Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 15
21. september 1988 - DAGUR - 15 Nemendur, foreldrar og gestir hlýða á setningarræðu skólameistara. þeim nýjungum með opnum huga og þekkingu þá yrðu þær undir í baráttunni um tilveru sína. Með tóma pyngju en fersk- an hug og áræði settu hinir fram- sýnu Þingeyingar markið hátt og linntu ekki baráttu sinni fyrr en þeir höfðu byggt Laugaskóla, skóla alþýðunnar, skóla fólksins.“ Steinþór tók á mörgum málum í ræðu sinni, m.a fjallaði hann um gildi skóla og skólagöngu, námsleiða og nauðsyn þess að skólastarfið fylgi kröfum tímans. Rakti hann síðan aðdragandann að stofnun Framhaldsskólans á Laugum, upplýsti hverjir starfa mundu við skólann í vetur og að lokum beindi hann máli sínu til nemenda og sagði þá m.a.: „Ég vil enn bjóða ykkur hjartanlega velkomin í Lauga. Ég hlakka til þess að vera með ykkur í vetur. Frá fyrsta degi mínum hér hafa nemendur reynst mér vel og ég hefi reynt að endurgjalda það. Með gagnkvæmu trausti og virð- ingu skulum við leggja okkur fram um að þar verði framhald á.“ IM Þórhildur Jónsdóttir og Dröfn Heimisdóttir, nemendur við Laugaskóla. Þórhildur og Dröfn: „HeimavistarskóK er allt öðruvísi“ Þórhildur Jónsdóttir og Dröfn Heimisdóttir voru mættar að skólasetningunni og ætla að stunda nám við Laugaskóla í vetur - Þið eruð báðar frá Flúsavík, hvað eruð þið að gera í Lauga- skóla? „Það er svo gott félagslíf hérna," sagði Þórhildur. „Ég var hérna í fyrra, í níunda bekk en fer í fornám núna, Þór- hildur fer á almenna bóknáms- braut. Bróðir minn var hérna á undan mér og honum fannst æðislega fínt að vera hérna og mælti með skólanum við mig,“ svaraði Dröfn. - Hvað líkaði þér best hérna í fyrra? „íþróttimar og félagslífið og svo eru góðir kennarar hérna.“ - Er ekkert hallærislegt að vera svona úti í sveit? „Það er gaman að prufa eitt- hvað nýtt,“ sagði Þórhildur en Dröfn hefur reynsluna, m.a. af stríðni kunningjanna í skólafrí- um: „Nei, þó allir segi að það sé sveitalykt af manni þegar ég kem heim, það gerir ekkert til, ég finn hana ekki. Það er allt, allt öðru- vísi að vera í heimavistarskóla. Hérna kynnist maður krökkun- um betur og er einhvern veginn frjálsari, getur alltaf farið í sund eða íþróttir. Gallinn er sá að þeg- ar mann langar heim er kannski ekki hægt að fara heim. Það er helgarfrí aðra hvora helgi en kennt annan hvern laugardag, mér finnst það fínt því í staðinn er hver önn styttri." IM Benóný Arnórsson, oddviti: „Var og er góður skóli“ Benóný Arnórsson, oddviti Reykdælahrepps var að sjálf- sögðu mættur að setningu Framhaldsskólans á Laugum. Að setningarathöfninni lokinni var Benóný spurður hvað hon- um væri efst í huga. „Mér er efst í huga sú sam- staða sem náðist meðal sveitar- félaganna um framtíð þessa skóla og held að þetta hefði aldrei tek- ist ef samstaðan hefði ekki verið slík sem hún var. Ég hef verið að frétta fram á síðustu stundu hvað þessir skólar stóðu tæpt og hvað litlu mátti muna að ekki færi verr.“ „Ertu mikill Laugamaður.“ „Já, ég er mikill Laugamaður og var hér við nám, þá var ekki Benóný Arnórsson, oddviti Reyk- dælahrepps. kominn gagnfræðaskóli á Húsa- vík og ég fór í Lauga og stundaði nám í tvo vetur. Hér kynntist ég konunni minni en hún var einnig nemandi hérna. Börnin okkar sjö hafa öll verið hér við nám, meira og minna. Svo þetta kemur af sjálfu sér að menn verða miklir Laugamenn. Við eigum góðar minningar héðan og þetta var og er góður skóli eftir því sem ég skil það hugtak. Auk þess er staðurinn geysilega stórt atriði fyrir sveitarfélagið sem slíkt. Ég vil gjarnan nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti mínu til Þingeyinga fyrir sam- stöðuna um að efla skólahald á Laugum. í dag finnum við og sjáum árangur starfsins." IM Kristján Guðmundsson, kokkur á Laugum: ,Aldrei hægt að gera öllum til hæfis“ í setningarræðu sinni kynnti skólastjórinn kennara og ann- að starfslið við skólann, meðai annarra nýjan kokk, Kristján Guðmundsson matargerðar- mann, fyrrverandi nemanda skólans frá Raufarhöfn. Krist- ján var ekki við setningarat- höfnina því hann var önnum kafinn í eldhúsinu við að undirbúa veitingar sem bornar voru fram að henni lokinni. Dagur leit inn í eldhúsið og heilsaði upp á Kristján. „Það er gaman að vera kominn hingað aftur, mér hefur fundist dásamlegt að vera hérna og átti hér ógleymanlega daga á mínum skólaárum." - Nú eru viss tímamót hér í dag með setningu nýs framhalds- skóla, hvað er þér efst í huga? „Að allt gangi vel, þetta verði Kristján Guömundsson frá Raufar- höfn, matargerðarmaður Lauga- skóla. góður vetur og einnig þeir vetur sem á eftir koma. Ég vona að þessari skólastofnun vegni vel í framtíðinni. Það þarf að hlú vel að framhaldsskólunum úti á landi en ekki eingöngu blína á þá sem eru á Reykjavíkursvæðinu.“ - Hvernig er fæðið í skóla- mötuneyti? „Það er mjög gott. Það er auð- vitað aldrei hægt að gera öllum til hæfis þar sem 150 nemendur eru en ég vona að þetta gangi eins vel og best getur verið. Ég ætla að hafa það allrabesta sem völ er á í matinn.“ - Hvernig tilfinning er það að taka við stjórn mötuneytis þar sem maður hefur verið í fæði sem nemandi áður? „Það er dásamlegt að vera kominn aftur út á landsbyggðina, í rólegheitin, eftir að hafa verið í Reykjavík." 1M Gunnar Páll og Benedikt: „Félagslíf, íþróttahús og góðir kennarar“ Gunnar Páll Baldursson frá Raufarhöfn og Benedikt ívars- son frá Grundarfirði á Snæ- fellsnesi stunduðu báðir nám við Laugaskóla í fyrra og voru mættir aftur til leiks. Gunnar ætlar að stunda nám á almennri bóknámsbraut en Benedikt á öðru ári á viðskiptabraut. - Af hverju varð Laugaskóli fyrir valinu hjá ykkur? „Strákur sem var hérna í hitt- iðfyrra sagði að þetta væri ágætur skóli og mér hefur líkað mjög vel,“ svaraði Baldur en Benedikt sagði: „Ég á skyldfólk hérna nálægt og það sagði mér frá skólanum. Ég var óákveðinn í hvert ég ætti að fara en tók séns- inn og prófaði. Hér eru góðir kennarar og gott að vera.“ - Farið þið heim hálfsmánað- arlega í helgarfríunum? „Sjáfsagt ekki,“ sagði Gunnar. „Það kemur ekki til greina,“ svaraði Benedikt. Þeir félagarnir sögðust skreppa til Akureyrar eða vera á Laugum og nota íþróttahúsið þegar fríhelgamar kæmu því þeir væru ekki reknir neitt í burtu. Gunnar Páll Baldursson og Benedikt - Finnst þér skólinn ekkert langt að heiman, Benedikt? „Hann er það svosum en þetta hefur bæði sína kosti og ókosti. Það er þægilegt að koma á nýjar slóðir, hér er gott veður og gróðursæld og margt öðruvísi en heima. En svo fær maður stund- um heimþrá." - Hvað líkar þér best við skólann, Gunnar? ívarsson, nemendur við Laugaskóla. „Aðallega félagslífið og svo er gott að geta haft afnot af íþrótta- húsinu allan daginn. Náttúrlega líka að hér eru góðir kennarar.“ - Jæja piltar, eitthvað sérstakt sem þið vilduð segja að lokum? „Ég bið að heilsa mömmu,“ sagði Benedikt og síðan kvaddi Dagur þessa bráðhressu ungl- inga. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.