Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 19

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 19
helgarkrossgáton Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR - 19 ibœkur MARY STEWART arfur mm LIDNA Arfur hins liðna Hjá Iðunni er komin út ný skáld- saga eftir hinn vinsæla rithöfund Mary Stewart. Þetta er þrettánda bók hennar sem út kemur á ís- lensku, og hafa fyrri bækurnar allar náð miklum vinsældum. Hér segir frá Gilly Ramsey, sem erfir hús frænku sinnar, Þyrnigerði, og ákveður að setjast þar að. Hún hefur engan grun um að í augum nágrannanna hvílir dulúðugur blær yfir húsinu, því að Geillis frænka hafði verið álit- in fjölkunnug. Gilly verður þess skjótt vör að hún hefur erft fleira en hús frænku sinnar, og það er eins og Geiilis sé enn á ferli og spinni eigin álagavef til varnar gegn hinu illa. Að lokum neyðist Gilly til að velja sína eigin leið gegnum töfraskóginn og það gerir hún með aðstoð lítils drengs sem leit- ar til hennar - og föður hans, rit- höfundarins John Christopher. Báðir eiga þeir greiða leið að hjarta hennar . . . Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi. Lækninga- máttur þinn Bókaútgáfan Skujggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Lækningamáttur þinn eftir Har- old Sherman. í bókinni segir Harold Sher- man frá undraverðum tilraunum sínum og annarra á lækninga- mætti hugans. Margra ára rann- sóknir hafa staðfest trú hans á það, að Guðs-krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja hug og líkama. Þess- ar rannsóknir hans eru taldar merkilegustu sannanir fyrir til- veru þeirrar undraorku, sem í huga mannsins býr, og hann skýr- ir hér frá þessum rannsóknum sínum, kemur með dæmi um lækningu og setur fram nytsamar ráðleggingar fyrir þá, sem þarfn- ast lækningar. Lækningamáttur þinn seldist algerlega upp á stuttum tíma, þegar hún var fyrst gefin út. Bók- in er 192 bls. að stærð. Ingólfur Árnason þýddi bókina. Götuvísa gyðingsins Vaka-Helgafell hefur gefið út skáldsöguna Götuvísa gyðings- ins, eftir Einar Heimisson. Þetta er fyrsta bók Einars, sem er 22 ára að aldri og stundar sagnfræði- nám í Þýskalandi. Á bókarkápu segir um bókina: „Götuvísa gyðingsins er áhrifa- mikið verk um viðkvæmt efni sem legið hefur í þagnargildi hér á landi í hálfa öld: Örlög gyðinga sem hröktust til íslands undan ofsóknum nasista í Þýskalandi skömmu fyrir síðari heimsstyrj- öldina. Einar Heimisson lýsir hér af nærfærni og hreinskilni baráttu gyðinganna fyrir tilvist sinni á ís- landi og hvernig þjóðfélagið snerist á móti flóttafólkinu með þeim afleiðingum að því var vís- að af landi brott.“ Götuvísa gyðingsins er söguleg skáldsaga en á sér skýrar hlið- stæður í raunverulegum atburð- um sem urðu á Islandi og í Þýskalandi á fjórða tug þessarar aldar. Einar Heimisson byggir sögu sína á traustum heimildum og samtölum við fólk sem hann tók við af er hann skóp aðalper- sónur bókarinnar. Bókin er 168 blaðsíður að stærð. EINAR HEIMISSON Bergnuminn Vaka-Helgafell hefur gefið út skáldsöguna Bergnuminn, eftir Eystein Björnsson. Á bókarkápu segir: „Bergnuminn er mögnuð skáldsaga úr íslensku þjóðlífi. Lesandinn fylgist með söguhetj- unni og dularfullri og ógnþrung- inni tilvist hans sem fjárhættu- spilara í Reykjavík. Spilafíknin hefur náð heljartökum á Halldóri og leitt hann inn á braut glæpa. Hann situr bergnuminn við borð- ið í spilaklúbbnum þar sem háar fjárhæðir skipta um eigendur á hverju kvöldi. Tilfinningar hans eru aðeins bundnar við spilin, hann missir tökin á lífi sínu, fjöl- skyldan og starfið eru í hættu. Sársaukafullt uppgjör verður ekki umflúið. A slíkur maður leið til baka í mannheima?“ Bókin er 170 blaðsíður. EYSTEINN BJORNSSON l O Siríós- laastl Kona SpM Bjart- a&tir Mylur Kuhbana Hreiffisí Tqq Eftir- m alnum Hdi-fari hiut 1- Raikt- aóír þófc Viljuja oarnowskT^^ Tatar 4. Sérhl■ Iduq o > B>ein Funa flthyqlí f) ns V Róó Romsan Var i vafa Brýnslu- ictkr "1 y Maóur 'fiit 3. ► Eisu Oþnftn *■ ► 7. Tala VeM ir Hrasaí) Veiki Hljóó Taut- aó i Tónrt Erfii * Mas 5- Systir Skrolta -f a Thjiu< HqncLuíj- teiki t>. 8. 'Osamst- Haini G t Mt'lfl SvaU Tjni 5 f Sué> Fata - hlutunna Blása kalt ► ’A titinn 4 Mas i <5 Scríil- O HaSur 10. Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum. Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merktan: „Helgarkrossgáta nr. 104.“ Anna Hermannsdóttir, Gránufélagsgötu 23, Akureyri, hlaut verðlaunin fyrir helgarkrossgátu nr. 101. Lausnarorðið var Faxaflói. Verðlaunin, bókin „Bændablóð", verða send vinn- ingshafa. Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er skáldsagan „Dægurlagasöngkonan dregur sig í hle“, eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. í kynningu á bókarkápu segir m.a.: „Ungar stúlkur telja gjarnan að sælan felist í því að vera fegurðardrottning, tískusýningardama eða dægurlaga- söngkona. Máney er þetta allt í senn en þó er hún vansæl. Systir hennar býr í sveit norður í landi. Hún er fremur ósjá- leg en þó hamingjusöm. Ónærgætnar örlaganornir haga mál- um þannig, að Máney stendur skyndilega í sporum systur sinnar og ber ábyrgð á heimili hennar og börnum . . .“ Útgefandi er Örn og Örlygur. >< ■ - , 0 ‘ nsr A ifT* L.r« Att F f N I? fl h % Ryk i fl R R Ji TÍ í> A 1 rtit IktrS A Ó s 'fl R I Wa '£ T ’a r* V I lT 'ft t •t/•>« G Ó L A ft T> o M A fc H*-lt A L L T > R I V e tlaiu, Mtla fí T A þJ V i d fl Sa*it £ N a*"T T R i G R N U Rit V fí 6- 11 'o X R I 5 T *tt h> R.t. r Þ I u u E T Vcoda I 'l U A 'o U o fl £ fí £ S ft T & R 6 F T e_ fc t ’u u I fí T I S 'fí nJ 0 g t> fí M u /J ör*tro M A R fc fl KnI M fl t> u £ “Snjólmig Hmg«döttlr fru SkúldaUck 'dSur s'8 Helgarkrossgátan nr. 104 Lausnarorðið er ................ Nafn .............. Heimilisfang ...... Póstnúmer og staður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.