Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 13
12 - DAGUR - Laugardagur 9. desember 1989 Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR - 13 - segir Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrarbœjar og stjórnarmaður í Þjóðarflokknum, í helgarviðtali Dags Arni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrarbæjar og stjórnarmaður í Pjóðarflokknum, komst í fréttir fyrir skömmu þegar hann flutti skorinorða ræðu á borgarafundi um atvinnumál á Akureyri. Þar reifaði hann hugmyndir um uppbyggingu fullvinnslu sjávarafurða á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt sem hann hvatti þingmenn kjördæmisins til að hefjast handa við að stöðva fjármagnsstreymi frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Árni Steinar er Dalvíkingur að ætt og uppruna. Hann fór ungur í burtu til náms en segir að stefnan hafi alltaf verið sú að setjast að á Eyjafjarðarsvæðinu eða í nágrenni. Árni segist vilja sjá breytingar á kerfinu, snúa verði frá miðstýringu en láta mönnum heima í héruðunum eftir að ráðstafa fjármunum sem þar verða til. Árni skipaði í síðustu kosningum efsta sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra en hann hefur alla möguleika opna hvað varðar næstu kosningar. Hann segist heldur vilja halda sig við það græna fremur en setja sér það takmark að komast á þing. Texti: Jóhann Ólafur Halldórsson Mynd: Kristján Logason Árni Steinar var 17 ára gamall þegar hann fór til Bandaríkjanna til ársdvalar. Þaðan kom hann heim og settist á skólabekk í Garðyrkjuskóla ríkisins. Eftir þriggja ára dvöl þar var stefnan sett á kóngsins Kaupmannahöfn sem fóstraði hann næstu 5 árin en þar var hann við nám í Konung- lega Dýralækna- og Landbúnað- arháskólanum. Árni lætur vel af dvölinni í Kaupmannahöfn en bætir við að þó hafi aldrei staðið til að setjast þar að til lengri tíma. Árið 1979 kom hann heim og tók við starfi garðyrkjustjóra Akureyrarbæjar. „Á þessum árum voru miklar hræringar í þá átt að fara að hefjast handa í umhverfismálum í bænum enda var hann sundurgrafinn eftir hita- veitu- og byggingarframkvæmdir áranna á undan. Eiginlega má segja að Tómas Ingi Olrich hafi hvatt mig til að koma og sækja um starf hjá bænum. Ég lét til leiðast og hef verið hér í 10 ár.“ Árni segir að ekki hafi veitt af að taka til hendinni í bænum eftir hraða uppbyggingu hans á þess- um árum. Verkefnin hafi því ver- ið næg og svo sé enn. „Svona vinna tekur aldrei enda. Mér fannst fólk taka þessu mjög vel þegar við vorum að fara af stað í þessu starfi. Peningarnar voru af skornum skammti fyrst en síðar hafa menn séð nauðsyn á því að gera eitthvað á þessu sviði og í heild hefur þetta verið að færast upp á við. Þetta hefur verið hljóðlátt starf, þetta er enda málaflokkur sem ekki hafa verið átök um og menn unnið að í góðu samkomulagi." Menn sammála um breyt- ingar en ekkert gerðist Afskipti Árna Steinars af pólitík hófust þegar hann tók þátt í stofnun Samtaka um jafnrétti milli landshluta. „Landið er að sporðreisast eins og allir vita og því var það að fólk úr öllum ilokkum kom saman og byrjaði að velta fyrir sér möguleikum á að snúa þessari þróun við. í þessi samtök skráðust á sjötta þúsund manns og á árunum 1983-87 héld- um við tugi funda út um allt land með þingmönnum og almenningi í þeim tilgangi að opna augu þeirra fyrir því að gera þurfi rót- tækar breytingar á íslensku sam- félagi til að snúa hlutunum við,“ segir Árni en neitar því að þessi félagskapur hafi haft raunveru- lega byltingu á sinni stefnuskrá. „Nei, við ætluðum að hafa áhrif í þá átt að opna augu þeirra sem völdin hafa til að gera betur. Staðreyndin er sú að þessi óreiða í búsetumálum á íslandi er ekk- ert lögmál. Hún á sér skýringar. Ef Rússar og Austur-Évrópu- menn þurfa „perestrojku“ þá þurfum við engu að síður á henni að halda. Grunnhugtakið er að koma sér frá þeirri miðstýringu sem við búum við í ríkum mæli. Miðstýringin leiðir af sér sam- þjöppun á pólitísku og efnahags- legu valdi. Peningarnir eru teknir í pott og deilt út aftur en þetta kerfi hefur hvergi gefist vel. Þetta er fyrst og fremst ástæðan fyrir óreiðunni í búsetumálunum og óstöðugleika í efnahagsmálum." - En höfðu þessir fundir ein- hver áhrif? „Nei, ekki nóg. Okkur var alls staðar tekið vel og menn voru, að því er virtist, sammála en ekkert gerðist. Hlutirnir héldu áfram að vinda upp á sig og því fór svo að hluti af þessu fólki í samtökunum komst að þeirri niðurstöðu að ekkert þýddi að halda áfram í þessu fari. Við sáum að gömlu flokkarnir tækju ekki við sér fyrr en þeim yrði ógnað pólitískt. Því stofnuðum við Þjóðarflokkinn árið 1987.“ Upphlaupið kringum Albert skcnimdi fyrir okkur Árni Steinar var strax áberandi í starfi flokksins og í kosningum til Alþingis árið 1987 skipaði hann efsta sætið á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. „í þessum kosningum var búið að leggja prógrammið þannig upp að kosið skyldi um efnahagsmál en ég held að allir séu sammála um að með tilkomu Þjóðar- flokksins hafi verið kosið um byggðamál miklu frekar. Það er árangur út af fyrir sig.“ Þjóðarflokkurinn var mjög nálægt því að ná inn manni á Vestfjörðum og aðspurður um hvers vegna flokkurinn hafi notið svo mikils fylgis í þessu kjördæmi segir Árni að skýringanna kunni að vera að leita í því að hvorki Samtök um kvennalista né Borgaraflokkur buðu fram í kjör- dæminu. „Upphlaupið í kringum Albert Guðmundsson skemmdi mjög fyrir okkur. Ég held að hann hafi, með allri umræðunni, sópað til sín talsverðu af því fólki sem var óákveðið, fólki sem ann- ars hefði kosið Þjóðarflokkinn. Þetta sýnir að allt er hverfult í pólitíkinni.“ „Yerðum að standa og falla með því sem við höfum lagt upp með“ Frá síðustu kosningum hefur lítið farið fyrir Þjóðarflokknum í fjölmiðlaumræðunni. Reglulega hafa þó komið fréttir af hugsan- legri sameiningu eða samstarfi flokksins við Samtök um jafn- rétti og félagshyggju og Borgara- flokk. Árni segist alfarið á móti þessari hugmynd. „Nei, ég vil ekki ganga til samstarfs við þessa flokka enda er ekki hægt að semja um grunnstefnu fyrirfram. Við höfum þessa valddreifingar- stefnu sem er nákvæmlega útfærð og það á að gefa fólki kost á að velja hana eða hafna. Menn verða að standa og falla með því sem þeir hafa lagt upp með. Það er vond pólitík að útþynna og semja um einhvern kokteil áður en fólkið kýs,“ segir Árni og bæt- ir við að sameining þessara flokka hljóti að vera útþynning á stefnu þeirra. „Brjóstvitið segir að við séum kannski á sama báti. Allir tala þessir flokkar um lands- byggðina og vilja henni vel en reynslan sýnir að leiðirnar að markmiðinu eru gjörólíkar. Sam- tök um jafnrétti og félagshyggju og Borgaraflokkurinn vinna í nákvæmlega sama dúr og hinir flokkarnir gera. Hjá þeim bólar ekki á neinum tillögum um þær breytingar sem við teljum grunn- skilyrði þess að við getum snúið þróuninni við.“ - Ætlar þú að bjóða þig fram hér á Norðurlandi eystra? Árni hugsar sig örlítið um seg- ist síðan ekki hafa það að mark- miði að komast áfram í pólitík. „Mér líður best í þessu græna. Markmið mitt er að koma málum til betri vegar fremur heldur en að komast á þing. En hvað síðan gerist þegar á hólminn verður komið er annar handleggur,“ bætir hann við og brosir. „Það er enginn smár fyrir- fram,“ er svar Árna við þeirri spurningu hvort Þjóðarflokkur- inn eigi sér framtíðarvon án sam- starfs við aðra smáflokka. Hann gagnrýnir þá viðleitni í stjórn- málum hér á landi að flokkarnir eigni sér fólk fyrirfram. „Menn eru að draga kjósendur í dilka fyrirfram. Kannski er þetta til- komið vegna þessa miðstýrða kerfis, þingmenn hafa verið svona jólasveinar sem koma með skammtinn heim í héröðin til manna og hafa þess vegna getað eignast fólk. Tímarnir eru hins vegar að breytast og það er ekki hægt að stilla málunum upp í lýðræðisþjóðfélagi áður en menn kjósa. Við sjáum hversu stór- hættulegt þetta kerfi er orðið þegar talsmenn flokkanna hafa verið á kjörstöðunum og krossað við sitt fólk. Þetta er eins og að fara í réttir. Svona lagað tíðkast ekki víða.“ „Yiljum ráðast á þetta miðstýrða kerfí“ Árna verður tíðrætt um miðstýr- inguna sem hann segist alfarið andvígur. Afleiðingar hennar seg- ir hann líta dagsins ljós þessa dagana þegar allt virðist komið í þrot í fiskeldi og loðdýrarækt. „Við viljum ráðast á þetta mið- stýrða kerfi og teljum að tómt mál sé að tala um byggðajafnvægi nema þetta kerfi sé brotið upp þannig að fjármagnsstreymið til miðstýringarinnar sé stöðvað. Það verður að auka völd sveitar- félaganna og samtaka þeirra í héröðunum til að ráðstafa því aflafé sem verður til heima fyrir. Þessar skoðanir okkar hafa skilað sér að einhverju leyti því að það erlendis og þar koma margir til greina. Ef menn færu af stað með einhverja grunneiningu á svæð- inu þá yrði skapaður möguleiki á að menn fari í fullvinnslu á breið- um grundvelli. Ef komin er sam- vinna þá opnast möguleikar á að aðrir fari í viðskipti tengd þessari fullvinnslu. Við getum því verið að tala um allt sviðið, frá grá- sleppuhrognum upp í stórfiska. Menn eru alveg sammála um að frumvinnslan gefur ekki best af sér. Þetta á jafnt við um fisk- veiðar á íslandi sem ræktun á kakóhnetum í Ghana. Úrvinnsla hráefnanna er það sem gefur best af sér og að henni eigum við tví- mælalausTað stefna." Árni segist leggja mikla áherslu á að þessi uppbygging verði ekki tekin í einu stökki. Hún verði að koma jöfnum og ákveðnum skrefum. Álver er hins vegar ekki í framtíðarsýn hans fyrir Eyjafjarðarsvæðið og segist hann telja að með því að binda fjármagn í virkjunum og starfsemi tengdri álbræðslu þá þurrki Landsvirkjun bankakerfið. „Þetta gerir að verkum að ein- staklingar og fyrirtæki annars staðar í þjóðfélaginu fá ekki fjár- magn til að byggja upp það sem við eru bestir í. Það er alveg sama hvar álver er byggt á land- inu, alls staðar er það jafn slæmt. Stórhögg í atvinnumálum eru viðbrögð miðstýrðs kerfis það að slá stórt þegar það er gert. Álbræðsluhugmyndir eru ekkert annað en' „patentlausnir" mið- stýrðs kerfis. Við þurfum ekki að fara lengra en til Póllands til að sjá hvernig fór þegar þeir ætluðu að rífa sig upp á þungaiðnaði. Allir vita að það fór í vaskinn. Við Islendingar verðum að gera okkur grein fyrir að atli okk- ar jókst úr 700 þúsund tonnum um 1970 upp í 1,6 milljónir tonna nú. Við fáurn ekki svona happ- drættisvinning aftur þannig að ef við ætlum að fara í svona gríðar- legar fjárfestingar eins og nýjar virkjanir eru þá verðum við að horfast í augu við að þetta verður ekki greitt niður með aflaaukn- ingu eins og við höfum flotið á síðustu 15-20 árin. Með því að vera með svona fá stór dæmi erum við að girða fyrir alla mögu- leika á breidd í okkar efnahags- lífi og girða fyrir alla möguleika á að íslendingar geti stofnsett fyrir- tæki á sínum eigin forsendum. Þetta er meginmá!ið.“ Nú er lag til stórsóknar Árni segir að Eyfirðingar sjálfir verði að sýna dugnað í sínum atvinnumálum frekar en að bíða þess hvort yfirvöldum þóknist að setja niður eitt álver á svæðinu eða ekki. „Ég held að við höfum alla möguleika á úrvinnslu á þessu svæði. Menn verða líka að átta sig á að möguleikarnir eru fleiri, t.d. hvað varðar ferðamannaiðn- aðinn, úrvinnslu á landbúnaðar- vörum og fleiru. Evrópuþjóðirn- ar eru að svíða undan sér með mengun og á því leikur enginn vafi að matvara verður eftirsótt, spurningin er bara hvenær. Eyjafjörður er jú eitthvert mesta landbúnaðarhérað landsins og ætti því í framtíðinni að geta nýtt sér þessa möguleika fullkomlega. Og með sterkum sjávarútvegsfyr- irtækjum á svæðinu stöndum við best að vígi gangvart uppbygg- ingu á úrvinnslu hráefna. Mönn- um verður að skiljast að sá tími er liðinn að menn skófli upp hrá- efninu og sendi það lítið unnið úr landi. Nú er lag til stórsóknar á þessu sviði, sóknar sem við verð- um að eiga frumkvæði að sjálf. Með því móti höldum við sjálfs- virðingu okkar og byggjum upp fjölbreytt atvinnu- og menningar- líf,“ segir Árni Steinar. „Við viljum ráðast á þetta miðstýrða kerfi og teljum að tómt mál sé að tala um byggðajafnvægi nema þetta kerfí sé brotið upp þannig að fjármagnsstreymið til miðstýringarinnar sé stöðvað. Það verður að auka völd sveitarfélaganna og samtaka þeirra í héröðunum til að ráðstafa því aflafé sem verður til heima fyrir,“ segir Árni Steinar Jóhannsson. sem Dalvíkingar og Ólafsfirðing- ar eru að tala um í sambandi við lífeyrissjóðamál eru hlutir sem við erum búnir að tala um í mörg ár. Við erum alveg bundin af þessu miðstýrða kerfi. Við rekum okkur á þetta hvort heldur sem við ætlum að fara að gera út eða fara að búa. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað nýtt í atvinnu- málum þá er ekki hægt að ganga inn í banka og sjóði hér heima. Allt þarf að fara í gegnum mið- stýrða sjóði. Miðstýringin er geld hvað varðar breidd í atvinnulíf- inu. Bankakerfið á að taka við þessu hlutverki enda liggur Ijóst fyrir að ef menn hefðu ekki þurft að lúta fyrirgreiðslu miðstýring- arinnar í landbúnaði þá er ekkert sjálfgefið að svo margir hefðu farið út í refarækt. Margir þeirra hefðu haft einhverjar aðrar hug- myndir, farið inn í bankastofnanir á sínum eigin forsendum og þar af leiðandi verið ábyrgir fyrir því sem þeir voru að gera. Þetta kerfi gerir menn óábyrga og þeir segja; „Okkur var sagt . . .“, „Okkur var uppálagt . . .“ og ef síðan gengur illa í framhaldinu kemur söngurinn „Þeir verða að gera . . Ef við lítum til Aust- antjaldslandanna þar sem ákveð- ið er ofanfrá hvað almenningur eigi að gera í atvinnumálum þá sjáum við stöðnunina á öllum sviðum. Við sjáum það líka í húsnæðiskerfinu okkar að þetta er orðið úrelt.“ Alþingi hætti að vasast í daglegum rekstri Árni víkur talinu að mismunandi sjónarmiðum fólks í Reykjavík og út á landi til fjármagns og fjár- veitinga. Hann bendir á í þessu sambandi að rekstur Akureyrar- bæjar á þessu ári kosti um 1,2 milljarða króna en á sama tíma sé ákvörðun tekin „nánast yfir kaffibolla að byggja íþróttahöll fyrir hálfan milljarð eða gera við Þjóðleikhús fyrir hundruð milljóna.“ Hlutverki Alþingis á að breyta, að mati Árna, þannig að löggjaf- arsamkoman verði leyst undan viðjum daglegs rekstrar. „Sveit- arfélögin og samtök þeirra hér- aðsbundið eiga að leggja á skatt- ana og ráðstafa sameiginlegum tekjum. Þá er komin allt önnur staða fyrir þingið að búa til góð lög fyrir íslendinga. Eins og allir landsmenn vita er þingið bundið meira og minna við að reka fyrir- tækið ísland með stjórn upp á 63 menn. Á meðan við opnum ekki augun fyrir því að það þarf að skapa Álþingi möguleika á að nota 95% af sínum tíma í að búa til góð lög og lofa héraðs- og sveitarstjórnunum að sjá um reksturinn þá verður þessi óreiða og óráðsía. Allt leiðir þetta síð- an af sér „patentlausnir“, mið- stýringin dettur alltaf niður á eitthvað skemmtilegt eins og t.d. prjónaverksmiðjur í alla hreppa, rækjuverksmiðjur í hvert þorp eða minkabú á öll eyðibýli.“ Við Eyfirðingar eigum að vera bjartsýnir Frá vangaveltum um miðstýring- una víkur sögunni að Eyjafjarð- arsvæðinu og hugmyndum Árna um atvinnuuppbyggingu á þessu svæði sem hann setti fram á áður- nefndum borgarafundi. Hann segir þetta svæði sem bjóði upp á stórkostlegt mannlíf í framtíð- inni. „Við eigum að vera bjartsýn. Við eigum geysilegar auðlindir í landinu og fólkinu og ég held að við eigum í sameiningu að hlúa að því sem við kunnum best. Við eigum að þurrka út hreppamörk. Kannski ekki í orðsins fyllstu merkingu en við eigum að vinna saman á svæðinu frá Ólafsfirði til Grenivíkur. Kannski er þetta of þröngt, kannski mættum við hugsa þetta í svæði sem næði allt austur til Húsavíkur.“ Árni segir að á þessa hugmynd verði að líta í því ljósi að allir tapi á slagnum um að reyna að ná í það sem þeir í raun eiga. „Þess vegna er það svo mikilvæg fors- enda að sveitarstjórnirnar og hér- öðin verði efld og þeim gefinn möguleiki á að ráðstafa þeim tekjum sem verða til á svæðun- um. Þetta renni ekki endalaust suður og menn þurfi ekki að fara hver úr sínu horni suður til að ná til baka því sem þeir hafa lagt í púkkið. Það veldur úlfúðinni og óeiningunni. Ef menn hins vegar sitja með sitt og eru staðráðnir í að leysa málin í sameiningu fyrir sitt svæði þá er allt annað uppi á teningnum. Sem dæmi um þetta má benda á að flestir bæjar- og sveitarsjóðir eru vel reknir en ég held að flestir sveitastjórnarmenn séu sammála um að það sem veldur erfiðleik- um í rekstrinum er vonin um það sem á að koma frá miðstýring- unni. Vonin um framlagið t.d. til hafnarinnar og skólans. Ráðstöf- un þeirra tekna sem sveitarfélög- in vita að þau hafa veldur ekki vandræðum heldur koma fyrst vandræðin þegar kemur að mið- stýrða kerfinu. Þessu verður að breyta pólitískt. Eigum að stefna að fullvinnslu sjávarafurða hér heima „Við þurfum að hafa samvinnu um þetta mál,“ segir Árni um hugmyndina um fullvinnslu sjáv- arafurða á Eyjafjarðarsvæðinu. „Sjávarútvegsfyrirtækin hér á svæðinu eru líkleg þau sterkustu á landinu og til þess að hefja stór- iðju í sjávarútvegi þá er mikil- vægt að þessi fyrirtæki taki sig saman og stofni þá grunneiningu sem nauðsynleg er því allt snýst þetta um markað. Þetta þarf að gera í samvinnu við stóra aðila

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.