Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 19

Dagur - 21.09.1988, Blaðsíða 19
21. september 1988 - DAGUR - 19 íslenska landsliðið í handknattleik: Fyrsta hindrun að baki - Sjö marka sigur á Bandaríkjamönnum í Seoul í gær íslenska landsliðið í hand- knattlcik steig fyrsta skrefið í átt að úrslitakeppni ólympíu- leikanna þegar liðið sigraði Bandaríkjamenn 22:15 í Seoul í gær. Þrátt fyrir að sigurinn hafi verið þetta stór var hann ekki jafn öruggur og tölurnar gefa til kynna því íslendingar áttu í hinu mesta basli framan af, leikaðferð Bandaríkjamanna setti þá út af laginu og í leikhléi var staðan 8:8. Það var jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik og oftar en ekki höfðu Bandaríkjamenn frum- kvæðið. Þrátt fyrir að liðið leiki ekki skemmtilegan handbolta bar leikaðferð þess góðan árangur í fyrri hálfleiknum. Það hékk á boltanum og spilaði langar sóknir sem enduðu allt of oft með því að íslensku varnarmennirnir sofn- uðu á verðinum. Unt leið var sóknarleikur íslenska liðsins fálmkenndur og leikmönnum þess virtist liggja mjög á að koma knettinum í netið. Fjöldi ótfma- bærra skota rataði annað hvort yfir markið eða í bandaríska markvörðinn - hvorki gekk né rak. Bandaríkjamenn skoruðu fyrsta markið í síðari hálfleik en síðan skoraði Kristján Arason tvö mörk í röð og kom íslending- um yfir. íslendingar höfðu nú greinilega náð frumkvæðinu en Knattspyrna: Drengjalandsliðið mætir Norðmönmim Drengjalandslið íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri mætir landsliði Noregs í Reykjavík í dag. Tveir norðan- menn eru í liðinu; Ægir Þ. Dagsson markvörðurinn efni- legi úr KA og Siglfiröingurinn Steingrímur O. Eiðsson. Leiknir verða tveir leikir og fer síðari leikurinn fram í Osló eftir níu daga. Það lið sem sigrar tekur þátt í úrslitakeppni Evrópukeppni drengjalandsliða í Danmörku næsta vor. Leik liðanna á Norðurlanda- mótinu í ágúst sl. lauk með sigri Norðmanna 2:1 eftir jafnan leik. Það má því búast við spennandi leik og getur stuðningur áhorf- enda haft úrslitaáhrif þar á. Þess má geta að leikurinn fer fram á KR-vellinum klukkan 12 á hádegi. Lárus Loftsson þjálfari hefur valið eftirtalda leikmenn til að leika fyrir íslands hönd: Arnar B. Gunnlaugsson ÍA Bjarki B. Gunnlaugsson ÍA Lárus O. Sigurðsson ÍA Friðrik I. Þorsteinsson Fram Guðmundur P. Gíslason Fram Pétur H. Marteinsson Fram Gunnar Þ. Pétursson Fylki Þórhallur D. Jóhannsson Fylki Nökkvi Sveinsson Tý Sigurður Ómarsson KR Steingrímur 0. Eiðsson KS Kjartan P. Magnússon Stjarnan Kristinn Lárusson Stjarnan Ægir Þ. Dagsson KA Dagur Sigurðsson Val Ásgeir Baldursson Breiðablik AP þeim gekk erfiðlega að hrista andstæðingana af sér og það tók þá um 10 mínútur að ná tveggja marka forystu. Kristján Arason small í gang og skoraði 6 af 7 fyrstu mörkum íslenska liðsins, annað hvort úr vítaköstum eða með þrumuskotum utan af velli og um miðjan hálfleikinn voru Bandaríkjamennirnir greinilega farnir að þreytast. íslendingarnir gengu á lagið og þegar upp var staðið var munurinn orðinn 7 mörk. Þrátt fyrir basl framan af þess- um leik er engin ástæða til svart- sýni. Bandaríska liðið var óþekkt stærð og í raun lítið við því að segja þótt tíma hafi tekið að kom- ast inn á leikskipulag þess. í síð- ari hálfleiknum kom í ljós greini- legur munur á liðunum - leik- reynsla íslendinganna og góð þjálfun fór að segja til sín og þá var ekki að sökum að spyrja. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason voru bestu menn íslenska liðsins í gær ásamt Einar Þorvarðarsyni, sem reyndar meiddist lítillega á ökkla í leikn- um. Kristján skoraði flest mörk liðsins eða átta, þar af fjögur úr vítum, og Þorgils Óttar sjö. Guð- mundur Guðmundsson skoraði fjögur mörk og þeir Alfreð Gísla- son, Bjarki Sigurðsson og Sigurð- ur Gunnarsson eitt hver. JHB Kristján Arason átti góöan leik gegn Bandaríkjamönnum og skoraði átta mörk. Drengja- og stúlknamót UNP: Austri sigurvegan Drengja- og stúlknamót UNÞ í frjálsum íþróttum fór fram í síðasta mánuði. 15 keppendur frá þremur félögum mættu til leiks og kepptu þeir um verð- Knattspyrna: Landsleikur gegn Ungveijum í kvöld íslendingar mæta Ungverjum í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Sieg- fried Held landsliðsþjálfari hefur valið eftirtalda leikmenn í hópinn: Markverðir: Bjarni Sigurðsson Brann Guðmundur Hreiðarss. Víkingi Aðrir leikmenn: Arnljótur Davíðsson Fram Atli Eðvaldsson Val Guðni Bergsson Val Gunnar Gíslason Moss Ólafur Þórðarson ÍA Ómar Torfason Fram Pétur Arnþórsson Fram Pétur Ormslev Fram Ragnar Margeirsson ÍBK Rúnar Kristinsson KR Sigurður Grétarsson Luzern Sigurður Jónsson Sheffield W. Sævar Jónsson Val Viðar Þorkelsson Fram Leikurinn hefst kl. 17.30. Fyrir leik og í hálfleik mun hinn klassíski Hornaflokkur Kópa- vogs leika undir stjórn Björns Guðjónssonar. AP Körfuknattleiksdeild Þórs: Æfingar heflast á morgun Körfuknattlcikstímabilið geng- ur senn í garð og nú hefur körfuknattleiksdeild Þórs gengið frá æfingatímum fyrir meistaraflokk og yngri flokka félagsins. Æfingar hefjast á morgun og hér á eftir fer yfirlit yfir æfíngatíma hvers flokks. Meistaraflokkur: Mánud. kl. 20.30-22.00 í Skemmunni. Miðvikud. kl. 19.00-20.30 í Skemmunni. Fimmtud. kl. 19.00-20.30 í íþróttahöllinni. Föstud. kl. 18.00-19.00 í Skemmunni. Þjálfari: Eiríkur Sigurðsson. 3. flokkur: Miðvikud. kl. 18.00-19.00 í Skemmunni. Fimmtud. kl. 22.00-23.00 í íþróttahúsi Glerárskóla. Sunnud. kl. 15.00-16.00 í íþróttahöllinni. Þjálfari: Jóhann Sigurðsson. 4. flokkur: Þriðjud. kl. 20.00-21.00 Miðvikud. kl. 17.00-18.00 í Fimmtud. kl. 21.00-22.00 Þjálfari: Kristján Rafnsson. Minnibolti: Þriðjud. kl. 17.00-18.00 Sunnud. kl. 13.30-15.15 Þjálfari: Kristján Rafnsson. í íþróttahúsi Glerárskóla. Skemmunni. í íþróttahúsi Glerárskóla. í íþróttahúsi Glerárskóla. í íþróttahúsi Glerárskóla. launapeninga sem Samvinnu- bankinn á Kópaskeri gaf fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein og farandbikar sem Abyrgð hf., tryggingafélag bindindis- manna, gaf til mótsins. Það var Austri sem vann bikarinn í þriðja sinn en árangur í ein- stökum greinum varð þessi: Drengir (18 ára og yngri) 100 m hlaup sek. 1. Sigurður H. Helgason, Au. 12,4 2. Halldór Þór Arnarson, Sn. 13,5 3. Hjörtur B. Halldórsson, Öx. 14,8 1500 m hlaup mín. 1. Halldór Þór Arnarson, Sn. 5.03,0 2. Davíð Búi Halldórsson, Öx. 5.23,6 3. Ægir Þormar Pálsson, Au. 5.42,5 Langstökk m 1. Sigurður H. Ólafsson, Au. 5,35 2. Halldór Þór Arnarson, Sn. 5,16 3. Davíð Búi Halldórsson, Öx. 4,35 Hástökk m 1. Halldór Þór Arnarson, Sn. 1,60 2. Sigurður H. Ólafsson, Au. 1,55 3. Sævar Sverrisson, Au. 1,35 Þrístökk m 1. Sigurður H. Ólafsson, Au. 11,44 2. Halldór Þór Arnarson, Sn. 10,80 3. Sindri Önundarson, Au. 8,72 Kúluvarp (6,25 kg) m 1. Sigurður H. Ólafsson, Au. 9,27 2. Halldór Þór Arnarson, Sn. 8,88 3. Sævar Sverrisson, Au. 7,79 Kringlukast (1,75 kg) m 1. Sigurður H. Ólafsson, Au. 27,11 2. Halldór Þór Arnarson, Sn. 23,60 3. Sævar Sverrisson, Au. 17,66 Spjótkast (800 g) m 1. Sigurður H. Ólafsson, Au. 38,26 2. Halldór Þór Arnarson, Sn. 3. Sævar Sverrisson, Au. 31,80 26,65 Stúlkur (18 ára og yngri) 100 m hlaup sek. 1. íris Erlingsdóttir, Au. 16,1 2. Dóra Dröfn Skúladóttir, Au. 16,1 3. Auður Aðalbjarnardóttir. Öx. 17,5 800 m hlaup mín. 1. Auður Aðalbjarnard., Öx. 3.29.5 2. íris Erlingsdóttir, Au. 3.48,5 Langstökk m 1. íris Erlingsdóttir, Au. 3,66 2. Dóra Dröfn Skúladóttir, Au. 3,23 3. Auður Aðalbjarnardóttir, Öx. 2,97 Hástökk m I. íris Erlingsdóttir, Au. 1,10 Kúluvarp (4 kg) m 1. Inga F. Sigurðardóttir, Sn. 6,86 2. íris Erlingsdóttir, Au. 6,85 3. Guðrún AgústaGústafsd., Au. 6,13 Kringlukast (1 kg) m 1. íris Erlingsdóttir, Au. 18,77 2. Guðrún A. Gústafsd., Au. 14,21 3. Inga F. Sigurðardóttir, Sn. 13,65 Spjótkast (600 g) m 1. Guðrún Á. Gústafsd., Au. 20,53 2. íris Erlingsdóttir, Au. 15,68 3. Kristín Þormar Pálsd., Au. 13,67 Héraðsmet: 1500 m hlaup strákar mín. Davíð Búi Halldórsson, UMFÖ 5.23,6 Langstökk strákar m Davíð Búi Halldórsson, UMFÖ 4,35 Spjótkast drengir m Sigurður H. Ólafsson, Austri 38,26 Stig félaga: stig 1. Umf. Austri Raufarhöfn 94 2. Umf. Snörtur Kópaskeri 35 3. Umf. Öxfirðinga 21

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.