Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR - 11 bókakynning Frændi Konráðs, fóðurbróðir minn - Æviminningar Hermanns Vilhjálmssonar frá Mjóafirði Ein þeirra bóka sem kemur út nú fyrir jólin er bókin „Frændi Konráðs, föðurbróðir minn“. I henni segir Vilhjálmur Hjálm- arsson, fyrrverandi ráðherra, ævisögu Hermanns Vilhjálms- sonar frá Mjóafirði, föður- bróður síns. Lífshlaup Her- manns Vilhjálmssonar var nokkuð óvenjulegt og það þekktu hann margir. Sumir Reykvíkingar þekktu Hermann undir nafninu Hemmi, oft með viðurnefninu „króna“, sem dregið var af því að hann togaðist stundum á við stráka um krónu eða túkall og hirti þær myntir úr götu ef þeir hentu. Hermann Vilhjálmsson var sérstakur maður, sem skar sig úr fjöldanum. Lífshlaup hans var að sama skapi óvenju- legt og raunar dapurlegt, því Hermann fékk aldrei notið hæfileika sinna. í formála að bókinni segir höfundurinn, Vilhjálmur Hjálm- arsson, m.a. um frænda sinn: „Það er best að segja hverja sögu eins og hún gengur. Og það var einmitt það sem Hermann langaði til að gera. Að segja, eða öllu heldur skrifa, ævisögu sína allt frá bernsku og draga ekkert undan, taka allt með, allarkúnst- irnar líka, sagði hann einhverju sinni. Og af þeim átti hann ærið því hann var engum manni líkur fremur en Kári forðum. En honum lét að segja frá. Minni var með afbrigðum trútt, tungutak og stíll - hvort tveggja persónulegt og snjallt. Áræði og framtak var á hinn bóginn með þeim hætti að söguritunin dróst á langinn. Að lokum tók hann til en þá var það um seinan. Því nóttin kemur þegar enginn getur unnið. Og þó björguðust nokkur minningabrot. Við tveir áttum sameiginlegan uppruna og vorurn samtíðar- menn. Áhugamálin voru að hluta sameiginleg og við ræktum frændsemi. Nú þegar hann er all- ur en ég stend enn á eyri vaðs ofar fjörs á línu, þá verður sú hugsun áleitin að liann eigi hjá mér viðvik, að mér beri að safna saman og raða minningabrotun- um - og tengja eftir mætti. Og ég ætla að reyna þetta.“ „Frændi Konráðs, föðurbróðir minn“ er afrakstur þessa „viðviks“ Vilhjálms Hjálmars- sonar. Hér fara á eftir tveir stuttir kaflar úr bókinni um atgervis- manninn Hermann Vilhjálms- son. Hermann Villijálmsson, eins og flestir Keykvjkingar þekktu hann. I götusóparagallamini. Þegar halda skyldi í formleg boð bjó Hermann sig uppá. Húseigandi og borgarstarfsmaður - en hugurinn reikaði víða Nú tökum við þar til sem kominn er síðasti dagur febrúarmánaðar 1952, þann dag undirritar Her- mann Vilhjálmsson kaupsamning um kjallaraíbúð á Hverfisgötu 60 A í Reykjavík. Um líkt leyti flutti hann þangað með búslóð sína. Þessi íbúðarkaup virðast hafa gengið fljótt og vel. Efast ég ekki um að Hermann hafi leitað til „sérfræðinga" sinna við svo vandasamar athafnir. Aldrei fyrr á ævinni Það er merkisatburður á manns- ævi að eignast í fyrsta sinn þak yfir höfuðið. Þegar þetta henti Hermann hafði hann verið leigu- maður í borginni nærri tuttugu ár og komið víða við sem fyrr grein- ir. Nú var þeim þveitingi lokið. En hann hafði áhyggjur af at- vinnu- og fjármálum sínum. „Ég hef lagt í mikinn kostnað viðvíkjandi þessari íbúð og er bæði kvíðinn og hræddur, líkt og á Fáskrúðsfirði 1939,“ skrifar Hermann Önnu systur sinni í Tungu á útmánuðum. Samt naut hann þess að hafa eignast þak yfir höfuðið: tvö herbergi og eldhús, geymslu og aðgang að þvotta- húsi. Aldrei á ævinni hafði Hermann haft svona rúmt um sig. Hann stillti upp í stofu sinni þeim hús- gögnum sem hann hafði mestar mætur á og hengdi myndir á veggi. Lítið orgel átti hann líka og talsvert af nótum, þar á meðal flestar eða allar Kirkjusöngsbæk- ur frá því fyrir aldamót. Svefn- staður hans var í innri stofunni sem var nokkru minni en sú fremri. Kjallaraíbúðin á Hverfisgötu 60 Á var ekki stór að flatarmáli. En hún nægði vel einum manni - og hafði reyndar áður hýst allfjöl- menna barnafjölskyldu. Helsti ókostur hennar var sá hvað lágt var upp í glugga og auðvelt að gægjast inn. Atti þetta eftir að draga dilk á eftir sér fyrir nýja eigandann. Stóri kosturinn var aftur á móti að kjallarinn var bæði þurr og hlýr, það var lífs- spursmál fyrir Hermann þegar frá leið. En hér átti hann heima næstu þrjátíu árin. Og ég segi það enn og aftur: Þetta var mikil breyting frá því fyrirkomulagi að leigja sér herbergi frá ári til árs. Hann fann þetta vissulega: „Vel tekur hún á móti mér,“ sagði hann eitt sinn þegar við hjónin fylgdum honum inn á Hverfisgötu einhverra erinda hálfblindum. Orð og raddblær grópuðust í vitund okkar. Hermann stóð á fimmtugu þegar hann átti enn framundan langan vinnudag. Eftir einhver misseri „í snapinu“ fór hann að vinna hjá bænum, fyrst við ýmis störf, gatnagerð, hitaveitu o.s.frv. En mörg seinni árin var hann fastur starfsmaður hjá „hreinsunardeildinni", síðast með vagn og sóp á neðanverðri Hverfisgötu og nærliggjandi götum. „Langþráð virðingarstaða,“ sagði Hermann og stökk ekki bros. Og það var þó að minnsta kosti vinna sem var honum ekki um megn erfiðis vegna. Þar að auki var hann mikið sjálfráður með sinn vagn. Hann gat verið mikið undir beru lofti og hafði talsverða hreyfingu, og hvort tveggja kom honum vel. Kaldsamt var þetta á köflum. Og óralangt frá því sem hann hafði óskað sér ungur. - „Hver skilur Herrans hulinn veg?“ Féiagið, Framtakið og flokkun vinnunnar Hermann Vilhjálmsson lék sér að orðum og hef ég áður að því vikið. Hann hafði líka gaman af að leggja niður fyrir sér orð og atvik og raða í kerfi. Þegar hann hafði dottið niður á snjalla skil- greiningu eða samlíkingu átti hann til að nota hana árum saman. Lá við sjálft að sá sem þetta párar gerði þessar kúnst- bródéringar hans að sínum eigin! Á fimmta áratugnum hafði honum til dæmis tekist að greina alla starfsemi í landinu í tvennt! Stórmaktir þær sem stóðu að baki voru Félagið og Framtakið. Félagið táknaði ríki, borg og önnur sveitarfélög. Allt annað heyrði undir Framtakið. Síðan - Svona hugsaði nú Hermann til leiksystkina sinna á níræðisaldr- inum. Og minnið sveik hann ekki. Hann átti það til að bregða upp myndum frá bernsku- og unglingsárum, oft af smáatvikum sem voru svo Ijóslifandi að ekki aðeins hann sá fyrir sér stað og stund heldur einnig sá sem á hlýddi. Svo var til dæmis um frá- sagnir hans af nærsýninni og hinni nýju veröld sem gleraugun gáfu honum sýn til. - Það var stórviðburður. En oft brá hann upp skörpum og skýrum mynd- um af minna tilefni! Hermann fór til dæmis eitt sinn til Seyðisfjarð- ar: Ég fór með Goðafossi (nr. 2). Ég varð að passa mig á mínút- unni því Páll (afgreiðslumaður) vildi ekki að skipið biði. Ég var að fara til augnlæknis og var félít- ill. Þetta var um miðnættið og ég fór inn á þvergang miðskips. Danskur þjónn ávarpaði mig: „Skal jeg tage dig paa 1. plads?“ Ég svaraði á íslensku og spurði: „Hvað kostar það?“ „Tolv kroner“ svaraði sá danski. Ég fór út á dekk og borgaði tvær krónur. - Fyrir okkur sem munurn þessa tíma og þekktum aðstæður aðlagaði hann eitt og annað þess- ari skilgreiningu, fjármálaráð- herra varð gjaldkeri (Félagsins auðvitað!) og fleira í þeim dúr. „Ég hef verið ráðinn bæði hjá Framtakinu og Félaginu og rek- inn hjá báðum,“ sagði hann við mig eitt sinn þegar illa gekk. í bókarkompu, sem Hermann hafði skrifað í eitt og annað sér til minnis og sjálfsagt einnig til gamans, gerði hann eftirfarandi „úttekt" á störfum sínum utan Mjóafjarðar: Af því sem ég hef lent í er setu- liðsvinnan nr. 1. Hún skiptist aðallega í tvennt, flugvöll og um borð þarf hér engu við að bæta. Sími var lagður til Mjóafjarðar þegar Hermann var fimm ára, undur þeirra tíma. Hann var nýlega fermdur þegar faðir hans fékk sitt „númer": Síminn er mesta uppfinning mannsandans, svo kemur plastið (umbúðirnar!). Það var mikill viðburður þegar síminn kom í Mjóafjörð, og fyrir okkur syst- kinin þegar hann kom að Brekku. Ég sé það ennþá hvernig systkini mín töluðu í síma, einkum yngstu systurnar, Jóna og Rænka. Það var mikil gleði og þær töluðu leikandi. Jóna hefur alltaf haldið þeirri sérstöku aðferð sem hún tók upp í fyrstu - er í essinu sínu í símanum. Símanum var vel tekið í Mjóa- firði og úrvalsmenn valdir sím- stjórar: séra Þorsteinn í Þinghól og Sveinn í Firði, þingmaður. Símaskrána las ég spjaldanna á milli, lærði hana bókstaflega. (Þetta var ekki fjarri lagi! Átt- ræður var hann stundum að rifja upp hver hefði verið símstjóri í upphafi á þessari eða hinni stöð- inni í fjærstu landshlutum og hversu lengi sá hefði starfað.) Það voru mörg bæjarnöfn í símaskránni en misjafnlega Corrý, a) Corrý, b) flugvöllur. - Þar næst, nr. 2, er sólbaðsvinnan (bæjarvinnan), er skiptist einn- ig í tvennt, a) götur, b) vatns- veita. - Þá kemur bakaríisferill- inn nr. 3 er skiptist einkum í tvennt: a) Keflavík og Reykja- vík, b) Fáskrúðsfjörður og Vest- mannaeyjar. - Ég man sérstaklega eftir einu orði úr þessari skilgreiningu sem varð „daglegt mál“ í munni Hermanns og sumra viðmælenda hans. Það var sólbaðsvinnan. Ég held að tilefni nafnsins hafi verið, að jöfnu bæði, mannlegheit verk- stjóranna og takmörkuð stjórn- semi þeirra - að hans mati. smekkleg. Já, ég hugsaði til þess með kvíða og hryllingi að systur mínar rækju einhvern tíma aug- un í bæjarnafnið Ballará. Þær voru svo heilagar! Það mátti ekk- ert segja við þær. - Hermann átti eins konar götumyndir úr Þorpinu sínu, sumar dregnar fáunt dráttum og þó skýrar: Ég var alltaf upp með mér að vera úr Porpinu. Ég gleymi aldrei þegar ég mætti þeim á götu Konráði og formönnum hans, Kristjáni Ólafssyni á Gamminum og Einari Þorsteinssyni á Kára. Þeir voru að koma úr róðri og Konráð ræddi við þá hressilega. Þetta var tignarleg hersing: Konráð prúðbúinn og höfðing- legur, Kristján hávaxinn, dökk- hærður og glæsilegur á velli og Einar ljós yfirlitum og bauð af sér góðan þokka. Jóhann Jóhannsson (sterki, fósturbróðir Hermanns) gekk hægt um götu þorpsins að og frá heimili sínu í Hlíð (innsta hús- inu). Oft bar hann pokaskjatta á vinstri öxl, hélt í opið með hægri hendi og hreyfðist pokinn eftir göngulaginu. Hann nam staðar og talaði við þá sem á vegi hans urðu. Strákar hópuðust um hann, litu upp til hans og vissu hvað hann var sterkur. Leiftur frá liðnum árum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.