og að þessu sinni verður hann með í hafurtaskinu kórverk eftir Heise, Bridgesamband Norðurlands: Bikarkeppnin hefst í nóvember Bikarkeppni Bridgesambands Norðurlands hefst í byrjun nóvember. Um er að ræða sveitakeppni með útsláttarfyrir- komulagi og er öllum bridds- sveitum á Norðurlandi heimil þátttaka. Örn Einarsson í síma 21058 og Stefán Ragnarsson í sírna 22175, taka á móti þátttökutilkynning- um, en þær þurfa að berast fyrir lok októbermánaðar. Þátttökugjald er 3000 krónur á sveit. Kuhlau og Hartmann, Carl Niel- sen, Poul Schierbeck, Knud Jeppesen, Finn Hóffding, Poul Rovsing Olsen, Bernhard Lew- kovitch, Leif Thybo. Tónleikar kórsins verða sem hér segir: í Miðgarði, Varma- hlíð, Skagafirði fimmtudaginn 22. september 1988, kl. 21.00; Akureyrarkirju föstudaginn 23. september 1988, kl. 20.30 og í Langholtskirkju, Reykjavík laugardaginn 24. september 1988, kl. 17.00. Ný trygging frá Samvinnutryggingum F-trygging fyrir fjölskyldur. Hver er ávinningurimi? Hér er stærsti ávinningurinn. Sameinuð kaup þín á tiyggingum í KJARNA veita þér magnafslátt á iðgjöldum. Við kaup á tryggingum til viðbótar KJARNA færðu 15% afslátt. Hafir þú bifreið heimilisins tryggða hjá Samvinnutiyggingum færðu 10% afslátt af öllum tiyggingum í KJARNA, en 15% ef bifreiðamarerutvær. Annargóðurkostur: Heildaiyfirsýn þín yfir tiyggingamál fjölskyldunnar. Ekkert er oftryggt, ekkert er vantryggt. Ogaðlokum. í krafti samsafnaðra tryggingaviðskipta gerir þú, ef þú óskar greiðslusamning við Samvinnutiyggingar. Bifreiðatryggingar má einnig auðveldlega flétta inn í slíkt greiðslufyrirkomulag. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI681411 •Fyrirfjölskyidur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.