Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 21. september 1988 Framhaldsskólinn að Laugum settur: „Hátíðisdagur í Þingejjarþingi“ - segir Steinþór Þráinsson, skólameistari Stcinþór Þráinsson skólameistari flytur setningarræðu. Framhaldsskólinn að Laugum í Reykjadal var settur í fyrsta sinn, fimmtudaginn 15. sept. sl. Það var bjart og fallegt veð- ur er nemendur, foreldrar og gestir komu heim að Laugum til að vera við skólasetninguna, og mörgum, bæði gömlum og ungum Laugamanni var einnig bjart og glatt í sinni á þessum tímamótadegi í sögu staðarins. Þann 1. sept. var starfsemi Héraðsskólans á Laugum hætt en Framhaldsskólinn á Laug- um tók formlega tii starfa. Rekstraraðilar skólans eru átta sveitarfélög, auk ríkisins. í vetur munu tæplega 150 ungl- ingar stunda nám við Laugaskóla en þar er nemendum 9. bekkjar grunnskóla kennt auk nemenda í tveimur fyrstu bekkjum fram- haldsskóla. Aðsókn að skólanum var mjög góð, svo að vísa varð frá tugum nemenda í haust. Það var glæsilegur hópur sem mætti að Laugum á fimmudaginn til að takast á við vetrarstarfið. Unga fólkið var frjálslegt, vel klætt og glaðlegt, að vísu sást bregða fyrir smákvíðabliki í einstaka auga, enda ekki á hverjum degi sem unglingur fer að heiman til vetrardvalar, ef til vill í fyrsta sinn. Og kannski hefur þessi kvíðasvipur verið missýn blaða- mannsins, rétt eins og að í ljós kom að margir sem hann taldi við fyrstu sýn vera nemendur við skólann, reyndust þegar betur var að gáð vera foreldrar eða kennarar unglinganna. Framhaldsskólinn var settur af Seinþóri Þráinssyni skólameist- ara, í gamla íþróttahúsinu þétt- settnu. Einnig flutti Birkir Þorkelsson, skólameistari Fram- haldsskólans á Húsavík ávarp, óskaði hann Laugaskóla allra heilla og afhenti málverk eftir Kára Sigurðsson, myndmennta- kennara á Húsavík, ber myndin nafnið Falin glóð. í upphafi setningarræðu sinnar sagði Steinþór: „15. september 1988 er hátíðisdagur í Þingeyjar- þingi, dagurinn í dag er dagur bjartrar framtíðar og glæstra vona, í dag er sigurdagur í skóla- sögu okkar Þingeyinga. Sú saga er nokkuð löng og stórbrotin á mælikvarða ungrar þjóðar. 15. september 1988 skal skipa veg- legan sess í þeirri sögu, þegar Framhaldsskólinn að Laugum er settur fyrsta sinni. En hvað er svo merkilegt við það þótt litlum héraðsskóla norð- ur í landi sé breytt í lítinn fram- haldsskóla? Var ekki verið að stofna háskóla á Akureyri fyrir skemmstu? Meira að segja án þess hann byggði á eldri grunni þar í sveit! Jú, og það var vissu- íega merkur áfangi í sögu Norð- lendinga, í sögu landsbyggðar- innar allrar. A nokkrum árum hafa risið framhaldsskólar um allt land, ísafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Selfossi, Keflavík svo einhverjir séu nefndir - og nú síðast á Húsavík. Allt eru þetta eftirtektarverðir atburðir og verðugir minnispunktar í sög- unni. En saga Laugaskóla er nokkuð með öðrum hætti. Stofn- un Laugaskóla í upphafi var ein- stakur viðburður, og þótt ótrú- legt megi virðast er sú breyting sem nú er staðreynd og við fögn- um í dag þegar Framhaldsskólinn á Laugum tekur við af hérðas- skólanum gamla, stórkostlegur áfangi. Margsinnis hefi ég rakið þá sögu er ungir, framsýnir Þing- eyingar stofnuðu Laugaskóla fyr- ir rúmum 60 árum. Áhugi þeirra og eldmóður, eflaust blandinn nokkrum ungæðishætti, jafnvel fífldirfsku, vissa þeirra og trú á nauðsyn þess að mennta þyrfti ungmenni héraðsins, alþýðu landsins; allt þetta höfðu þeir í veganesti og þurftu ekki annað. Með slíkt farteski þóttust þeir geta flutt fjöll - hvað þá stofnað og byggt heilan skóla. Og það síðarnefnda gerðu þeir. En því var meira átak að stofna skóla hér á Laugum fyrir 60 árum en alla þessa skóla sem ég taldi upp áðan hálfri öld síðar? Jú, aðstæð- ur voru heldur aðrar þá en nú. íslenskt þjóðfélag 3. áratugarins sigldi hraðbyri inn í kreppuna miklu fyrir síðari heimsstyrjöld- ina, einfalt, fátækt bændasam- félag norður við heimskaut. En okkar menn skynjuðu breytta tíma, þekktu nýja strauma úti í heimi, iðnbyltingin þaut eins og eldur í sinu um allan heim, nýjungar í atvinnumálum og tæknivæðing atvinnuvega ruddu sér leið um lönd og álfur. Það er ljóst að tækju þjóðir ekki við Mæðgurnar Stella Stefánsdóttir og Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir sem voru að fylgja bróður og syni að Laugum. Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir: „Fæ alltaf heimatilfirmmgu“ Sigurður Viðar Sigmundsson, áfangastjóri: „Nemendurmr hafa íþróttahúsið nánast alveg fynr sig“ Ingimundur Jónsson, yfirkennari Framhaldsskólans á Húsavík og Sigurður Viðar Sigmundsson, áfangastjóri Framhaldsskólans á Laugum. „Mér er glatt í sinni í dag því mér fínnst það vera stórkost- legur áfangi að við skulum vera búin að fá framhaldsskóla hér að Laugum,“ sagði Aðal- björg Gunnlaugsdóttir, hús- freyja að Rein í Reykjahverfi, er Dagur hitti hana að máli skömmu eftir skólasetninguna. „Á tímabili var ég skelfingu lostin, óttaðist að héraðið yrði svipt því að eiga hér skóla sem við gætum sent börnin okkar til að loknu námi í grunnskóla. Hér er svipað umhverfi og þau hafa alist upp í og mér finnst mjög þroskandi fyrir einstaklinga á þessum aidri að búa við visst aðhald og aga og þurfa að taka tillit til annarra á heimavistinni.‘‘ Þrjátíu ár eru liðin síðan Aðal- björg kom fyrst að Laugum sem nemandi við héraðsskólann en þar kynntist hún eiginmanni sínum, Stefáni Óskarssyni, bygg- ingameistara. Aðalbjörg var að fylgja syni þeirra í skólann en hann er fjórði af sex börnum þeirra sem stundar nám við Laugaskóla. „Staðurinn hérna er alveg ein- stakur, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því en ég fæ alltaf heima- tilfinningu þegar ég kem hingað. Þar sem maður finnur sig heima þar er gott að vera og á þannig stað er gott að koma með börn sín til vetrardvalar. Áðan kom í ljós sú skemmtilega tilviljun að drengurinn verður á sama her- bergi og faðir hans hafði fyrir 30 árum síðan, ýmis svona atriði minna mann á gang lífsins, hvernig ein kynslóð tekur við af annarri. Ég vil nota tækifærið til að óska forráðamönnum skólans til hamingju með stofnun fram- haldsskólans og Laugaskóla alls góðs í framtíðinni." IM Sigurður Viðar Sigmundsson er áfangastjóri Framhaldsskól- ans á Laugum. Hann hefur kennt við Laugaskóla í 25 ár. „Mér hlýtur að líka vel hérna fyrst ég er ekki farinn en búinn að vera hér allan þennan tíma.“ „í dag er bjartsýni efst í huga mér.“ - Finnst ykkur kennurunum þetta vera mikil tímamót þegar framhaldsskólinn er settur í fyrsta sinn? „Ég býst við því, kannski sér- staklega mér sem er búinn að vera hérna svona lengi. Þetta hef- ur þó nokkra breytingu í för með sér. Ég reikna með að þetta verði til að við færumst ofar í skóla- kerfinu og framtíðin verði sú að hér verði fyrst og fremst fram- haldsskóli og það með fjölbrauta- sniði.“ - Hvernig nemendur eru það sem sækja framhaldsskóla úti í sveit í dag? „Það er ákaflega misjafnt, mín reynsla er sú að það eru fyrst og fremst góðir nemendur sem sækja til okkar. Reyndar dregur íþróttahúsið dálítið mikið til sín, það er alveg geysiskemmtilegt. Að sjálfsögðu eru skemmtileg íþróttahús víða annars staðar en munurinn er ef til vill sá að hér er svo lítið um frjálsa félagsstarf- semi íþróttafélaga að ræða að nemendur skólans hafa íþrótta- húsið nánast alveg fyrir sig. í kaupstöðum taka íþróttafélög oft meirihlutann af tímanum í hús- unum. Krakkar koma því mikið hingað vegna íþróttahússins og því erum við með nokkuð sterka íþróttabraut.“' . - Finnst þér heimavistarskólar vera að komast í tísku? „Ég býst við að svo sé hjá nemendum og ekki sfður hjá for- eldrum. Margir foreldrar voru á sínum yngri árum í heimavistar- skóla og þeirra bestu minningar eru kannski ekki að hafa lært þessa og þessa grein heldur að hafa verið í sambýli í hérðasskóla og lært að taka tillit til annarra sem með þeim bjuggu. Þeir telja sig hafa fengið mikinn félagsleg- an þroska einmitt á því að vera í heimavistarskóla og vilja að börnin þeirra njóti þess sama og hvetja þau til að fara á stað eins og þennan. Ég held að það sé staðreynd að í svona skóla sé mikið meira félagslíf en í þeim skólum þar sem nemendur tvístr- ast í allar áttir þegar skóladegi er lokið. Hér verða nemendur að búa saman í sátt og samlyndi hvort sem þeir vilja eða vilja ekki og verða nánast að skapa sína dægrastyttingu sjálfir á staðnum, því ekki er hlaupið á bíó eða diskótek einhversstaðar úti í bæ. Ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti til Þingeyinga, hvað þeir studdu geysilega vel við bakið á okkur þegar stofnun þessa skóla stóð tií, þá sást hvað þeir hafa sterkar taugar til Laugaskóla." IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.