Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 22

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 22
o r> n 22 - DAGUR - Laugardagur 9. desember 1989 bœkur Jakinn í blíðu og stríðu Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Jakinn í blíðu og stríðu eftir Ómar Valdimarsson. Hér er um að ræða þætti af æviferli verkalýðsforingjans Guðmundar J. Guðmundssonar, en um fáa íslenska menn hefur staðið jafn mikill styrr síðustu áratugi. Bókin um Jakann er á þriðja hundrað síður og skiptist efni hennar í 24 kafla en auk frásagna Guðmundar er . þar að finna kafla þar sem Elín Torfadóttir, eiginkona Guðmundar, rifjar upp ýmislegt úr endingargóðu hjónabandi þeirra. í bókinni Jakinn í blíðu og stríðu fjallar Guðmundur um opinber afskipti sín og lesandinn fær að gægjast á bak við tjöldin og gerir Guðmundur upp málin við ýmsa pólitíska andstæðinga og samherja sína. En jafnframt segir hann sögu sína og margra annarra. Undir hamrinum - Reynslusögur gjald- þrota einstaklinga Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur sent frá sér bókina Undir hamrinum - Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga. Á bókarkápu segir höfundur: Að stofni til fjallar þessi bók um reynslu nokkurra íslendinga, sem á síðari árum hafa lent í greiðslu- erfiðleikum og gjaldþroti. Ekki er reynt að draga fjöður yfir mistök viðkomandi fólks, enda gerir það ekki tilraun til þess sjálft. Hér er víða tekið sterkt til orða og finna má þján- inguna og reiðina, sem er inn- brennd í sálarlíf viðmælendanna og finnst nánast á hverri síðu. Hér kemur fram, að ástæður fyrir ógöngum fólks eru eins mis- jafnar og þær eru margar. Ýmsir fá kaldar kveðjur í þessari bók. Undir hamrinum er 240 bls. að stærð. Krakkar í klípu Iðunn hefur gefið út bókina Krakkar í klípu, spennandi sögu fyrir börn og unglinga eftir Zilphu Keatley Snyder. í fyrra kom út bókin Draugahúsið eftir sama höfund og varð vinsæl með- al ungra lesenda, og þessi bók er jafnvel enn meira spennandi, því hér lenda þau Davíð, Amanda, Júlía og tvíburarnir Palli og Ester í klóm mannræningja. Þau fara til dvalar á Ítalíu ásamt foreldrum sínum. Þar er margt öðruvísi en þau eiga að venjast, en samt órar ekkert þeirra fyrir þeim æsilegu atburð- um sem þau eiga eftir að verða fyrir. Engan grunaði að mann- ræningjar væru á ferli kvöldið sem Amanda fór út að hitta vin sinn. Og áður en varir eru krakk- arnir komnir í slæma klípu, inni- lokaðir á ókunnum stað, ofur- seldir grímuklæddum ruddum sem einskis svífast. Og hvað er þá til ráða? Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina. Dulmál dódófuglsins Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Dulmál dódófuglsins eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Bókin ber undirtitilinn: Á ferð með augnablikinu um framandi lönd. I kynningu Vöku-Helgafells á þessari nýjustu bók Jóhönnu Kristjónsdóttur segir meðal annars: „í Dulmáli dódófuglsins lýsir Jóhanna ferðum sínum til tíu fjarlægra landa. Hún kemur meðal annars við í Rúanda, á Máritíus og Malawi, í írak, ísrael og Túnis og ræðir þar jafnt við höfðingja, hirðingja og hjákonur og nálgast fólkið af varfærni en jafnframt glettni þannig að frá- sögnin verður í senn lifandi og sönn.“ Dulmál dódófuglsins skiptist í ellefu meginkafla og er í bókinni fjöldi mynda frá þeim löndum sem leið Jóhönnu hefur legið til. Aftast í bókinni eru kort sem Gunnar H. Ingimundarson hefur gert og fróðlegar upplýsingar um löndin sem koma fyrir í bökinni sem geta nýst þeim sem eiga eftir að fara á þessar slóðir. BjörnTh. Björnsson SANDGREIFARNIR eftir Björn Th. Björnsson. Meillandi og skemmtileg bók um uppvaxtarár höfundar í Vestmannaeyjum. Lesendur þekkja bragðmikinn stíl Björns Th. Björnssonar af verkum hans um listfræðileg efni og sögulegar skáldsögur. í þessari bók nýtur orðsnilld Björns sín frá nýrri og óvæntri hlið, aðdáendum hans til ósvikinnar ánægju. LANDHELGISMÁLID - það sem gerðist bak við tjöldin. Lúðvík Jósepsson var manna lengst í eldlínu landhelgisbaráttunnar. í þessari bók rekur hann sögu landhelgismálsins í 40 ár og segir frá þeim átökum sem þar urðu á bak við tjöldin heimafyrir og erlendis. Stórfróðleg bók um lífshagsmunamál þjóðarinnar skrifuð af einum baráttuglaðasta stjórnmálamanni hennar. MaiiMiog menning 1 1 í ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.