Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 5
21. september 1988 - DAGUR - 5 kvikmyndarýni Sannarlega stórgóð mynd Borgarbíó sýnir: Bannsvæði (Off limits). Leikstjóri: Christopher Crowe Helstu leikendur: William Dafoe og Gregory Hines. Twentieth Century Fox 1988 Það einasta sem Bandaríkin græddu á Víetnamstríðinu var afsönnun Dómínókenningarinn- ar, hugmyndarinnar um að félli eitt ríki kommúnistum á vald hlytu fleiri að fylgja í kjölfarið uns kæmi að bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Vegna Dómínó- kenningarinnar var stríðið í Víet- nam frelsisstríð háð til að verja sjálf Bandaríkin. Ekkert var frá- leitara en þó féll þessi áróður í frjóan jarðveg. Fyrir vikið misstu tugþúsundir bandarískra ung- menna lífið og hundruð þúsund Víetnama lágu í valnum áður en yfir lauk. Petta tilgangslausa stríð var ólíkt öllum öðrum sem Bandaríkja- menn höfðu háð áður. Víglína var ekki til, sömu landsvæðin voru hertekin margsinnis án þess að það hefði nokkurt gildi, óvin- irnir voru alls staðar en þó hvergi. Að fara inn á kaffihús í Saigon gat verið álíka hættulegt og að þramma um skóginn. Fyrir utan borgirnar mátti alls staðar eiga von á pokasprengjum, þær grænu tóku fótinn af en þær rauðu lífið. Eiturefni, sem áttu að breyta frjósömu landinu í auðn, lögðust jafnt á gróður og skepnur, Víetnama og banda- ríska hermenn. Konur fólu sprengjuefni á kornabörnum og sveinstaular sprengdu bandaríska jafnaldra sína í loft upp. Fólsku- verk voru framin af báðum aðil- um. Nýjasta mynd Christophers Crowes, A bannsvæði, gerist í skugga Víetnamstíðs. Sjónar- sviðið er Saigon, sem nú heitir Ho Chi Minh borg, tíminn er janúar 1968. Petta voru dagar mikilla við- burða. Víetnamar hófu þá mikla stórsókn og létu drauma banda- rískra hershöfðingja um almenni- legar orrustur loks rætast. Þessir atburðir verða Crowes þó ekki að yrkisefni. Hann segir aðeins ein- falda lögreglusögu í óvenjulegu umhverfi. Félagarnir Buck McGriff, sem leikinn er af Wiliam Dafoe, og Albaby Perkins, sem Gregory Hines leik- ur, stunda leynilögreglustörf inn- an bandaríska hersins. Meira fyr- ir tilviljun en nokkuð annað komast þeir á snoðir um að morðóður landi þeirra leikur lausum hala í borginni. Fórnar- lömb hans eru portkonur en allar eiga þær sameiginlegt að hafa eignast börn með bandarískum hermönnum. Börnin lætur hann óáreitt óafvitandi um að hlut- skipti þeirra á eftir að verða þyngra en annarra þjóðfélags- þegna í heiminum. Undir þeirri stjórn kommúnista, sem í dag stýrir sameinuðum hlutum Norð- ur- og Suður-Víetnams, eru kyn- blendingar með bandarískt blóð í æðum nánast útskúfaðir úr sam- félaginu. Þeim er neitað um alla menntun, vinnu og jafnvel mat- arskömmtunin nær ekki til þeirra. Betl og glæpir eru lifi- brauð þessara ógæfusömu ung- menna. Að hætti Austur-Þjóð- verja hugðust stjórnvöld í Víet- nam versla með þessa einstakl- inga en starfsbræður þeirra í Bandaríkjunum voru ekki gin- keyptir fyrir „vörunni". Að lok- um féllst Reagan forseti og þing- ið þó á að leyfa fáeinum af þess- um óvelkomnu börnum að flytj- ast til feðra sinna í Bandaríkjun- um. Þrátt fyrir þetta ganga mörg þúsund þeirra þrautaveginn í Víetnam. Þau eru dæmd til písl- William Dafoe og Albaby Perkins í ójöfnum leik. argöngu. Enginn vill þau. Skiljanlega snertir þetta vanda- mál ekkert þá félaga McGriff og Perkins. Landar þeirra eru enn að heyja stríð í Víetnam en tví- menningarnir eru á höttunum eftir morðingja sem kann jafnvel að vera ofursti. Inn í morðingja- söguna fléttast óvenjulegur ástar- kafli, hann er þó varla sjáanlegur annars staðar en í augum leik- endanna. Það er engum ofsögum sagt að Bannsvæði hefur til að bera flest það sem má prýða góða spennu- mynd. Og hún hefur svolítið umfram það. Crowe tekst afbragðsvel að sýna borg í stríðs- ástandi, borg þar sem hnefarétt- urinn einn virðist gilda, borg sem er eins og maður ímyndar sér að Saigon hafi verið árið 1968. Og það mætti segja mér að Bann- svæði dragi ekki upp neitt síðri mynd af ástandinu í Víetnam en Platoon gerir. William Dafoe lék hetjuna í þeirri mynd og kannski leikur hann hér enn nokkurs kon- ar hetju en hún er ekki án bletta. Skoðunarplássið er hins vegar sitthvað í þessum tveimur myndum, í annarri takmarkað við landsbyggðina, göngur í skógum og átök. Einmitt af þess- um sökum var Platoon alls ekki rökrétt. Það vantaði í hana borg- arlíferni hermannanna því auð- vitað vörðu þeir ekki öllum sín- um tíma í að þramma um óyndis- lega regnskóga. Bannsvæði er hins vegar nær öll tekin í borgarumhverfi. Og hand- ritið er þannig uppbyggt að þetta er fyllilega eðlilegt. Þeir félagarn- ir McGriff og Perkins hafa ekkert að gera út fyrir borgarmörkin. Frá þessu gerist að vísu ein undantekning sem skiptir þó engu máli hér. Niðurstaðan verð- ur því sú að Platoon og Bann- svæði bæta hvor aðra upp þó sú síðarnefnda sé nær því að gefa raunsanna mynd en hin fyrr- nefnda. Skammdegið, hættulegasti tíminn í umferðinni Mjög mikilvægt er að nota gangbrautir, þar sem þær eru fyrir hendi. Svona á alls ekki að bera sig að þegar farið er út á götu. Hættutími er genginn í garð. Það sýnir reynsla undanfarinna ára. Nú eykst umferð mikið í þéttbýli, og um leið versna akstursskilyrði. Sól skín nær lárétt í augu öku- manna á leið í og úr vinnu, og myrkrið sækir stöðugt á. Rigning og myrkur valda vegfarendum, akandi og gangandi, miklum erf- iðleikum. Einmitt við þessar aðstæður hefja mörg þúsund skólabörn sjálfstæða þátttöku í umferðinni. Þá reynir á okkur, annars vegar foreldra barnanna, hins vegar ökumenn. Og við skulum minn- ast þess að meira og minna er um sama fólkið að ræða. Umferðarráð biður ökumenn að huga nú sérstaklega að eftir- töldum atriðum: - Sjáum við börn við akbraut, lítum þá á þau sem „lifandi hættumerki“. - Börn hafa ekki reynslu okkar sem eldri erum, og þekking þeirra er takmörkuð við til- tölulega fá atriði. - Þrátt fyrir að börnin hafi verið frædd mikið um umferðarmál eiga þau til að gleyma sér, jafn- vel þegar síst skyldi. - Börn skynja hraða og fjarlægð- ir mun verr en fullorðnir, því sjón- og heyrnarsvið þeirra er takmarkað. - Lítið barn hefur ekki mögu- leika á að sjá jafn langt og full- vaxið fólk. - Umferðaraðstæður eru meira og minna í þágu fullorðinna - fólks í bílum. En ökumenn bera ekki einir ábyrgðina. Hún er ekki síður í höndum foreldra og skóla. Til þess að auðvelda fræðslu um þetta efni hefur Umferðarráð í samvinnu við menntamálaráðu- neytið sent öllum börnum sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn, meðfylgjandi bækling „Á leið í skólann“ og veggspjald um sama efni. Þar er að finna ýmsar ráðleggingar um umferðina. For- eldrum er m.a. bent á að fylgja barninu fyrstu skóladagana, og finna með því öruggustu leiðina til og frá skóla. Að endurskins- merki ættu að vera á öllum skóla- töskum, og auðvitað á börnunum sjálfum o.s.frv. Á haustmánuðum verða oft mörg alvarleg umferðarslys og því miður koma börn þar oft við sögu. Það er samt ekkert sem segir að slysin séu óhjákvæmileg. Hjá þeim á að vera hægt að kom- ast með réttum aðgerðum, var- kárni og vitund um þær hættur sem leynast í umferðinni. Lög- reglan um allt land fylgist nú gaumgæfilega með umferð í nágrenni skólanna. Slíkt eftirlit þurfa ökumenn ekki að óttast aki þeir eins og þeir vilja að aðrir aki í nánd við börnin sín. í skammdeginu eru endursldnsmerkin nauðsynlegt öryggisatriði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.