Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 1
Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Gunnar ráðinn framkvæmdastjóri - „Með þessari ráðningu er brotið blað í sögu Útgerðarfélagsins“ segir Sigurður Jóhannesson A stjórnarfundi Útgerðar- félags Akureyringa hf. í gær- morgun, var Gunnar Ragnars ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá og með næstu áramótum. Gunnar sem er við- skiptafræðingur að mennt, hefur starfað sem forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri undanfarin ár. „Það er brotið blað í sögu Útgerðarfélagsins með þessari ráðningu og rofin sú eining sem hefur verið um það að hafa vissa pólitíska breidd í stjórnun fyrir- tækisins," sagði Sigurður Jóhannesson einn stjórnarmanna ÚA í samtali við Dag. Hann sagði einnig að þeir þrír sem nú yrðu í forsvari fyrir Útgerðarfélagið, báðir fram- kvæmdastjórarnir og stjórnar- formaðurinn, hafi allir verið á lista Sjálfstæðisflokksins til bæj arstj órnarkosinga. „Ég geri ég ráð fyrir að Pétur Bjarnason fulltrúi Alþýðuflokks í stjórn ÚA hafi valið þann mann í starfið sem hann taldi hæfastan og bestan. En ég tel h'ka að for- ingjar krata á Akureyri hafi ekki þorað að setja á neina pólitíska pressu, af ótta við að meirihluta- samstarfið mundi springa," sagði Sigurður ennfremur. -KK Mjólkursamlag KEA: Framleiðsla bænda sam- kvæmt Mvirðisrétti - á síðasta verðlagsári mjólk í kálfa, búið til smjör og jafnvel skyr.“ VG í ágúst var tekið á móti tæpum 2 milljónum Iítra af mjólk hjá Mjólkursamlagi KEA á Akur- eyri sem er mun meira en á síð- asta ári. Þegar verðlagsárinu lauk, höfðu verið framleiddir alls 20.543.617 lítrar hjá bænd- um á svæðinu, sem er aðeins 100 þúsund lítrum umfram fullvirðisrétt verðlagsársins 1987-1988, en hann nam 20.447.449 lítrum. Ofan á hann bætist réttur bænda til þess að sækja um að framleiða 5% af kvóta næsta árs svo segja má að bændur hafi lagað sig vel að þessu kerfi. Frestur bænda til þess að sækja um rétt til að framleiða 5% af mjólkurkvóta næsta verðlags- tímabils, hefur nú verið lengdur svo þeir sem enn hafa ekki sótt um, geta gert það á næstu dögum. „Ég vil endilega hvetja bændur til þess að sækja um þennan rétt, því í ágúst og júlí var alls 71 bóndi sem fór fram úr kvóta, skilaði inn mjólk en sótti ekki um rétt til að framleiða af kvóta næsta árs,“ sagði Þórarinn Sveinsson samlagsstjóri Mjólk- ursamlags KEA í samtali við blaðið. Hann sagði jafnframt, að alls 110-120 bændur sem fóru fram úr kvóta, hafi sótt um leyfi til að framleiða meira og ef þessi 71 sæki um líka, hafi rúmlega helmingur bænda á svæðinu not- fært sér þennan rétt. Eftir er að úthluta 34 þúsund lítrum til viðbótar af fullvirðis- réttinum samkvæmt áður útgefn- um regium landbúnaðarráðu- neytisins um útjöfnun. Þórarinn sagðist ekki vita til þess að bændur hafi hellt niður mikilli mjólk. „Ég veit hins vegar til þess að þeir hafa notað mikla 1 gær voru gömul fjárhús brennd í Lækjargili á Akurcyri að höfðu samráði VÍð slökkviliðið. Mynd: GB Skagaströnd: Góður afli hjá togur- unum - þeir fylltu afla- kvótann í júlí Togarar Skagstrcndings hf. hafa aflað mjög vel það sem af er þessu ári og voru búnir að fylla aflakvóta sinn í júlí. Síðan hcfur kvóti verið keyptur frá öðrum útgerðum sem ekki hafa nýtt kvóta sinn til fulls. Að sögn Sveins Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Skagstrend- ings hefur frystitogarinn Örvar 3800 tonna aflamark og ísfisk- togarinn Arnar 3000 tonna afla- mark. Þann afla voru skipin búin að færa að landi í júlí en tekist hefur að fá keyptan kvóta sem ætti að duga skipununt fram til 20. nóv. Verð á aflakvóta sem seldur er á milli útgerða er nú 8 krónur á kílóið í þoskígildi. Heildar aflaverðmæti þessara skipa varð á síðasta ári 265 millj- ónir króna en það sem af er þessu ári er verðmæti þess afla sem skipin hafa fært að landi orðiö 290 milljónir. Útgerð þessara skipa hefur alltaf gengið mjög vel og þau hafa verið meðal afla- hæstu togara á landinu. fh Stjórnarmyndunartilraunir Steingríms Hermannssonar: Möguleikununi fækkar eftir afsvar Kvennalistans Eftir fundi fulltrúa Kvennalist- ans með fulltrúum Alþýðu- bandalags, Framsóknar og Alþýðuflokks í gær er Ijóst að Kvennalistinn myndar ekki stjórn með flokkunum þrcmur. Konurnar halda fast í hugmyndina um þjóðstjórn allra flokka en innan flokk- anna þriggja telja menn hug- myndina lítt áhugaverða. Að afloknum síðari fundi Kvenna- listans með fulltrúum flokk- anna þriggja átti Steingrímur Hermannsson fund með Stefáni Valgeirssyni þar sem ræddur var möguleiki á aðild hans að hugsanlegri stjórn. Skiptar skoðanir virðast innan Alþýðu- og Framsóknarflokks á stjórn flokkanna þriggja með Stefáni Valgeirssyni, þingmanni Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju. Bent er á að sú stjórn hafi mjög nauman meirihluta, eða 32 þingmenn, en aðrir tclja að vert sé að láta reyna á slíkt samstarf. Miklar þreifingar voru bak við tjöldin í gær og margir möguleik- ar ræddir. Þeir framsóknar- og alþýðuflokksmenn sem blaðiö ræddi við töldu samstarf viö Kvennalistann útilokað og einnig meinbugi á samstarfi við Alþýðu- bandalagið. Þar kemur til ósætti í forystusveit flokksins. Borgara- flokksmenn hafa gefið þá yfirlýs- ingu að þeir séu tilbúnir til við- ræðna við alla og benti flest til þess að við þá yrði næst talað í stjórnarmyndunarþreifingum. í gær fór sú hugmynd á loft meðal stjórnmálamanna hvort möguleiki sé á myndun ríkis- stjórnar sömu flokka og áður, þ.e. Framsóknar-, Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks. Breytingin yrði hins vegar sú að framsóknar- menn veittu nýrri stjórn forsæti. í samtali við blaðið lýsti einn alþýðuflokksmanna þeirri skoð- un sinni að þessi leið væri sú eina færa fyrir Steingrím Hermanns- son, sem nú hefur umboð forseta til myndunar meirihlutastjórnar. Innan Alþýðuflokks styðji margir þessa hugmynd en rninni eráhug- inn meðal framsóknar- og sjálf- stæðismanna. Línurnar í stjórn- armyndun Steingríms Hermanns- sonar skýrast með hverjum deg- inum en búast má við að Stein- grímur skili umboði sínu í síðasta lagi á föstudag, takist stjórnar- myndun hans ekki. JÓH > I Bæjarstjórn Akureyrar Fjörugar umræöur Miklar umræður urðu á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar um fjármál bæjarfélagsins í gær. Komu þar fram mismunandi skoðanir bæjarfulltrúa á því hvort bæjarfélagið ætti í fjár- hagsvanda eða ekki og hvern- ig bæri að skilgreina vand- ann. Gunnar Ragnars, forseti bae^Mssfijswnar, sagði að skoðun mannx ii skuldastöðu bæjarins mótaðist af því frá hvaða sjón- nhóli væri horft. Úlfar Hauks- um prhagsvanda son, fráfarandi hagsýslustjóri, hefði kosið ákveðið sjónarmið, þ.e. skuldastöðu bæjarsjóðs, í hugleiðingunt sínurn um málið. Þar hefði ekki verið horft á aðr- ar hliðar eins og útistandandi kröfur bæjarsjóðs á hendur rík- inu eða hlutfali skulda á móti veltufjárkröfum, sem voru 175 milljónir króna um áramótin. Þá kæmi ekki fram að ríkið skuldaði bæjarsjóði stórar upp- hæðir vegna Síðuskóla. Vegna þessara skulda hefði verið gerð- ur samningur unt lántöku til að koma þar á móti, en ríkið endurgreiðir féð á nokkrum árum. Skýrsla Úlfars fæli ekki í sér heildarmynd af fjárhag bæjarins. Sigurður Jóhannesson ítrek- aði, ásamt Sigríði Stefánsdóttur og Heimi Ingimarssyni, að fjár- hagur bæjarins væri lélegur og gæti hæglega komið til þess að ekkert svigrúm yrði til fram- kvæmda, ef svo héldi áfram sem hingað til. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.