Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 9. desember 1989
Fréttagetraun
nóvembermánaðar
Nóvembermánuður var ákaf-
lega viðburðaríkur og það er
því af nógu af taka í frétta-
getrauninni. Að vanda eru
spurningarnar tólf og aðeins
eitt svar af þremur er rétt við
hverri spurningu. Mögu-
leikarnir eru 1, X eða 2.
Vinsamlegast fyllið út svar-
seðilinn hér á síðunni, eða
sendið okkur samsvarandi
upplýsingar í síðasta lagi
miðvikudaginn 3. janúar. Þá
verður dregið úr réttum
lausnum og nöfn vinnings-
hafa birtast í helgarblaðinu
6. janúar. Hér koma spurn-
ingarnar:
1) Hvers vegna var nýja íþrótta-
húsinu á Hrafnagili lokað strax á
fyrsta degi?
(1) Vegna þess að í ljós kom að
þakið míglak og veggir héldu
ekki vindi.
(X) Vegna þess að ljósin hrundu
niður úr loftinu.
(2) Pað gleymdist að lakka gólfið
og menn fengu flísar í sig.
2) Hvað sagði Ásmundur Stefáns-
son um miðbæ Akureyrar?
(1) „Akureyri var langt á undan
Reykjavík hvað alla snyrti-
mennsku snertir, en bærinn hefur
látið á sjá í samanburðinum ef
maður skoðar miðbæinn."
(X) „Miðbærinn er bæði lítill og
ljótur og hæfir engan veginn
stofnun á borð við íslands-
banka.“
(2) „Mér þykir ólíklegt að úti-
búið verði staðsett í miðbæ
Akureyrar eins og ásýnd hans er í
dag.“
Vinnings-
hafar í
október-
getraun
Eftirtalin nöfn komu upp á
svarseðlum sem dregið var úr í
fréttagetraun októbermánað-
ar: Auður Sturludóttir, Múla-
síðu 5c, Akureyri. Ásta Aðal-
steinsdóttir, Svarfaðarbraut 5,
Dalvík. Baldur Jónsson, Aðal-
götu 8, Hauganesi. Þau fá jóla-
glaðning í formi úttektarmiða.
Rétt röð í októbergetrauninni
var þessi: 1) 2 7) X
2) 1 8) X
3) 1 9) 2
4) 2 10) 1
5) X 11) X
6) 1 12) 2
Nákvæmlega helmingur þátt-
takenda var með öll svörin rétt
og var dregið úr réttum lausnum.
Spurningar nr. 1, 4 og 6 virtust
vefjast fyrir mörgum. Það var
Sverrir Leósson sem spáði bull-
andi loðnu um miðjan október,
það var Sævar Frímannsson sem
sagðist á síðum Dags aldrei hafa
litið á sig sem framagjarnan
mann, en hvorki Davíð Oddsson
né Steingrímur Hermannsson
eins og sumir vildu halda fram.
Við viljum að lokum þakka
fyrir góða þátttöku um leið og við
minnum á nóvembergetraunina.
SS
3) Flóðbylgja skemmdarverka
skall yfir Akureyrarbæ. Hvað var
það einkum sem skemmdarvarg-
arnir aðhöfðust?
(1) Þeir mölvuðu rúður í kyrr-
stæðum bílum og sprautuðu lakki
á sætin.
(X) Þeir opnuðu lok á ljósa-
staurum víðs vegar um bæinn og
klipptu leiðslur í þeim í sundur.
(2) Þeir gengu berserksgang í
matvöruverslunum og köstuðu
eggjum í viðskiptavini.
4) Grenvíkingar voru í skýjunum
yfir góðum kaupum sem gerð
voru í byggðarlaginu. Hvað
keyptu Grenvíkingar?
(1) Tuttugu málverk sem Örn
Ingi sýndi í skólanum.
(X) Tvo væna kvótabáta frá
Keflavík.
(2) Togara frá Samherja hf. á
Akureyri.
5) Flugtak, fyrirtæki Hölds sf. á
Reykjavíkurflugvelli, var í frétt-
unum. Hvað heitir framkvæmda-
stjóri þess?
(1) Svanhildur Vilhelmsdóttir
(X) Agnes Skúladóttir
(2) Baldvin Birgisson
6) Hver er staðan í byggingar-
iðnaðinum á Akureyri sam-
kvæmt frétt Dags?
(1) íbúðir í fjölbýlishúsum selj-
ast ekki því nú vilja allir kaupa
íbúðir í tveggja hæða raðhúsum.
(X) Frjálsi markaðurinn er í
rusli og verktakar kvarta yfir
seinagangi í félagslega kerfinu.
(2) Verktakar eru stopp því eng-
|inn vill kaupa nýjar íbúðir.
7) Hvaða þrír stjórnmálaflokkar
voru sagðir ætla að ganga í eina
sæng?
(1) Þjóðarflokkurinn, Flokkur
mannsins og Borgaraflokkurinn.
(X) Borgaraflokkurinn, Frjáls-
lyndir hægri menn og Sjálfstæðis-
flokkurinn.
(2) Samtök jafnréttis og félags-
hyggju, Borgaraflokkurinn og
Þjóðarflokkurinn.
8) Hvers vegna kærði Jón Krist-
insson íslcnsk stjórnvöld til
Mannréttindanefndar Evrópu
fyrir þremur árum?
(1) Hann taldi það brjóta í bága
við stjórnarskrána er sami mað-
urinn kom bæði fram sem lög-
reglustjóri og dómari í ákærumáli
gegn honum.
(X) Vegna óviðunandi skilyrða
sem hjólreiðamönnum eru búin
hér á landi.
(2) Hann kvað það vera mann-
réttindabrot að sekta eldri borg-
ara fyrir smávægilegar yfirsjónir í
umferðinni.
9) Álmálið var enn í brennidepli.
Hvað hafði Guðmundur G. Þór-
arinsson um það að segja?
(1) „Ef ákveðið verður að
byggja sjálfstætt álver sem verður
ekki í neinni samvinnu við ÍSAL
þá tel ég ákaflega freistandi að
færa þau atvinnutækifæri út um
land. í því sambandi tel ég að
Eyjafjarðarsvæðið komi helst til
greina.“
(X) „Nýtt álver við Straumsvík
hefur aldrei verið til umræðu í
fullri alvöru. Munnlegt sam-
komulag kveður á um að næsta
álver skuli staðsett við Reyðar-
fjörð.
(2) „Það er þjóðhagslega hag-
kvæmast að halda umræðunni við
áframhaldandi uppbyggingu í
Straumsvík. Næstbesti kosturinn
er Grundartangi."
10) Rannsóknarlögreglan á
Akureyri upplýsti innbrotafar-
aldur. Hverjir höfðu verið þar að
verki?
(1) Tveir góðkunningjar lögregl-
unnar, menn á þrítugsaldri.
(X) Þrettán ára gamall piltur,
sem ekki hafði komist í kast við
lögin áður.
(2) Þrjár unglingsstúlkur, 14-15
ára gamlar.
11) Hvaða fyrirbæri er Flakkar-
inn?
(1) Stafræn, færanleg símstöð.
(X) Jólaleikrit Leikfélags Akur-
eyrar.
(2) Gælunafn Jóns Baldvins
Hannibalssonar.
12) Dalvíkingar öskureiðir, segir
í fyrirsögn. Hvað hljóp eiginlega í
þá?
(1) Þeir urðu æfir vegna yfirlýs-
ingar Svanfrfðar Ingu Jónasdótt-
ur þess efnis að hún gæti ekki
hugsað sér að búa á Dalvík.
(X) Reiði þeirra beindist að
Steingrími J. Sigfússyni sem gaf
kost á sér á móti Svanfríði Jónas-
dóttur í sæti varaformanns
Alþýðubandalagsins.
(2) Þeir töldu sig afskipta í sam-
göngumálum og voru Steingrími
J. Sigfússyni og reyndar Olafs-
firðingum líka mjög reiðir. SS
1. Svarseðill (1, X eða 2) 7.
2. 8.
3. 9.
4. m.
5. 11.
6 _ - 12.
Nafn:
Heimilisfang:
Sími:
Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun,
Strandgötu 31 - Pósthólf 58 - 602 Akureyri