Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 1
Jólaöl 2V2 ttr.
Jólaöl 5 Hr.
235
428
Kjörbúðir
Klukknahljómur. K1
Krossanesverksmiðjan aðeins búin að fá 4 þúsund tonn af loðnu til vinnslu í haust:
99
Lendum ekki í vandræðum vegna
samninga fyrir áramót“
- segir Ásbjörn Dagbjartsson, framleiðslustjóri
„Við eru alltaf að afgreiða upp
í samninga, höfum ekki lent í
vandræðum með afgreiðslu á
mjöli í haust og lendum ekki í
neinum vandræðum með það
fyrir árainót. Upp úr því gæti
reynst erfiðara að afgreiða
samkvæmt samningum ef þá
verður ekki farin að glæðast
loðnuveiði,“ sagði Asbjörn
Dagbjartsson, framleiðslu-
stjóri Krossanesverksmiðjunn-
ar í gær, um mjölsamninga í
Ijósi aflabrests á loðnu það
Siglufjörður:
Flutt inn í 16 Mðir í
Dvalarheimili aldraðra
Siglfírðingar fagna merkum
áfanga í öldrunarþjónustu nú
um helgina því þá verða sextán
íbúðir vígðar í nýbyggingu
dvalarheimilis aldraðra. Bygg-
ingaframkvæmdir hafa staðið
yfir allt frá árinu 1983, en
tíunda og síðasta áfanga verks-
ins er nú lokið.
Að sögn Þráins Sigurðssonar.
bæjartæknifræðings Siglufjarðar-
bæjar, Iauk framkvæmdum við
10. áfangann um sl. mánaðamót.
Eftir er frágangur utanhúss og
vinna við lóð, en fyrstu íbúarnir
flytja inn í hina nýju álmu dvalar-
heimilisins eftir helgina. Húsið
verður áður haft opið, almenn-
ingi til sýnis.
Af íbúðunum sextán eru þrettán
einstaklingsíbúðir en þrjár hjóna-
íbúðir. í eldri hlutanum eru sex
hjónabúðir og tvær einstaklings-
íbúðir.
Allar íbúðirnar eru löngu frá-
teknar, og hefur þörfin verið
mikil í bænum fyrir aukið pláss i
dvalarheinúlinu. Aðalverktaki
10. áfanga hússins er bygginga-
fyrirtækið Berg, en í umræddum
áfanga var aðallega um að ræða
smíði og frágang innréttinga.
Bútur hf. sá um uppsteypu
hússins. EHB
sem af er hausti.
„Þetta eru svolítið öðruvísi
samingar hjá okkur en öðrum,
við erum með rammasamninga til
ársins og afgreiðum upp í þá
smám saman. Þess vegna verða
ekki hjá okkur fáar og stórar
sendingar eins og oft er hjá verk-
smiðjunum. Auðvitað gerir þessi
slæma veiði að undanförnu skaða
og við höfum haldið að okkur
höndum. Ef maður hefði beitt sér
eitthvað þá hefði verið hægt að
selja meira. En þrátt fyrir litla
framleiðslu höfum við ekki lent í
skaðabótum eða neinu slíku.“
Krossanesverksnúðjan semur
beint við kaupendur loðnumjöls í
Bretlandi og Frakklandi og fram-
leiðir einnig fyrir fóðurverk-
smiðju ístess, sem kunnugt er.
Verksmiðjan sendir mjöl sitt
beint til kaupenda í umbúðum
merktum henni en margar minni
verksmiðjurnar selja hins vegar í
gegnum umboðsmannakerfi.
Það sem af er haustvertíðinni
hefur verksmiðjan aðeins tekið á
móti 4 þúsund tonnum af loðnu
en hafði, á sama tíma í fyrra
fengið um 20 þúsund tonn. í
gærmorgun fékk verksmiðjan 18
tonn af loðnu úr Súlunni, sem
scgir sína sögu um lítinn afrakst-
ur loðnuskipanna í vikunni.
„Við þurfum auðvitað að fara
að fá loðnu strax upp úr áramót-
ttm en að sjálfsögðu hefði verið
gott að fá hana miklu fyrr. Þó
maður hafi bjargað sér frá einum
mánuði til annars þá þyrftum við
að framleiða upp í þann tíma sem
kemur eftir vertíð enda er álagið
mest hjá fóðurverksmiðjunum
yfir sumarið þegar cldisfiskurinn
er í mestum vexti. Þó við höfum
sloppið núna getur þetta komið
niður á okkur seinna," sagði
Ásbjörn Dagbjartsson. JOH
Kaupsamningur Meleyrar við Slippstöðina
kominn af stað í kerflnu:
Góðar vonir um niðurstöðu fvrirjól
„Nei, Fiskveiðasjóður Islands
hefur ekki fundað um þetta
mál enda höfum við ekki lagt
það fyrir sjóðinn enn,“ segir
Bjarki Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Meleyrar hf. á
Hvammstanga. Sem kunnugt
er gerði Meleyri kaupsamning
við Slippstöðina á Akureyri
vegna raðsmíðaskips stöðvar-
innar en skrifað var undir
samninginn með fyrirvara um
samþykki sjóðsins, ráðuneytis
og banka.
Bjarki segir að síðustu daga
hafi sjávarútvegsráðuneytið fjall-
að um veiðiheimildir skipsins og
annað tcngt kaupunum. Bjarki
segir að þegar ráðuneytið hafi
afgreitt málið verði það lagt fyrir
Fiskveiðasjóð.
„Það má vænta þess að línur
verði orðnar skýrar fyrir jól.
Þetta tekur allt sinn tíma í kerf-
inu en ef ég væri ekki vongóður
um að þetta tækist fyrir jól þá
væri ég heldur ekki að vinna í
þessu," segir Bjarki.
Nefnd sú sem iðnaðarráðherra
skipaði til að vinna að sölumálum
á raðsmíðaskipinu mun væntan-
lega fá málið í sínar hendur þegar
það verður lagt fyrir Fiskveiða-
sjóð. JÓH