Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. desember 1989 - DAGUR - 3
fréttir
Atvinnuástand á Hvammstanga:
„Miklu betra en á sama tíma í fyrra“
„Atvinnuástandið hér er miklu
betra en það var á sama tíma í
segir Þórður Skúlason sveitarstjóri
fyrra og horfurnar framundan
eru allt aðrar. Þar vegur
þyngst aukinn rækjuafli nú í
haust og horfurnar framundan
Grjótflutningar í smábátahöfn á Sauðárkróki:
Tilboði Króksverks tekið
Eins og Dagur skýrði frá þann
24. nóvember sl. voru opnuð
tilboð í grjótflutninga vegna
smábátahafnar á Sauðárkróki.
Það vakti athygli við opnun til-
boðanna að tilboð Jóns Björg-
vinssonar Engihlíð, hljóðaði
aðeins upp á um helming af
öðrum tilboðum sem bárust.
Á fundi Hafnarstjórnar Sauð-
árkróks, sem haldinn var þann
29. nóvember var ákveðið að
taka tilboði Króksverks hf. á
Sauðárkróki, sem upphaflega
hljóðaði upp á 1.252.365 kr. En
við yfirferð tilboðsins fannst
skekkja í því og við leiðréttingu
hennar var tilboðið komið ofan í
1.204.000 kr.
Skemmdarverk
við
íþróttahús
Glerárskóla
Skemmdarfýsn, er eina orðið
sem hægt er að hafa um verkn-
að sem framinn var við íþrótta-
hús Glerárskóla í fyrradag.
Maður nokkur kom þar á bíl
sem hann hafði keypt nýlega, en
bíllinn var nýsprautaður. Maður-
inn brá sér andartak inn í húsið
en þegar hann kom út, var búið
að rispa bílinn þvers og kruss.
Hliðar hans og önnur hurðin
voru þverrispaðar og gluggarnir
líka.
Hafi vegfarendur orðið vitni að
þessum atburði eða geti einhver
veitt upplýsingar, er hinn sami
beðinn um að hafa samband við
rannsóknarlögregluna á Akur-
eyri. VG
Björgvin EA-311:
Gerði góða
sölu í Hull
Björgvin EA-311 á Dalvík
gerði góða sölu í Hull sl. mið-
viku- og fimmtudag. Hann
seldi 177 tonn og var andvirði
aflans 17 milljónir króna. Að
meðaltali fengust 96 krónur
fyrir kílóið.
Uppistaða í aflanum var
þorskur. Fyrir 91 tonn af þorski
fengust 8,1 milljón króna, meðal-
verð 88,9 krónur á kílóið. Ýsan
vigtaði 35 tonn og fyrir hana
fengust 3,6 milljónir, meðalverð
104 krónur. Þá voru seld 26,8
tonn af kola fyrir 3 milljónir,
meðalverð 112 krónur og 15,4
tonn af grálúðu fyrir 1,4 milljón,
meðalverð 90 krónur. óþh
Rannsóknarlögreglan á
Akureyri tekur við upplýs-
ingum allan sólarhringinn.
Sími 96-25784
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
Tilboð Fjarðar sf. Sauðárkróki
var 1.242.000, en umrætt tilboð
Jóns Björgvinssonar hljóðaði
upp á 664.000.
Um þetta mál var rætt á lokuð-
um fundi bæjarstjórnar í þessari
viku og vildi Hörður Ingimarsson
formaður hafnarstjórnar ekkert
segja um málið, þar sem fundin-
um hefði verið lokað til þess að
fjölmiðlar kæmust ekki í
umræðuna sem var um málið. kj
eru að því leyti til betrí að
rækjuvinnslan og fleiri fyrir-
tæki hafa gengið í gegnum
fyrirgreiðslu sjóða til að endur-
skipuleggja sig fjárhagslega,“
segir Þórður Skúlason, sveitar-
stjóri Hvammstangahrepps.
Á mörgum stöðum hefur
atvinnuleysi farið hraðvaxandi á
haustmánuðunum en Þórður seg-
ir að sú hafi ekki orðið raunin á
Hvammstanga. Þórður segir að
endurskipulagning prjónastof-
unnar á staðnum hafi skilað
árangri en verkefnaskortur á
næstu mánuðum valdi mönnum
áhyggjum.
„En það verður að segjast að
hljóðið í okkur núna er allt ann-
að en var fyrir ári síðan. Þá var
óvissan mikil um framtíð margra
fyrirtækja á staðnum en við höf-
um orðið varir við þessa erfið-
leika sem verið hafa í atvinnu-
rekstri því hér er búin að ganga
yfir gjaldþrotahrina. Kannski er
ekki alveg útséð um að við séum
komnir yfir þessa gjaldþrota-
hrinu en að stærstum hluta til
held ég að þau séu að baki,“ segir
Þórður Skúlason. JÓH
MFTQÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK BÓKIN MlN METBÓK
Jólin koma
Jólin koma
Tvær nýjar METBÆKUR í sparikápum
Bókakostur smáfólksins
Bókirt mín - segir Paddington
Metbækur fást nú í tveimur
nýjum litum - bleikum og bláum,
ásamt gjafaumslagi
m
Fni. .
BUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
TRAUSTUR BANKI - RlKISB AJSTKI
* METBÓK Búnaðarbankans
er 18 mánaða sparibók
* Hún ber hæstu innlánsvexti
bankans
* Vextir reiknast tvisvar á ári,
eftir það eru þeir alltaf
lausir til útborgungir
* Tvisvar á ári er ávöxtun
borin saman við verðtiyggð kjör
* Séu þau betri en nafnvaxtakjör
greiðir bankinn 5% vexti
umfram verðtryggingu
* Hver innborgun er bundin í 18 mánuði,
eftir það er hún alltaf laus
- án þess að bindast aftur,
* - en heldur engu að síður
óbreyttum vaxtakjörum
* Ekkert úttektargjald
- engin vaxtaskerðing við úttekt
* METBÓK er tiyggð í bak og fyrir
METUÓK oókin mIn metbók bókin mIn metbók bókin mIn metbók bókin mIn metbók bókin mIn metbók bókin MlN metbók bókin MlN metbók bókin MlN metbók bókin MlN metbók