Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 09.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 9. desember 1989 Góður sigur Tindastóls á Haukum: Valur fór á kostum - skoraði 47 stig í leiknum „Þetta gekk loksins upp hjá okkur. Hugarfarið var rétt, við slepptum ÖIlu röfli við dómar- ann og einbeittum okkur að leiknum. Við erum eftir þenn- an sigur ekki búnir að missa af tækifærinu að komast í úrslit,“ sagði Valur Ingimundarson eftir að lið hans TindastóII hafði unnið góðan sigur á Haukum 95:84 í Hafnarfirði í leik þar sem hann sjálfur fór á kostum, skoraði hvorki meira né minna en 47 stig. Haukarnir skoruðu fyrstu körf- una í leiknum en eftir það tóku Sauðkrækingarnir öll völd á vell- inum. Valur var gersamlega óstöðvandi og skoraði 30 stig í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 47:36 Tindastóli í vil. Sigur gestanna var aldrei í hættu. Valur slakað reyndar aðeins á í síðari hálfleik en það skipti ekki máli því þá fór Bo Heiden í gang. Lokatölur voru 95:84 en á tímabili voru gestirnir komnir með 20 stiga forskot, 71:51. Haukarnir náðu sér aldrei á strik í þessum leik. Það var helst ívar Ásgrímsson sem sýndi sitt rétta andlit og svo barðist Henn- ing Henningsson vel allan tímann meðan hann var inn á. En lykil- menn eins og t.d. Pálmar, Bow og Jón Arnar, voru daufir að þessu sinni og það munar um minna. Það var stórleikur Vals Ingi- mundarsonar sem skóp þennan sigur öðru fremur fyrir Tindastól. Hann var óstöðvandi í bæði vörn og sókn og var þetta hans lang- besti leikur í vetur. Bo var daufur í fyrri hálfleik en náði sér vel á strik í þeim síðari. Reyndar voru allir léikmenn Tindastóls góðir og e.t.v. nær liðið að komast í úrslitakeppnina. Pess má geta að Valur Ingimundarson lék í skyrtu nr. 11 þar sem skyrta nr. 15 gleymdist á Króknum. Það er því ekki ólíklegt að Valur taki upp á því að segja skilið við nr. 15 og lækki sig um nokkur númer í framtíðinni! Dómarar voru þeir Árni F. Sigurlaugsson og Jón Otti Ólafs- son og dæmdu þeir þokkalega. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 47, Bo Heiden 26, Svcrrir Sverrisson 10, Ólafur Adolfsson 7, Pétur V. Sigurösson 5. Stig Hauka: Henning Henningsson 21, J.Bow 18, Ivar Ásgrímsson 15, í. Webster 14, Pálmar Sigurðsson 11, Reynir Kristjánsson 3 og Jón Arnar Ing- varsson 2. bjb/AP EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI Valur Ingimundarson átti stórleik gegn Haukum og skoraði 47 stig, þar af 30 í fyrri hálfleik. Tindastóll vann leikinn 95:84. Mynd: kl hvað.er að gerast Foreldrafélag KA: Félagsgallamir á leiðiimi - pantanir teknar um helgina Um þessar mundir er vinnu viö framleiðslu á nýjum félagsæfinga- göllum KA að Ijúka. Foreldra- félagið hefur séð um allan undir- búning vegna gallanna en þeir eru væntanlegir í næstu viku. Foreldrafélagið biður þá sem ætla sér að kaupa galla fyrir jól að hafa samband í KA-heimilið og gera pöntun. Gallarnar koma í öllum stærðum, bæði fyrir börn og fullorðna en þeir sem ekki vita hvernig gallarnir líta út geta séð eintak í KA-heimilinu. Foreldra- félagið álítur hér komnar tilvald- ar jólagjafir því gallinn verður félagsgalli KA. Gallarnir eru saumaðir sér- staklega fyrir foreldrafélagið og hefur verði á þeim verið stillt í hóf. Verð á fullorðinsgöllum er 7000 krónur en barna 6500 krónur. Staðgreiðsluafsláttur er veittur á báðum gerðum sem nemur 500 krónum á hvern galla. Björn Steinar Sólbergsson. Akureyri: Orgeltónleikar íkirkjunni Annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30 heldur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyr- arkirkju, orgeltónleika í kirkj- unni. Á efnisskránni verður efni tengt aðventu og jólum eftir J.S. Bach, O. Messiaen ogL. Vierne. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. óþh EFUR Þil TROMPA HENDI? SKILAFRESTUR í HUGMYNDASAMKEPPNI ATVINNUMÁLANEFNDAR ER AÐ RENNA ÚT. LOKADAGUR ER 15. DESEMBER 1989. Atvinnumálanefnd Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.