Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 18

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 9. desember 1989 bílor íl- Volvo 440 GLT Alllangt er nú liöið síðan Volvo AB eignaðist Daf-verksmiðjurn- ar í Hollandi. Á þeim tíma (1975) framleiddu Daf-verk- smiðjurnar bíl sem hét Daf 66, en síðar Volvo 66. Þessi bíll varð heimsfrægur í Svíþjóð undir nafninu Reim-Jóhann, sem var tilkomið af stiglausri sjálfskipt- ingu í bílnum sem byggðist á notkun kílreima. Pessi skipting átti ekki upp á pailborðið hjá Svíum, enda var þessi búnaður ekki sérlega skemmtilegur. Ári eftir að Volvo eignaðist Daf kom Volvo 343 á markaðinn, í fyrstu með samskonar stiglausri reima- skiptingu og Daf/Volvo 66, en síðar varð hann einnig fáanlegur með venjulegum gírkassa. Volvo 343, sem var nánast fullhannaður sem Daf þegar Volvo kom til sögunnar, var að ýmsu leyti merkilegur bíll, og nægir þar að nefna De-Dion afturásinn, sem ljáði þessum bílum ágæta aksturseiginleika. Á síðustu árum voru svo settar stærri vélar og aukinn búnaður í þennan hol- lenska Volvo og nafninu breytt í Volvo 360. í vor kom svo á markaðinn hérlendis nýr bíll frá Volvo í Hollandi, sem bar nafnið Volvo 440. Fyrirrennari hans Volvo 480 hefur verið fáanlegur í nokkur ár, en reyndar ekki selst ýkja vel, enda nokkuð dýr bíll. Báðir þess- ir bílar eru teiknaðir og smíðaðir í Hollandi en bera þess nokkur merki að Volvo hefur haft tögl og hagldir á meðan þeir voru á teikniborðinu. Volvo 440 er auðþekkjanlegur í útliti eins og Volvo hefur oftast verið. Bíllinn er svolítið meira kantaður en straumlínulagaðir bílar nútímans eru flestir. Hurðir eru 5 og tiltöluiega gott er að ganga um bílinn. Mælaborðið er ágætt stjórntækin liggja vel við hendi. Framsætin eru mjög góð, veita góðan hliðarstuðning og eru stillanleg á alla lund, en stilling- arnar eru e.t.v. ekki sérlega þjál- ar í notkun. Aftursætið er hins vegar ekki eins gott, setan of stutt og sætið óþarflega lágt fyrir minn smekk. Hér er e.t.v. á ferð- inni gamla japanska aðferðin til að láta líta út eins og yfirdrifið rými sé fyrir farþega í aftursæti með því að hafa aftursætið nógu lítið. Áklæði og klæðningin eru vönduð og það sama má segja um yfirbygginguna í heild. Hún virð- ist stíf og sterk og vel „skrúfuð saman“ og frágangur er góður eins og sjálfsagt er í Volvo. Far- hér & þar angursrýmið er ekki ýkja stórt en þó er auðvelt að stækka það með því að fella niður báða eða annan helming aftursætisins. Aftur- hurðin opnast niður að gólfi en hurðin mætti lyftast hærra í opinni stöðu svo hávaxnir menn reki ekki hausinn í (undirritaður var nú reyndar ekki í mikilli hættu). Útbúnaður er góður og ríkulegur einkum í Turbo-útgáf- unni. Volvo 440 fæst í tveim útgáfum hér á landi, 440 GLT INJECT- ION og 440 TURBO. Vélin í þeim fyrrnefnda er 109 hö en 120 í Turbo bílnum. Reyndar er vélin í þeim báðum að upplagi sú sama og kemur frá Renault í Frakk- landi. Hún er 1,7 lítra með beinni innspýtingu (Turbo einnig með útblástursdrifna forþjöppu). Vél- in er nægilega kraftmikil, einkum þó í Turbo-útgáfunni, sem hefur talsvert meira snúningsvægi (tog), en hún er nokkuð hávaða- söm á miklum snúningshraða. Gírkassinn, sem er 5 gíra, hef- ur þægileg hlutföll og er ágætur í notkun, skiptingar liprar og gír- stöngin vel staðsett eins og önnur stjórntæki. Bíllinn hefur vökva- stýri og það er nákvæmt og gott. Það veitir svo sem ekki af þar sem öflugar vélar og framhjóla- drif hafa í för með sér talsvert álag á stýrisbúnað. Volvoinn stendur hins vegar föstum fótum, eða öllu heldur hjólum að framan svo aflið skilar sér vel. GLT IN- JECTION-bíllinn sem ég ók var búinn ABS-hemlakerfi sem eyk- ur til muna öryggi þegar hemlað er við vafasöm skilyrði, t.d. í hálku eða lausamöl. Kerfið vinn- ur nokkuð vel í Volvo 440, en þó þótti mér það óþarflega stjórn- samt ef svo má að orði komast, þar sem því hætti til að draga of mikið af bremsuvirkninni við viss skilyrði og þar með varð bremsu- vegalengdin lengri en ella. Þetta var einkum á holóttum malarveg- um, en á inalbiki vann kerfið ágætlega. Aksturseiginleikarnir eru góðir og dæmigerðir fyrir framdrifsbíl. Bíllinn er örlítið undirstýrður, einkum Turbo-bíllinn. Reyndar ber afar lítið á því á malbiki. Þar er bíllinn einnig rásfastur með afbrigðum og liggur vel. Malar- vegir valda honum ekki neinum vandræðum heldur, en þar ber þó frekar á því að afturendinn sé svolítið laus. Ennfremur virðist afturfjöðrunin dálítið hörð eink- um þegar um skarpar holur eða hryggi er að ræða, en ræður þess í stað auðveldlega við stærri og ávalari ójöfnur. Fremur lágt virð- ist undir Volvóinn en ég varð þó ekki var við að það kæmi að sök á venjulegum vegi. Bíllinn fer vel með farþega og ökumann einkum þó þá sem sitja í þægilegum framsætunum og Volvo 440 er ábyggilega þægileg- ur ferðabíll. E.t.v. er hann þó skemmtilegastur til að skjótast á honum bæjarleið í snarheitum. Ekki skemmir að verðið hér á landi virðist hlutfallslega lægra en í mörgum öðrum löndum, eink- um á Turbo-bílnum. 5-dyra fólksbíll, vél að framan, drif Gerð: Volvo 440 GLT INJECTION, á framhjólum. Vél og undirvagn: 4-strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld, slagrými 1721 cm, bor- vídd 81,0 mm, slaglengd 85,5 mm, þjöppun 10,5:1, 109 hö við 5800 sn/mfn, 140 Nm við 4100 sn/mín, bein eldsneytisinnspýting, yfir- liggjandi knastás. Drif á framhjólum, 5 gíra gírkassi. Sjálfstæð fjöðrun að framan með þríhyrndum örmum að neðan, gormleggur, jafnvægisstöng og demparar. Stífur afturás, festur með langsörmum og Panhardstöng, gormar og demparar. Vökvastýri, aflhemlar, diskar að framan og aftan. Hjólbarðar 175/65 TR 14, cldsneytisgeymir 50 lítra. Mál og þyngd: Lengd 431,0 cm; breidd 168,0 cm; hæð 138,0 cm; hjólahaf 250,5 cm; sporvídd 142,0/142,5 cm; eigin þyngd ca. 1030 kg; hámarksþyngd 1.520 kg. Framleiðandi: Volvo AB. Innflytjandi: Brimborg hf., Reykjavík. Uinboð: Þórshamar hf., Akureyri. Verð: Ca. kr. 1.195 þús. Akureyri í augum Kínverja: Grein um Fei, KA og Akureyri í útbreiddasta íþróttablaði Kína í nýjasta hefti útbreiddasta íþróttablaðs Kína, birtist grein uni Hou Xiao Fei blakþjálfara og veru hans á Islandi. Þar seg- ir frá tildrögum þess að Fei fór til íslands að þjálfa hjá KA og Akureyri og síðan er viðtal við Fei sjálfan. í greininni fer Fei lofsamlegum orðum um veru sína á Akureyri og hrósar bæjarbúum fyrir hlý- hug og gestrisni í sinn garð. Einnig fer Fei nokkrum orðum um árangur KA-liðins og að sjálf- sögðu er sagt frá því að liðið hafi orðið íslandsmeistari undir hans stjórn, í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Nokkrar myndir birtust með greininni og ef opnan í kínverska íþróttablaðinu prentast vel sést Fei ásamt Sigfúsi Jónssyni bæjar- stjóra, önnur mynd er af þeim Jóni Vídalín blak- og matreiðslumanni og Fei í veislu sem KA-liðið hélt en þar sá Fei um að búa til kínverska rétti en Jón sá um þá íslensku. En látuin myndirnar tala sínu máli og hver veit nema að greinin í íþrótta- blaðinu veki áhuga Kínverja á Akureyri. Hér sést umrædd opna og cf myndin prcntast vel sjást Ijósmyndirnar frá Akureyri Hou Xiao Fei sýnir hér þetta kínverska íþróttablað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.